Drifhlutföll
Drifhlutföll
Sælir hvarnig fer á að því að vita hvaða hlutföll eru í bílnum mínum án þess að rífa köggulinn úr og telja tennurnar í tannhjólunum.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Drifhlutföll
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Drifhlutföll
Þú færð spurningu þinni svarað hér og líka mörgum öðrum.
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/drifhlgr/hlutfindex.htm
kv HB
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/drifhlgr/hlutfindex.htm
kv HB
Re: Drifhlutföll
Hörður ég fær bara vírusviðvörun og tölvan neitar að opna þessa síðu
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: Drifhlutföll
Síðan hans gummaj er örugg eftir því sem ég best veit, hef skoðað hana oft og hún er bara eins og hún á að sér að vera núna.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Drifhlutföll
Jón Gunnar,
Þú tjakkar upp annað afturhjólið (að því gefnu að það sé ekki diskalæsing í drifinu), merkir dekkið og drifskaftið, snýrð dekkinu 2 hringi (eða tjakkar upp bæði dekkin og snýrð 1 hring ef þú ert með diskalás) og telur hvað skaftið snýst marga hringi, snúningafjöldinn á skaftinu segir þér hvert hlutfallið er.
Simples
Hvernig bíll er þetta annars?
Þú tjakkar upp annað afturhjólið (að því gefnu að það sé ekki diskalæsing í drifinu), merkir dekkið og drifskaftið, snýrð dekkinu 2 hringi (eða tjakkar upp bæði dekkin og snýrð 1 hring ef þú ert með diskalás) og telur hvað skaftið snýst marga hringi, snúningafjöldinn á skaftinu segir þér hvert hlutfallið er.
Simples
Hvernig bíll er þetta annars?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Drifhlutföll
Addi þú þekkir mig og veist að PATROL er í fyrstasæti ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Drifhlutföll
Já, en stundum sjá menn villur sýns vegar, eða sjá ljósið, eða uppgötva máttinn og dýrðina, við Toyotu
Aðrir taka það besta úr báðum heimum, setja patrol hásingar undir landcruiser
En að öllu gamni slepptu á er einfaldast að tjakka hann upp og telja hringina, þú veist væntanlega hvaða hlutföll eru fáanleg í patrol (ekki veit ég það) og þá einfalt fyrir þig að átta þig á hversu langt inn í síðasta hringinn skaftið fer. Aðal málið er að passa að hitt dekkið sé annaðhvort alveg kyrrt eða snúist alveg með, eftir hvort þú ætlar að snúa einn eða tvo hringi
Aðrir taka það besta úr báðum heimum, setja patrol hásingar undir landcruiser
En að öllu gamni slepptu á er einfaldast að tjakka hann upp og telja hringina, þú veist væntanlega hvaða hlutföll eru fáanleg í patrol (ekki veit ég það) og þá einfalt fyrir þig að átta þig á hversu langt inn í síðasta hringinn skaftið fer. Aðal málið er að passa að hitt dekkið sé annaðhvort alveg kyrrt eða snúist alveg með, eftir hvort þú ætlar að snúa einn eða tvo hringi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Drifhlutföll
Þú þarft að keyra í 4. gír því að hann er, allavega langoftast, beinn s,s, 1:1.
Dekk sem er 39" á hæð er (39x2.5) 97,5cm á hæð. Ummál hrings er þxpi 95x3,1415=306,3cm.
Þá ferðast bíllinn 3,06 metra fyrir hvern hring sem dekkin snúast.
Ef við segjum að þú keyrir á 90km/klst þá ertu að keyra 1500 metra á mínútu
Segjum að mótorinn snúist 2500 sn pr mín á meðan
Ef við segjum 1500/3,06=490 eru þá dekkin að snúast 490 snúninga á mínútu á meðan mótorinn snýst 2500 snúninga á mínútu.
Ef gírkassinn í 4. gír og millikassinn í háadrifi eru 1:1 sem er algengast ætti hlutfallið að liggja þarna á milli s.s. 2500/490=4,59 eða 4,59:1
Passa þessir útreikningar hjá mér og er þetta hlutfall til í Patrol????
Dekk sem er 39" á hæð er (39x2.5) 97,5cm á hæð. Ummál hrings er þxpi 95x3,1415=306,3cm.
Þá ferðast bíllinn 3,06 metra fyrir hvern hring sem dekkin snúast.
Ef við segjum að þú keyrir á 90km/klst þá ertu að keyra 1500 metra á mínútu
Segjum að mótorinn snúist 2500 sn pr mín á meðan
Ef við segjum 1500/3,06=490 eru þá dekkin að snúast 490 snúninga á mínútu á meðan mótorinn snýst 2500 snúninga á mínútu.
Ef gírkassinn í 4. gír og millikassinn í háadrifi eru 1:1 sem er algengast ætti hlutfallið að liggja þarna á milli s.s. 2500/490=4,59 eða 4,59:1
Passa þessir útreikningar hjá mér og er þetta hlutfall til í Patrol????
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Drifhlutföll
4.62:1 er til í Patrol
Re: Drifhlutföll
Eru menn eitthvað að flytja inn hlutföll? vitið þið eitthvað um það???
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur