Góðan dag.
Félagi minn var að festa sér kaup á Terrano II 2.7 '00 á 33".
Hann vill endilega auka hjá sér aflið eitthvað.
Ég benti honum á að fá sér 2.5" pústkerfi, en spurninginn hverjir eru í því (og þá f. Terrano) ?
Svo er spurning með að skrúfa aðeins upp í olíuverkinu ?
Og svo eru nátturlega túrbínú ævintýri, hvað má hún blása miklu ?
Einhverjar reynslusögur ?
Þúsund þakkir.
Aflaukning Terrano II '00 ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 07.feb 2010, 18:02
- Fullt nafn: Svavar Örn
- Bíltegund: MMC Pajero '08 35"
Aflaukning Terrano II '00 ?
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------
Re: Aflaukning Terrano II '00 ?
Þessar vélar eru með tölvustýrðu olíuverki þannig að gamla skrúfjárnið virkar ekki. Það eru nokkrir seljendur á ebay sem eru að selja "tölvukubba" í þessa 2.7 bíla fyrir hóflegt verð; flestir gefa upp að þeir fari í 150hp eða svo með kubbunum. Kubbarnir eru flestir stillanlegir og e.t.v. hægt að fara hærra með því að opna pústið og hækka þrýstinginn á túrbínunni. Afgashitamælir er góð hugmynd í svoleiðis æfingar.
Það er hægt að fá "boost controller" fyrir klink á ebay sem tengist inn á slönguna í wastegate-membruna á túrbínunni og hækka þannig þrýstinginn. Hann er í sjálfu sér ekki krítískur á diesel, öfugt við bensínvélar - olíumagnið er krítíski þátturinn í diesel.
Það er hægt að fá "boost controller" fyrir klink á ebay sem tengist inn á slönguna í wastegate-membruna á túrbínunni og hækka þannig þrýstinginn. Hann er í sjálfu sér ekki krítískur á diesel, öfugt við bensínvélar - olíumagnið er krítíski þátturinn í diesel.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur