Góðan daginn, ég er að brasa í Nissan Terrano 1996 árgerð. Grindinn á mínum er nokkuð ílla farin af ryði og og ég nenni ekki að reyna að tjasla í hana. Ég hef fundið einn Terrano á partasölu sem hefur fína grind en vélinn er meira keyrð en mín svo hugmyndin er að nota vélina mína og húsið en grindina úr parta bílnum. Minn bíll er sjálfskiftur en parta bíllinn er beinskiftur og eru báðar bensín.
Spruningarnar eru þessar.
Ætti að vera mikið mál að skifta um vél þar sem önnur kemur úr sjálfskiftum og hinn úr beinskiftum?
Er mikið mál að taka boddíið (húsið) af þessu bílum?
Kv
Ingi
Nissan Terrano vél úr beinskiftum í sjálfskiftan?
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Nissan Terrano vél úr beinskiftum í sjálfskiftan?
Er sama tölva fyrir mótor og skiptingu eða tvær stakar tölvur? Rafmagn er helsta vesenið gæti ég trúað.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur