Ljósa vesen

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Ljósa vesen

Postfrá Svenni30 » 12.jún 2011, 19:50

Sælir.
Ég er að vandræðast. Það virka ekki bakk ljósin hjá mér og ekki heldur númers ljósin.
Svo þegar ég set í 4x4 þá kviknar ekki ljósið í mælaborðinu. Hvað er að þessu dóti ?
Er búinn að fara yfir öryggin og það er allt í góðu þar.
Svo virkar ekki flautan heldur.
Öll hjálp er vel þegin
Þetta er Toyota Hilux extra cab 91


Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Ljósa vesen

Postfrá hobo » 12.jún 2011, 20:55

Ég er nýlega búinn að lenda í þessu með númeraljós, þá reyndar á súkku en ég var búinn að mæla nokkra víra enda á milli þegar einn vírinn gaf ekki viðnámsmælingu í gegn. Þá var sá vír í sundur með lítilli skemmd og spanskrænu.
Á hiluxinum hjá mér logaði vélaljós um daginn sem benti til súrefnisskynjara í pústinu og eftir smá rannsókn kom í ljós að einn vírinn í skynjarann var eins farinn.
Stuttu seinna rak ég augun í einn vír í rúðupissdæluna sem var líka eins en var ekki alveg farinn í sundur.
Í öllum þessum tilfellum var ekki um að ræða núning við stál t.d sem örsakaði skemmdina heldur hefur þetta bara byrjað að sjálfum sér, mjög undarlegt.
Þetta má kannski rekja til aldurs bílsins og saltið hjálpar örugglega ekki.

Bara smá hugmynd hvað gæti verið að.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ljósa vesen

Postfrá jeepcj7 » 12.jún 2011, 21:02

Mjög oft er þetta eftir að einhver er búinn að fara með prufulampa á víra til að finna td. rafmagn fyrir kerrutengil svoleiðis skemmdir geta gert mann alveg nuts og oft erfitt að finna.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ljósa vesen

Postfrá Hfsd037 » 12.jún 2011, 23:50

Á mínum bíl liggur vírabarki fyrir afturljós, læsingu og númeraljós undir gólfteppinu hægra megin inn í bílnum
undir sætinu er síðan vírabarkanum splittað í tvennt með 2 tengjum sem vírabarkarnir tengjast síðan við hvorn annann
og þaðan frá tenginu liggur vírabarkinn út og undir aftur í bíl með grindabitanum.
athugaðu þetta tengi til að byrja með, þú þarft að losa sætið úr og losa listann sem liggur yfir teppið við hurðina
þetta tengi getur alveg klikkað ef það fær raka og drullu í sig..

Svo er líka möguleiki á útleiðslu í vírabarkanum, þá kemur sér vel fyrir að geta tekið tengið í sundur til þess að mæla útleiðslu..
með 4wheel drive ljósið, checkaðu hvort að öll tengin seu tengd við gírkassa og millikassann
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Ljósa vesen

Postfrá Svenni30 » 13.jún 2011, 22:30

Takk fyrir þetta. Þetta er nú meiri hausverkurinn.
Ég fer þá að skoða snúrur og tengi. Þetta rafmagns vesen er ekki alveg minn tebolli :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Ljósa vesen

Postfrá Svenni30 » 19.jún 2011, 22:51

Jæja það eru kominn Nr ljós. En bakljósin eru en þá dauð. Búinn að fara yfir kerrutengið og mæla allt hátt og látt. og fara yfir tengi og snúrur. það kemur ekki straumur á bakljósa stæðið.
Er ekki nemi eða tengi á gírkassanum fyrir bakljósin? gæti hann verið að svíkja ?
4wheel drive ljósið í mælaborðinu er dautt líka á eftir að skoða tengin seu tengd við gírkassa og millikassann.
Svo er það helvítis flautan hún virkar ekki. hvað getur það verið ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ljósa vesen

Postfrá Hfsd037 » 20.jún 2011, 22:57

Svenni30 wrote:Jæja það eru kominn Nr ljós. En bakljósin eru en þá dauð. Búinn að fara yfir kerrutengið og mæla allt hátt og látt. og fara yfir tengi og snúrur. það kemur ekki straumur á bakljósa stæðið.
Er ekki nemi eða tengi á gírkassanum fyrir bakljósin? gæti hann verið að svíkja ?
4wheel drive ljósið í mælaborðinu er dautt líka á eftir að skoða tengin seu tengd við gírkassa og millikassann.
Svo er það helvítis flautan hún virkar ekki. hvað getur það verið ?



checkaðu á tengjunum við gírkassa og millikassa því þar eru nemarnir fyrir bakkljósið og 4x4 ljósið
tengin eru 2
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Ljósa vesen

Postfrá Svenni30 » 20.jún 2011, 23:01

Takk fyrir þetta kall. Fer að skoða þetta.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ljósa vesen

Postfrá Hfsd037 » 20.jún 2011, 23:22

ekki málið :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljósa vesen

Postfrá Izan » 20.jún 2011, 23:37

Sæll

Ég held einmitt að þú ættir að fá þér tebolla og róa taugarnar aðeins. Ég held að það sé alveg ljóst að vandamálið er ekki eitt stórt sem veldur öllu veseninu heldur nokkur smávandamál og ástæðan fyrir tebollanum er sú að þú þarft að taka á hverju fyrir sig í rólegheitunum. (ég er s.s. ekki að segja að þú sért sérstaklega æstur heldur er best að takast á við þetta af mikilli yfirvegun)

Auðvitað eru fyrstu spurningarnar hvort perurnar séu pottþétt í lagi. Litlu mælaborðsperurnar geta litið út fyrir að vera heillegar þó að þær séu farnar.

Byrjaðu á bremsuljósinu. Þar ætti mínusinn að vera fastur og pottþéttur í perustæðinu og þú þarft að athuga hvort það sé þannig. Ef það er öruggt gætirðu farið á bremsupedala rofann. Þar myndi ég ætla að sé plús og þegar pedalinn yfirgefur rofann lokar hann snertunni. Mældu bæði hvort það sé straumur að og frá. Ef ekkert finnst þarna gæti ég ímyndað mér að plúsinn fari í gegnum svissinn eða rely sem svissinn stjórnar sem gæti verið að stríða. Síðan er pottþétt öryggi sem þarf að mæla hvort fái straum.

Mælaborðsljósin fá líklega plús í borðinu sjálfu og stöðurofarnir gefa þá mínus. Rofinn fyrir bakkljósið tekur samt líklegast plús í gegnum sig til að mæta mínusnum í ljósastæðinu.

Svona verðurðu að feta þig í rólegheitunum í gegnum rafkerfið og taka einn hlut fyrir í einu og mæla þig frá einum stað til annars. Svo er aldrei að vita nema þú finnir fleiri en eitt vandamál á einum stað.

Góða skemmtun, Kv Jón Garðar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur