Hvað er að gerast í skúrnum?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Hvað er að gerast í skúrnum?
Hvað eru menn að bralla í skúrnum?
Sjálfur hef ég verið að hamast við að koma hilux í nothæft ástand, búinn að skipta út öllum vökvum þ.m.t sýrisvökva, endurnýja kveikjukerfið, bletta lakk, breyta pallhúsfestingum, smíða dráttaraugu í prófíl o.fl o.fl.
Einnig er ég að útfæra úrhleypibúnað fyrir næsta vetur (í huganum).
Sjálfur hef ég verið að hamast við að koma hilux í nothæft ástand, búinn að skipta út öllum vökvum þ.m.t sýrisvökva, endurnýja kveikjukerfið, bletta lakk, breyta pallhúsfestingum, smíða dráttaraugu í prófíl o.fl o.fl.
Einnig er ég að útfæra úrhleypibúnað fyrir næsta vetur (í huganum).
Síðast breytt af hobo þann 19.jún 2011, 17:40, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Það er altaf nóg að gerast hjá þér Hörður. Þarftu ekki að hafa sólarhringinn lengri? hehe. Lítið að gerast í skúrnum hjá mér þannig séð. Ég hef reyndar verið að bón fyrir fólkið hérna. en það stendur nú til að henda pattanum inn og bralla eitthvað í honum. Það sem er svona einnahelst á döfinni er að loka þessu eina ryðgati sem að ég hef fundið. Smíða nýjann þverboga að aftan og setja ljós í hann. Er svo að velta því fyrir mér hvernig ég næ öftustu hliðar rúðunum úr til að filma þær. Nú og svo reikna ég með að setja sumar dekkin undir að aftan um mánaðarmótin. Jú og svo setja intercoolerinn í og skipta umm eitt framljós sem er orðið lélegt. Svo sé ég til hvort að ég skipti um innréttingu í honum.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
er að setja 3.3l (SD33T) í Y60 pattann hja mer asamt 44"bogger stimpilloftdælu ur vorubil stillanlegir koni demparar riðbætingar og heilsprautun !


1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Ég tók og afturdemparana úr hjá mér og sendi í yfirhalningu. Tók svo öll teppin úr bílnum og djúphreinsaði. Tók mest alla innréttinguna úr og smúlaði bakvið. Allt þurkað upp og bætt í tvö göt sem fundust. Grisjaði svo aðeins úr víraflækjunni sem var eftir þá sem hafa átt hann í gegn um tíðina. Heppni að það hefi ekki kviknað í bílnum. Fann fjögur sett (plús og mínus víra) undir teppinu bílstjóramegin opna og með straum á. Þvílíkur sauður sem gekk frá þessu. Næst þegar þetta er komið saman, ný yfirfarnir demparar og nýr kælivökvi þá ætla ég að filma upp á nýtt og taka hurðaspjöldin úr og þrífa þar :)
Ótrúlegt hvað það kemst af drullu allsstaðar bakvið draslið.

Teppin í þurkun

Aðeins búinn að grisja í burtu.

Smá flækja.

Þokkalega pökkuð loftsýja... :) Þarf greinilega eitthvað að endurskoða loftinntakið hjá mér.

Ótrúlegt hvað það kemst af drullu allsstaðar bakvið draslið.

Teppin í þurkun

Aðeins búinn að grisja í burtu.

Smá flækja.

Þokkalega pökkuð loftsýja... :) Þarf greinilega eitthvað að endurskoða loftinntakið hjá mér.

Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Ég er að smíða 6.5 TD í Patrol og breyta honum úr 38" í 44", það samt blundar í manni að fara kannski á 46" veit samt ekki alveg..... Mótor, skipting og millikassi eru komin í og verið er að vinna í að tengja rafmagnið saman, sennilega fyrsta start í næstu viku með þenna mótor í. Það sem er framundan svona helst er hásingarfærsla að aftan, setja alla innréttingu í og ganga aðeins frá og tengja meira rafmagn, stækka aðaltankinn, setja í hann ARB loftlás að framan, breyta aftur lásnum úr vacuum í loft, breyta sköftum, setja í hann pústkerfi, á eftir að finna út hvaða gorma ég ætla setja undir hann, skipta út öllum dempurum...... ég gæti talið upp helling í viðbót sem ég á eftir að gera en ég læt þetta næga. Ég er að vonast eftir því að vera búinn og kominn á fjöll í vetur...
K.v
Stjáni
K.v
Stjáni
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Það er ekkert að gerast í augnablikinu, en ég er kominn með langtímaverkefni í hendurnar.
Konunni til mikillar skelfingar keypti ég Volvo station, í honum er 2,3l túrbo bensín vél sem stendur til að gera upp, fríska aðeins og setja í húddið á Hiluxinum
Konunni til mikillar skelfingar keypti ég Volvo station, í honum er 2,3l túrbo bensín vél sem stendur til að gera upp, fríska aðeins og setja í húddið á Hiluxinum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
49cm wrote:er að setja 3.3l (SD33T) í Y60 pattann hja mer asamt 44"bogger stimpilloftdælu ur vorubil stillanlegir koni demparar riðbætingar og heilsprautun !
Snilldar vélar
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
ég ætla mér að afreka það að klára þennan í sumar... sjáum svo til hvað gerist!
kv. Þorsteinn
kv. Þorsteinn
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Það er ljúft að eiga 4runner.. þetta bara keyrir og keyrir og kallar aldrei á viðhald.
Þarf bara að klára sprautunina í sumar.
Þarf bara að klára sprautunina í sumar.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Er reyndar ekki með skúr þannig að flestar mínar viðgerðir og viðhald eru gerðar að mestu úti á götu en við eitt og eitt verkefni er notast við aðstöðuna í vinnunni.
Kláraði í dag að skifta um síu á sjálfskiftingunni og setja brakandi fersk og glæný dekk undir hann.
Það sem ég hef gert við hann síðan ég fékk hann er að skifta um bremsuklossa að aftan þegar ég fékk hann febrúar 2009 og sett útá það í skoðun, skifti um kertin veturinn 2009(2010) sem tók bara fjóra tíma hehe :/ og lét svo skifta um tímareim fyrir mig í honum fyrir um ári síðan.
Svo er ég nýlega búinn að endurnýja fóðringar á balancestönginni að aftan og framan (teinninn og fóðringar sem tengir endana á balancestönginni að aftan uppi í grindina og fóðringin sem stöngin að framan fer í á neðri klafann)
Setti svo nýja bremsuklossa að framan fyrir nokkrum vikum síðan og þá er bara eftir að endurnýja aðframkomna bremsudiska bæði að aftan og framan og setja um leið nýja klossa að aftan.
Einnig er ég nýlega búinn að smyrja hann og skifta um á afturdrifinu þar sem mér fannst koma svo leiðindar smellir þaðan þegar ég bakkaði á hálu undirlagi í vetur, en það hafði ekkert að segja þannig að ég áleit að þetta ætti bara að vera svona enda um tregðulás/LSD að ræða ;)
Svo má bæta við að fyrir nokkrum vikum ætlaði ég að bletta í dráttarbeyslið hjá mér en þá fór ekki betur en svo en að það losnaði alltaf meira og meira af "plasthimnunni" sem var á þessu sem endaði á því að ég tók það undan og slípaði allt utan af því. Við blasti meiriháttar ryð hér og þar þannig að ekki var seinna vænna en að taka þetta í gegn áður en meira ryð tækist að myndast og veikja dráttarbeyslið og valda jafnvel slysi við kerrudrátt eða álíka.
Langlokukveðja. Haffi
Kláraði í dag að skifta um síu á sjálfskiftingunni og setja brakandi fersk og glæný dekk undir hann.
Það sem ég hef gert við hann síðan ég fékk hann er að skifta um bremsuklossa að aftan þegar ég fékk hann febrúar 2009 og sett útá það í skoðun, skifti um kertin veturinn 2009(2010) sem tók bara fjóra tíma hehe :/ og lét svo skifta um tímareim fyrir mig í honum fyrir um ári síðan.
Svo er ég nýlega búinn að endurnýja fóðringar á balancestönginni að aftan og framan (teinninn og fóðringar sem tengir endana á balancestönginni að aftan uppi í grindina og fóðringin sem stöngin að framan fer í á neðri klafann)
Setti svo nýja bremsuklossa að framan fyrir nokkrum vikum síðan og þá er bara eftir að endurnýja aðframkomna bremsudiska bæði að aftan og framan og setja um leið nýja klossa að aftan.
Einnig er ég nýlega búinn að smyrja hann og skifta um á afturdrifinu þar sem mér fannst koma svo leiðindar smellir þaðan þegar ég bakkaði á hálu undirlagi í vetur, en það hafði ekkert að segja þannig að ég áleit að þetta ætti bara að vera svona enda um tregðulás/LSD að ræða ;)
Svo má bæta við að fyrir nokkrum vikum ætlaði ég að bletta í dráttarbeyslið hjá mér en þá fór ekki betur en svo en að það losnaði alltaf meira og meira af "plasthimnunni" sem var á þessu sem endaði á því að ég tók það undan og slípaði allt utan af því. Við blasti meiriháttar ryð hér og þar þannig að ekki var seinna vænna en að taka þetta í gegn áður en meira ryð tækist að myndast og veikja dráttarbeyslið og valda jafnvel slysi við kerrudrátt eða álíka.
Langlokukveðja. Haffi
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Ég er nýlega búinn að versla Patrol og var að klára að koma honum í gang búinn að skipta um vatnslás og vatnsdælu ásamt því að láta súrX standa í vatnskassanum í sólarhring til að hreins úr honum drullu. Drulla fór úr kassanum og versta var að helv kassinn míglekur eftir þetta ævintýri hjá mér. ÉG fór svo með gripinn í skoðun í morgun og fékk þennann líka fína viðgerðarlista með honum til baka. ég þarf að klára að gera hann keyrsluhæfan og nota í sumar. Í haust fer hann aftur inní skúr og þá á að ryðbæta og mála.
kv. Jón Gunnar
kv. Jón Gunnar
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
sælir..er að reyna að koma saman 66 bronco grind og heimasmíðuðu willys boddí úr áli og trefjaplasti.351 windsor með öllu nýju inní fyrir utan sveifarás,
np 435 4 gíra kassi með dana 20 millikassa.9 tommu ford að aftan með arb lás og 1541h alloy öxlar frá yukon.dana44 framan með arb og 4340 crhomoly öxlar ytri og innri.grindin er að mestu leyti klár það er að segja suðuvinna og svoleiðis.þetta er langtíma verkefni og gengur hægt.er samt komin með allt dótið í þetta,það sem tefur mest fyrir er að maður þarf að hanna þettta jafnóðum og maður smíðar...alltaf að reka sig á einhver smá vandamál.280 cm milli hjóla,bronco stífur aftan/framan og gormar.búið að færa vél og kassa aftur um 43 cm.
semsagt mátulega glórulaust. kv hlynur
np 435 4 gíra kassi með dana 20 millikassa.9 tommu ford að aftan með arb lás og 1541h alloy öxlar frá yukon.dana44 framan með arb og 4340 crhomoly öxlar ytri og innri.grindin er að mestu leyti klár það er að segja suðuvinna og svoleiðis.þetta er langtíma verkefni og gengur hægt.er samt komin með allt dótið í þetta,það sem tefur mest fyrir er að maður þarf að hanna þettta jafnóðum og maður smíðar...alltaf að reka sig á einhver smá vandamál.280 cm milli hjóla,bronco stífur aftan/framan og gormar.búið að færa vél og kassa aftur um 43 cm.
semsagt mátulega glórulaust. kv hlynur
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
vélinn aftur um 43cm hvað verður þa i húddinu ? :)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Mánudaginn fyrir viku síða taka afturöxla úr til að láta skipta um legur
Miðvikudagskvöld setja öxlana í aftur
4 dögum seinna ákvað vinstri afturöxulinn að deila í sjálfan sig með tveimur, 3 km frá Blönduvirkjun. Fékk lánaðan öxul úr RVK og keyrði í bæinn
Þriðjudagskvöld tók lánsöxulinn úr og setti nýjan öxul, tók hægri öxulinn úr þar sem þéttirhingurinn fyrir pakkdósina hafði verið vitlaust pressaður á í leguskiptonum og setti lánsöxulinn í staðin....
Er að verða kominn með ansi góðan tíma í að losa afturöxla.....
Miðvikudagskvöld setja öxlana í aftur
4 dögum seinna ákvað vinstri afturöxulinn að deila í sjálfan sig með tveimur, 3 km frá Blönduvirkjun. Fékk lánaðan öxul úr RVK og keyrði í bæinn
Þriðjudagskvöld tók lánsöxulinn úr og setti nýjan öxul, tók hægri öxulinn úr þar sem þéttirhingurinn fyrir pakkdósina hafði verið vitlaust pressaður á í leguskiptonum og setti lánsöxulinn í staðin....
Er að verða kominn með ansi góðan tíma í að losa afturöxla.....
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
49cm wrote:vélinn aftur um 43cm hvað verður þa i húddinu ? :)
he he já það er góð spurning..ætli það verði ekki vatnskassinn bara.
allavega verður nóg pláss...svo seinna verður hægt að setja v10 dodge eða tólf sílendra línumótor:)
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 462
- Skráður: 22.okt 2010, 20:38
- Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
setja 70 cruser hásingu undir hiluxinn minn, gjéreda fullorðins;)
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
ég er í rólegum 44" breyttingum á land rovernum hjá mér, búinn að færa afturhásinguna sem var fyrir færð um 13cm um 2cm, sem gerir 15cm fyrir þá sem kunna ekki að reikna. Svo er verið að fara að smella loftpúðum undir hann að aftan, skipta um gorma að framan og setja upphækkunarklossa undir þá. þá ætti hann að vera orðinn nokkuð góður.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Ég er með 2003 Hilux. Er að reyna að koma honum á 38 án þess að hækka hann og að láta hann fjaðra eitthvað í leiðinni. Fer í þetta Tacoma afturhásing með "triangulated trailing arm" fjörðun, lengri spyrnur að framan, bilstein 9100 coilover demparar hringinn.






1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Alltaf bætast við snillingarnir á þetta spjall, er þetta langtímaverkefni eða er þetta í stanslausri vinnslu?
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Er með Hilux 99 sem ég er að taka í gegn fyrir ferðir í sumar og vetur..
verið er að smíða 2.5" púst undir hann, ég lét leðruð BMW 7 línu sæti með rafmagi í hann, og næst á dagskrá er að láta bólstra afturbekkinn hjá mér, einangra allann bílinn fyrir veghljóði, mála alla innrettingu svarta, filma allar rúður, nýtt teppi og margt fleira..
það sem ég hef verið að dunda mér í undanfarið.
nýjar legur allann hringinn,
4 nýjar spindilkúlur,
nýjir diskar og klossar
lenging á efri spyrnum, bæði til að laga hjólaskekkju og betri fjöðrun
ég gæti talið endalaust
verið er að smíða 2.5" púst undir hann, ég lét leðruð BMW 7 línu sæti með rafmagi í hann, og næst á dagskrá er að láta bólstra afturbekkinn hjá mér, einangra allann bílinn fyrir veghljóði, mála alla innrettingu svarta, filma allar rúður, nýtt teppi og margt fleira..
það sem ég hef verið að dunda mér í undanfarið.
nýjar legur allann hringinn,
4 nýjar spindilkúlur,
nýjir diskar og klossar
lenging á efri spyrnum, bæði til að laga hjólaskekkju og betri fjöðrun
ég gæti talið endalaust
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
- Innlegg: 258
- Skráður: 27.nóv 2010, 14:16
- Fullt nafn: Leifur Ingi Magnússon
- Staðsetning: Þórshöfn
- Hafa samband:
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
er að fara taka minn af numerum
þar sem það hefur soðið á honum 2 sinnum nuna þannig ég ætla að fara að athuga heddið í bílnum
bíllin er með 2 raða kassa og engann intercooler en ég á hann til og 3 rada kassa sem ég ætla að setja í hann í leiðinni
einnig ætla ég að taka hann allann í gegn og koma mér í það að skipta um rafkerfi í bílnum en ég á það til ready úr 94 bíl en bæði grindin og vélin í bílnum hjá mér er 94 model
og síðast en ekki síst þá verður grindin undir bílnum tekin í gegn og löguð en það eru komin göt á 2 stöðum eða eithvað
þar sem það hefur soðið á honum 2 sinnum nuna þannig ég ætla að fara að athuga heddið í bílnum
bíllin er með 2 raða kassa og engann intercooler en ég á hann til og 3 rada kassa sem ég ætla að setja í hann í leiðinni
einnig ætla ég að taka hann allann í gegn og koma mér í það að skipta um rafkerfi í bílnum en ég á það til ready úr 94 bíl en bæði grindin og vélin í bílnum hjá mér er 94 model
og síðast en ekki síst þá verður grindin undir bílnum tekin í gegn og löguð en það eru komin göt á 2 stöðum eða eithvað
Nissan patrol 46" breyttur en stendur á 44" með teingdamömmubox
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur
Kv Leibbarinn
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur
Kv Leibbarinn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Kallinn alltaf að gera og græja.
Búinn að setja rafmagnsloftdælu og lítinn kút sem ég átti á bracket aftur á pall, til viðbótar við AC dæluna. Núna er maður orðinn ansi fljótur að pumpa í.
Keypti ný frambretti um daginn og var að snikka þau til, þurfti að bora fyrir stefnuljósum og svo er lofnetsgatið á vitlausum stað, meira ruglið.
Þau eru svo á leið í sprautun í næstu viku.
Ný 5:71 hlutföll komin í hús svo hægt verði að setja loftlásinn í afturdrifið.
Það gerist fyrr en síðar.
Skar úr síls hægra megin svo dekkin narta ekki í og er búinn að loka því og mála.
Á eftir að klára dæmið vinstra megin.
Svo er ég búinn að setja 2 15w díóðuvinnuljós á pallhúsið, svaka fínt.
Búinn að setja rafmagnsloftdælu og lítinn kút sem ég átti á bracket aftur á pall, til viðbótar við AC dæluna. Núna er maður orðinn ansi fljótur að pumpa í.
Keypti ný frambretti um daginn og var að snikka þau til, þurfti að bora fyrir stefnuljósum og svo er lofnetsgatið á vitlausum stað, meira ruglið.
Þau eru svo á leið í sprautun í næstu viku.
Ný 5:71 hlutföll komin í hús svo hægt verði að setja loftlásinn í afturdrifið.
Það gerist fyrr en síðar.
Skar úr síls hægra megin svo dekkin narta ekki í og er búinn að loka því og mála.
Á eftir að klára dæmið vinstra megin.
Svo er ég búinn að setja 2 15w díóðuvinnuljós á pallhúsið, svaka fínt.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Hvernig eru þessi díóðuljós að gera sig?
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Tja það skýrist betur þegar myrkrið kemur, en skúrinn lýsist vel upp þegar ég slekk loftljósin :)
Annars grunar mig að rafmagns sparðnaðurinn bæti allt upp..
Annars grunar mig að rafmagns sparðnaðurinn bæti allt upp..
-
- Innlegg: 445
- Skráður: 08.feb 2011, 13:58
- Fullt nafn: elfar þór helgason
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: kópavogur
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
út í innkeyrslu hjá mér stendur Lada sport sem er í allsherjar ryðhreinsun og smáviðgerðum
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
hobo wrote:Tja það skýrist betur þegar myrkrið kemur, en skúrinn lýsist vel upp þegar ég slekk loftljósin :)
Annars grunar mig að rafmagns sparðnaðurinn bæti allt upp..
Ok. Aldrei að vita nema að maður kaupi svona. Ég hefði viljað kastara sem eru minni um sig heldur en þeir sem að ég er með á toppnum. Þannig að maður kanski kaupir svona díóðu kastara ef maður fer útí það á annað borð.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Hef aðeins dundað í 38" XJ jeppanum. Lagaði þrálátan leka á stýrisdælu sem hélt áfram þrátt fyrir 2 nýjar dælur + forðabúr. Fór með kæliristar til bílamálara, mun setja ristarnar aftarlega á húddið til að auka loftstreymið í gegn. Pælingar í gangi varðandi gormavæðingu að aftan í haust.
Var að enda við að gjörbreyta loftinntakinu hjá mér. Nú er lögnin frá soggrein bara örstutt og sver og K&N sía. Plata lokar svæðið yfir frambrettinu vm. frá heita loftinu í húddinu og þar er sían staðsett. Er svo með auka lögn gegnum toppinn á hvalbaknum og hef möguleika á að tengja loftinntakið inn í bíl. Á bara eftir að finna lítið húdd scoop til að auka loftstreymið að síunni.
Límdi bút úr einangrunardýnu á plötuna til að einangra hana og svo álpappír utaná svampinn til að einangra enn betur.

Hitahlífin að verða klár:

Verið að leggja lokahönd á verkið:


Á "næstunni" stendur til að:
-Yfirfara kveikjukerfið
-Bora út throttle body
-Smíða upp á nýtt fremsta hluta pústsins
-Þar sem ég hef gert ýmsar breytingar sem bæta loftflæði að og frá vél þyrfti að auka aðeins við bensínmagnið, er að hugsa um að setja annann lofthitaskynjara við hliðina á loftsíunni þar sem loftið er mun kaldara og neminn gefur þ.a.l. tölvunni boð um að styrkja blönduna. Á samt eftir að hugsa málið aðeins betur.
-Hugsanlega smíða gormafjöðrun að aftan.
-Setja eitt sæti afturí jeppann og minnka bensínbrúsagrindina (erum orðin 3 manna fjölskylda).
Þetta er svona það helsta sem liggur fyrir fyrir utan að sinna öllu viðhaldi sem þarf til að halda honum í 100% standi.
Kv. Freyr
Var að enda við að gjörbreyta loftinntakinu hjá mér. Nú er lögnin frá soggrein bara örstutt og sver og K&N sía. Plata lokar svæðið yfir frambrettinu vm. frá heita loftinu í húddinu og þar er sían staðsett. Er svo með auka lögn gegnum toppinn á hvalbaknum og hef möguleika á að tengja loftinntakið inn í bíl. Á bara eftir að finna lítið húdd scoop til að auka loftstreymið að síunni.
Límdi bút úr einangrunardýnu á plötuna til að einangra hana og svo álpappír utaná svampinn til að einangra enn betur.

Hitahlífin að verða klár:

Verið að leggja lokahönd á verkið:


Á "næstunni" stendur til að:
-Yfirfara kveikjukerfið
-Bora út throttle body
-Smíða upp á nýtt fremsta hluta pústsins
-Þar sem ég hef gert ýmsar breytingar sem bæta loftflæði að og frá vél þyrfti að auka aðeins við bensínmagnið, er að hugsa um að setja annann lofthitaskynjara við hliðina á loftsíunni þar sem loftið er mun kaldara og neminn gefur þ.a.l. tölvunni boð um að styrkja blönduna. Á samt eftir að hugsa málið aðeins betur.
-Hugsanlega smíða gormafjöðrun að aftan.
-Setja eitt sæti afturí jeppann og minnka bensínbrúsagrindina (erum orðin 3 manna fjölskylda).
Þetta er svona það helsta sem liggur fyrir fyrir utan að sinna öllu viðhaldi sem þarf til að halda honum í 100% standi.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
ætlar enginn að fara update-a alltaf gaman að skoða myndir af einhverju brasi !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
- Innlegg: 445
- Skráður: 08.feb 2011, 13:58
- Fullt nafn: elfar þór helgason
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: kópavogur
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
49cm wrote:ætlar enginn að fara update-a alltaf gaman að skoða myndir af einhverju brasi !
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 1244334182 hér geturu fylgst með lödu uppgerð hjá mér, allt að gerast, mála bílin á morgun eða hinn, hendi inn fleiri myndum um leið og ég finn myndavélina aftur
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
elfar94 wrote:49cm wrote:ætlar enginn að fara update-a alltaf gaman að skoða myndir af einhverju brasi !
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 1244334182 hér geturu fylgst með lödu uppgerð hjá mér, allt að gerast, mála bílin á morgun eða hinn, hendi inn fleiri myndum um leið og ég finn myndavélina aftur
Þú verður að opna fyrir albúmið þitt á Facebook þannig að allir geti skoðað það.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Nú er maður búinn að taka afturdrifið úr og í þrisvar sinnum frá því ég keypti bílinn í maí.
Í þetta sinn til að setja í læsingu.
Kláraði dæmið áðan og búinn að prófa og virkar þetta eins og við var að búast. Eini gallinn er auðvitað að bíllinn hlykkjast aðeins í beygjum á föstu undirlagi.
Eins og ég fékk hana:

Búinn að taka í sundur og þrífa:

Þessar eru kallaðar No-spin en heita annars Aussie locker ekki satt?
Svo er ég búinn að breyta loftdælubracketinu en á eftir að henda því á, þannig að vonandi hættir reimin að væla..
Í þetta sinn til að setja í læsingu.
Kláraði dæmið áðan og búinn að prófa og virkar þetta eins og við var að búast. Eini gallinn er auðvitað að bíllinn hlykkjast aðeins í beygjum á föstu undirlagi.
Eins og ég fékk hana:

Búinn að taka í sundur og þrífa:

Þessar eru kallaðar No-spin en heita annars Aussie locker ekki satt?
Svo er ég búinn að breyta loftdælubracketinu en á eftir að henda því á, þannig að vonandi hættir reimin að væla..
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Ég er að dunda mér við að raða saman Volvo B23 og B230FT í eina túrbóvél með hárri þjöppu, reikna með að ná 190-200 hö út úr því og setja þetta svo í Hilux
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Þetta er að mér sýnist lock right lás en ekki no spin en þetta virkar í sjálfu sér alveg eins.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Þetta er Lock-Rite lás, Detroit No-Spin notar ekki orginal carrier og er 100 sinnum sterkari.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Nú hva, alltaf er maður að láta plata sig! :)
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Startarinn wrote:
Ég er að dunda mér við að raða saman Volvo B23 og B230FT í eina túrbóvél með hárri þjöppu, reikna með að ná 190-200 hö út úr því og setja þetta svo í Hilux
Þarna slátraðir þú alveg rauðblokkinni með þessum lit.
En hverju breyttir þú í henni ? Einhverju á utan líka, er þetta úr 700 bíl ?
LC 120, 2004
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Raggi B. wrote:Startarinn wrote:
Ég er að dunda mér við að raða saman Volvo B23 og B230FT í eina túrbóvél með hárri þjöppu, reikna með að ná 190-200 hö út úr því og setja þetta svo í Hilux
Þarna slátraðir þú alveg rauðblokkinni með þessum lit.
En hverju breyttir þú í henni ? Einhverju á utan líka, er þetta úr 700 bíl ?
Það sem ég breytti er að ég notaði B23 kjallara í staðinn fyrir B230, B230 kjallarinn var mikið skemmdur eftir piston slap, ég taldi það ekki borga sig að bora hana út.
Ég fékk B23 blokk sem er mikið minna slitin og skipti um stimpilhringi og legur og renndi grunna skál ofan í stimpilkollana, enda þá með þjöppu uppá 1:9,5-9,8 í stað 1:8,7 eins og B230 vélin var, en ef ég hefði látið stimplana eiga sig væri þjappan um 1:10
Miklu sverari stimpilstangir, sverari legur og þrykktan sveifarás í stað steypts.
Einnig gerði ég rákir í heddið samkvæmt kenningum Somender Singh sjá: http://somender-singh.com/
Að öðru leyti fer B230 dótið utan á hana, mesta snilldin er svo að það er sama gatadeiling á svinghjólinu á B23-B230 og er á 3vze vélinni frá toyota, svo smíðin við að koma vélinni ofaní verður ekki nálægt því jafn flókin og ég átti von á
B230FT vélin kemur úr volvo 760 innfluttum frá Kanada minnir mig
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 445
- Skráður: 08.feb 2011, 13:58
- Fullt nafn: elfar þór helgason
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: kópavogur
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
ég er búinn að opna fyrir albumið hjá mér, ef þið getið ekki skoðað það, endilega bara adda mér, fer að update-a á næstunni þegar hræið er komið út
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Jæja þar sem jeppabakterían læknaðist ekki hjá mér eftir síðustu helgi, þá er ekkert annað hægt annað en að græja jeppann enn betur.
Núna er tölva og tölvuborð í farvatninu(til að maður drífi betur) ;)
Svo þarf ég að skipta út loftkúplingunni á framstuðaranum en hún er eitthvað gölluð þar sem hún heldur ekki slöngutenginu. Ætla líka að bæta við annarri kúplingu á afturstuðarann.
Svo er úrhleypibúnaðurinn alltaf heitur..
Núna er tölva og tölvuborð í farvatninu(til að maður drífi betur) ;)
Svo þarf ég að skipta út loftkúplingunni á framstuðaranum en hún er eitthvað gölluð þar sem hún heldur ekki slöngutenginu. Ætla líka að bæta við annarri kúplingu á afturstuðarann.
Svo er úrhleypibúnaðurinn alltaf heitur..
Re: Hvað er að gerast í skúrnum?
Þessa dagana er ég að færa afturhásinguna svo hún verður 21 cm aftar en orginal, um leið smíða ég A-link gormafjöðrun. Hér http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=7311 er linkur á þráð um breytingarnar.



Kv. Freyr



Kv. Freyr
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur