Afsakið félagar að tala um bíla af þessi gerð en í fjölskyldunni er 1999 árg. af Subaru Legacy, sem í tvö ár hefur pirrað eigandann með undanlegri bilun, sem enginn hefur getað fundið lausn við. Þetta lýsir sér þannig að þegar bílinn er heitur (eftir ca.10 mín. akstur) og tekin er beygja, áfram eða afturábak, þá heyrist klikkhljóð, svo eins og hjöruliður væri úr lagi. En fjöldi bifvélavirkja er búinn að skoða málið, hjöruliðir í lagi og ekkert finnst!Ekkert heyrist þegar bílinn er kaldur. Einn vill kenna gírkassanum um, annar segir millikassinn (er það ekki sílkongræja?) en enginn hefur minnst á mismunadrif. Kannast einhver við þetta vandamál og hvað dettur ykkur helst í hug?
Kveðja
Þorgeir
Dularfull Subaruveiki
-
- Innlegg: 158
- Skráður: 05.feb 2010, 08:50
- Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
- Bíltegund: Chevrolet K30
Re: Dularfull Subaruveiki
Er bíllinn sjálfskiptur?
Ég átti við sama vandamál í sjálfskiptum '98 subaru. Það kom í ljós að á honum var röng sjálfskiptiolía. Það þarf sérstaka subaru sjálfskiptiolíu sem hentar tregðulæsingunni í mismunadrifinu (sem er sambyggt skiptingunni). Eftir olíuskipti var allt í stakasta lagi.
Ég átti við sama vandamál í sjálfskiptum '98 subaru. Það kom í ljós að á honum var röng sjálfskiptiolía. Það þarf sérstaka subaru sjálfskiptiolíu sem hentar tregðulæsingunni í mismunadrifinu (sem er sambyggt skiptingunni). Eftir olíuskipti var allt í stakasta lagi.
Re: Dularfull Subaruveiki
Hann er beinskiptur og í dag var skipt um olíu á gírkassa og væntanlega innig á mismunadrifinu / millikassanum og klikkið heldur áfram. Eigandinn ætlar þó að athuga þetta betur hjá verkstæðinu. Takk fyrir innleggið.
Þorgeir
Þorgeir
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Dularfull Subaruveiki
Það skiptir gríðalega miklu máli að vera með olíuna sem framleiðandinn gefur upp. Ég er búinn að heyra nokkrar sögur frá verkstæði hérna heima þar sem að vélar hafa bæði hrunið og verið með alskyns skrípa hljóð útaf rangri olíu. Ef framleiðandi upp shell olíu. Þá á að vera shell olía. Ekki esso. Allavega miðað það sem að ég hef heyrt frá þessum aðila. Ég er einmitt með lancer 4x4 sem er alveg svakalega þvingaður. Það hafði verið sett einhver heavy duty olía á afturdrifið á honum. En hann á að vera með LSD olíu. svo er olía frá N1 á kassanum og vinkildrifinu sem fer í afturhásinguna. Og er sennilega orsökin fyrir því að bíllinn er enþá þvingaður. Allavega vill hann á verkstæðinu skipta um olíu á kassanum og sjá hvort að hann lagist ekki. Lancerinn á að vera með shell olíu. 75/80 eða 75/85 á kassanum t.d Það væri gaman að heyra hvort að fleiri séu sammála þessu innleggi mínu. Ég tek það fram að þetta kemur frá manni sem er að vinna á verkstæðinu hérna heima.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Dularfull Subaruveiki
Það er ekki endilega möst að nota t.d. einhverja ákveðna Shell olíu þó framleiðandi bendi á hana. Það sem skiptir máli er að nota olíu sem uppfyllir alla þá staðla sem framleiðandi gefur upp að olían þurfi að uppfylla.
Freyr
Freyr
Re: Dularfull Subaruveiki
jeepson wrote: Það hafði verið sett einhver heavy duty olía á afturdrifið á honum. En hann á að vera með LSD olíu. svo er olía frá N1 á kassanum og vinkildrifinu sem fer í afturhásinguna. Og er sennilega orsökin fyrir því að bíllinn er enþá þvingaður. Allavega vill hann á verkstæðinu skipta um olíu á kassanum og sjá hvort að hann lagist ekki. Lancerinn á að vera með shell olíu. 75/80 eða 75/85 á kassanum t.d Það væri gaman að heyra hvort að fleiri séu sammála þessu innleggi mínu. Ég tek það fram að þetta kemur frá manni sem er að vinna á verkstæðinu hérna heima.
Lancer 4x4 sem á að giska er kominn á fermingaraldurinn á að vera með LS olíu á afturkögglinum og vinkildrifinu,- 85W90.
Nóg að setja þynnri gírolíu eins og 75W80 eða í námunda við það á gírkassann, annars yrði ansi erfitt fyrir þig að skifta um gír á bílnum :p
Þarf ekki bara ákveðna LS olíu á gírkassann og drifin á Subarunum? Ekki þekki ég nógu vel inn í þau mál, hlýtur að standa í manualnum.
Kv. Haffi
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Dularfull Subaruveiki
Hæhæ, þætti gott að fá skýringu á því hvernig þessir bifvélavirkjar bilanagreindu hjörliðina.
það er ekki nóg að taka í öxulinn, vagga honum upp og niður og ef ekkert slag er þá segja hann sé í lagi,
Það þarf að taka ytri liðinn af öxlinum, og skoða innan í hann og ef því er að skipta mæla slit á kúlunum og skoða rispur í sætunum fyrir kúlurnar, flestir spara sér þennan tíma og skipta um liðinn. Mér þykir það líklegasta skýringin og virkar akkurat svona, smellir í beygjum og fer oft eftir álagi þ.e. hve mikil hraðaaukning er í gangi og einnig hitanum á liðnum(eftir akstri)
Ef liðurinn hefur verið tekinn sundur og mældur og talinn innan slitmarka þá að sjálfsögðu geturðu hunsað mína ábendingu en ef ekki myndi ég skoða þetta betur.
Ég veit ekki til þess að neitt í subaru gír/millikassa valdi smellum eða hljóðum í beygjum þó röng olía sé á þeim, auðvitað ekki nema brotin tönn væri í mismunadrifinu að framan sem er afar fátítt. Það sem gerist yfirleitt þegar röng olía er sett á kassana er að sílikonkúplingin harðnar sem getur bæði valdið því að hún læsir sér mun fastar(þvingast í beygjum) eða læsir sér bara alls ekki (bíllinn hagar sér líkt og framdrifsbíll)
mbk. Sævar subaruáhugamaður og bifvélavirki
það er ekki nóg að taka í öxulinn, vagga honum upp og niður og ef ekkert slag er þá segja hann sé í lagi,
Það þarf að taka ytri liðinn af öxlinum, og skoða innan í hann og ef því er að skipta mæla slit á kúlunum og skoða rispur í sætunum fyrir kúlurnar, flestir spara sér þennan tíma og skipta um liðinn. Mér þykir það líklegasta skýringin og virkar akkurat svona, smellir í beygjum og fer oft eftir álagi þ.e. hve mikil hraðaaukning er í gangi og einnig hitanum á liðnum(eftir akstri)
Ef liðurinn hefur verið tekinn sundur og mældur og talinn innan slitmarka þá að sjálfsögðu geturðu hunsað mína ábendingu en ef ekki myndi ég skoða þetta betur.
Ég veit ekki til þess að neitt í subaru gír/millikassa valdi smellum eða hljóðum í beygjum þó röng olía sé á þeim, auðvitað ekki nema brotin tönn væri í mismunadrifinu að framan sem er afar fátítt. Það sem gerist yfirleitt þegar röng olía er sett á kassana er að sílikonkúplingin harðnar sem getur bæði valdið því að hún læsir sér mun fastar(þvingast í beygjum) eða læsir sér bara alls ekki (bíllinn hagar sér líkt og framdrifsbíll)
mbk. Sævar subaruáhugamaður og bifvélavirki
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Dularfull Subaruveiki
Takk Sævar. Mér vitanlega hefur enginn bifvélavirki haft fyrir því að skoða öxlana eins og þú lýsir og mér þykir þín greining sú sennilegasta hingað til og ætla að athuga þetta betur. Það er búið að setja rétta olíu á gír/millikassa og það breytti engu.
m b k Þorgeir
m b k Þorgeir
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Dularfull Subaruveiki
Lancer 4x4 sem á að giska er kominn á fermingaraldurinn á að vera með LS olíu á afturkögglinum og vinkildrifinu,- 85W90.
Nóg að setja þynnri gírolíu eins og 75W80 eða í námunda við það á gírkassann, annars yrði ansi erfitt fyrir þig að skifta um gír á bílnum :p
Þarf ekki bara ákveðna LS olíu á gírkassann og drifin á Subarunum? Ekki þekki ég nógu vel inn í þau mál, hlýtur að standa í manualnum.
Kv. Haffi
Þegar Mitsubishi á í hlut þá er eins gott að kíkja í bæklinginn og hafa það alveg á hreinu að það fari sama eða betri olía á kassa og drif. Í flestum þarf háþrýstiþolna gírolíu sem er yfirleitt 75/90 Hypoid og á diskalásana þarf LSD olíu. En mikið atriði er að nota háþrýstiþolna olíu þar sem það á við. Það að taka sveitaaðferðina á þetta og gúffa á þá 80-90 gírolíu eins og á gamlan hilux hefur kostað margan Mitsubishi eigandan gírkassa eða drif og það er ekki gefins.
Það kæmi mér ekki á óvart að Súbbinn væri svipað spes með olíur að gera, alltaf öruggast að fara eftir því sem stendur í manualinum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Dularfull Subaruveiki
Stebbi wrote:Lancer 4x4 sem á að giska er kominn á fermingaraldurinn á að vera með LS olíu á afturkögglinum og vinkildrifinu,- 85W90.
Nóg að setja þynnri gírolíu eins og 75W80 eða í námunda við það á gírkassann, annars yrði ansi erfitt fyrir þig að skifta um gír á bílnum :p
Þarf ekki bara ákveðna LS olíu á gírkassann og drifin á Subarunum? Ekki þekki ég nógu vel inn í þau mál, hlýtur að standa í manualnum.
Kv. Haffi
Þegar Mitsubishi á í hlut þá er eins gott að kíkja í bæklinginn og hafa það alveg á hreinu að það fari sama eða betri olía á kassa og drif. Í flestum þarf háþrýstiþolna gírolíu sem er yfirleitt 75/90 Hypoid og á diskalásana þarf LSD olíu. En mikið atriði er að nota háþrýstiþolna olíu þar sem það á við. Það að taka sveitaaðferðina á þetta og gúffa á þá 80-90 gírolíu eins og á gamlan hilux hefur kostað margan Mitsubishi eigandan gírkassa eða drif og það er ekki gefins.
Það kæmi mér ekki á óvart að Súbbinn væri svipað spes með olíur að gera, alltaf öruggast að fara eftir því sem stendur í manualinum.
Það er nú einmitt það. Maður hefur ekki heyrt góður sögur af mmc gírkössum.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Dularfull Subaruveiki
Það er ekkert að gírkössunum, bara nota rétta olíu og þá er allt í lagi. Til dæmis hafa verið sömu gírkassar í 2.5 Pajero frá 92 og menn eru enþá að tala um lélega gírkassa útfrá bilunum í gamla bílnum. Ef maður eyðileggur V1MT5 kassa þá er það bara þjösnaskapur eða vitlaus olía.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur