Í tilefni af spjallinu um lágmarkskröfur um VHF í bílum til að vera gjaldgengur í ferðir með síðunni þá langar mig að spyrja;
Hvar er helst hægt að komast yfir ódýrar VHF stöðvar?
Er eitthvað sem ber að varast þegar maður kaupir sér stöð?
Er eitthvað vit í því að kaupa sér handstöð? Getur maður ekki tengt handstöð við loftnet utan á bílnum og fengið betra samband þó að það sé munur á sendistyrk frá stöðvunum?
Endilega hellið úr viskubrunnum ykkar svo fleiri geti gert sig gjaldgenga á fjöll
Kv.
Ásgeir
PS. KHS segir að handstöðin sín frá N1 hafi ekki verið mikil fjárfesting og að hún hafi dugað vel í ferðum. Hvað kostar svona stöð og hvað heitir hún?
VHF info óskast.
Re: VHF info óskast.
http://www.velasalan.is/Vara/54860/
Ég fékk svona stöð hjá N1 Bíldshöfða, ég man ekki hvað hún kostaði þá en þetta er væntanlega einhver 15þús kr. Alvöru bílstöð er að kosta frá 45þús. N1 setur svo inn F4x4 rásirnar ef þú biður um það og ég held að rásin sem við munum nota er einmitt á F4x4 netinu.
Handstöð er fín þegar er farið í svona hópum en ef það á að draga yfir holt og hæðir og lengra en það að þá getur þú tengt hana við loftnet á bílnum ef það er búið að leggja fyrir því.
Ég fékk svona stöð hjá N1 Bíldshöfða, ég man ekki hvað hún kostaði þá en þetta er væntanlega einhver 15þús kr. Alvöru bílstöð er að kosta frá 45þús. N1 setur svo inn F4x4 rásirnar ef þú biður um það og ég held að rásin sem við munum nota er einmitt á F4x4 netinu.
Handstöð er fín þegar er farið í svona hópum en ef það á að draga yfir holt og hæðir og lengra en það að þá getur þú tengt hana við loftnet á bílnum ef það er búið að leggja fyrir því.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: VHF info óskast.
Rás 45 er opin rás óháð félagasamtökum samkvæmt þessu http://www.feris.is/frettir.aspx?id=347
Þannig að allir sem eiga VHF geta verið með þessa rás.
Þannig að allir sem eiga VHF geta verið með þessa rás.
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur