Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá Óskar - Einfari » 04.júl 2011, 10:27

Sælir félagar

Hvað haldiði með ástandið á þessum leiðum, hafiði frétt eitthvað... t.d. hvort útlit sé fyrir að gæsavatnleið verði yfir höfuð opnuð á sumarmánuðunum?

Sumarfríið byrjar næsta föstudag og planið vara að fara norður sprengisand, gæsavatnaleið, öskju og þræða síðan langanes og austfirðina heim aftur.... nú stefnir lokunin ferðaplaninu í voða þannig að það er komið plan B. að byrja á austfjörðunum, langanesi og sléttuni. Sjá síðan til tvær vikur héðan af hvort verði búið að opna og fara þá suður gæsavatnleið og sprengisand.

Ætli maður þurfi ekki að gera plan C líka ef ástandið breytist ekkert.....


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá Freyr » 04.júl 2011, 12:45

Á Sprengisandi var stórt stöðuvatn í veginum í síðustu viku, minnir að það hafi verið aðeins fyrir sunnan Nýjadal. Í síðustu viku ætlaði vegagerðin að senda veghefil þangað til að búa til rás í gegnum snjóskafl sem virkaði eins og stífla sem myndaði þetta stöðuvatn og þá sögðust þeir stefna á að opna sprengisand í næstu viku (s.s. þessari sem var að byrja). Án þess að ég þori að fullyrða það þá minnir mig að vegagerðin skipti sér ekkert af Gæsavatnaleið heldur bara F910 sem liggur norðurfyrir Trölladyngju, enda þarftu bæði að byrja og enda á F910 til að fara Gæsavatnaleið. Ætli það sé ekki ágætt að miða bara við að þegar F910 opnar geturðu farið Gæsavatnaleið, þar er hvort eð er nær eingöngu gróft hraun og sandar/sandbleytur. Síðasta sumar fórum við Ívar Gæsavatnaleið 25-6. Júní og vorum fyrsti bíll það sumar, þá var hún alveg snjólaus fyrir utan einn smá skafl í brekkunum ofan við Gæsavötn. Sumarið 2009 fórum við Ívar F910 norður fyrir Trölladyngju 1. júlí og vorum annar bíll þá leið á eftir björgunarsveit sem kom þá leið frá Öskju til að vera á hálendisvaktinni í Nýjadal þann sama dag. Þá var slatti af sköflum á leiðinni frá Gjallanda í norðurátt með Trölladyngju en enginn aurbleyta, u.þ.b. til móts við Surtluflæðu var snjórinn búinn ef ég man rétt. Sumarið 2008 fór ég Gæsavatnaleið með Evu og var annar bíll það sumar á eftir einum af eigendum Gæsavatnaskála. Ég man því miður ekki dagsetninguna en þá voru örfáir skafar á leiðinni frá Kistufelli vestur að Gæsavötnum en enginn aurbleyta (bara sandbleyta á sínum hefðundnu stöðum).

Ég veit ekki hvernig staðan er á þessu svæði núna en ég hef enga trú á öðru en að þetta verði alltsaman opið þegar þú kemur til baka ef þú byrjar á Austfjörðum, gæti samt verið tæpt að stefna þangað eftir viku m.v. þær fréttir sem hafa borist af þessu svæði.

Vona að þetta komi að einhverju gagni.

Kv. Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá AgnarBen » 04.júl 2011, 23:43

Ástandið á hálendinu er í engu líkt fyrri árum held ég. Fyrir ca 2 vikum síðan þá var mokað með gröfu í gegnum snjóskaflanna úr Herðubreiðalindum inn í Öskju en snjóbíll er notaður til að ferja ferðamenn upp á Öskjubarm ! Hvort þetta er að hverfa hratt núna veit maður ekki alveg en líklega hefur FFA ágætar upplýsingar um hvernig staðan er þarna núna.

Plan B gæti sloppið til hjá þér .....

kv
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Snorri Freyr
Innlegg: 22
Skráður: 26.jún 2011, 10:54
Fullt nafn: Snorri Freyr Ásgeirsson

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá Snorri Freyr » 08.júl 2011, 11:23

ÉG var í Herðabreiðarlindum um síðustu helgi og fór inn að dreka og ætlaði inn að öskju, þegar það eru eftir um 3 km að öskju þá er snjór á veginum um 40-50 cm og ekki búið að ryðja lengra. Lokað var inn að Gæsavötnum en það var hefill þarna uppfrá þannig að ég veit ekki hvernig staðan er í dag. Hringdu bara í skálaverðina í Dreka og kannaðu málið..
Góða ferð í fríinu...


Kv
Snorri Freyr

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá hobo » 26.aug 2011, 22:14

Er einhver búinn að fara sprengisand nýlega?

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá Óskar - Einfari » 26.aug 2011, 22:25

Fór helgina 12-14 Ágúst norður sprengisand í nýjadal og síðan gæsavatnaleið.... ef þú ert að spá í vegin þá var hann allt í lagi..... hefur verið mikið verri.... veit ekki hvernig hann er akkurat í dag...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá hobo » 26.aug 2011, 22:58

Já er að spá í hvernig vegurinn er, ætla líklega að fara þetta í næsta mánuði.


Óvinurinn
Innlegg: 41
Skráður: 20.feb 2011, 20:35
Fullt nafn: Þór Ólafsson

Re: Sprengisandur og Gæsavatnaleið

Postfrá Óvinurinn » 27.aug 2011, 01:49

ég verð á þessum slóðum eftir 2 vikur... væri gott að vita hvernig þetta lítur út..... ef það verður ekkert komið um það þá gef ég þér report hörður ;) ef ég verð á undan þér þeas
Nissan Patrol 2000 38"


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur