Toyota Hilux 38"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Bæði 5.71 drifin komin í og búinn að prófa.
Persónulega finnst mér þetta betra en 5.29. Þægilegra að taka af stað og svo nýtast gírarnir betur.
Ég kemst hægar, sem er plús, engin þörf á að komast hraðar.
Minna álag á kúplinguna, sem er plús.
Persónulega finnst mér þetta betra en 5.29. Þægilegra að taka af stað og svo nýtast gírarnir betur.
Ég kemst hægar, sem er plús, engin þörf á að komast hraðar.
Minna álag á kúplinguna, sem er plús.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Toyota Hilux 38"
áttu 5.29 hlutfall sem má rífa ásamt keisingu til samanburðar fyrir mig í svolitlum vandræðum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
já þú mátt skoða eða fá lánað og taka í sundur brotna afturdrifið með læsingunni, svo lengi sem ég fæ það aftur :)
S: 8626087
S: 8626087
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Toyota Hilux 38"
Sæll, ég get ekki séð betur en að vinur föður míns hafi átt þennan bíl fyrir löngu síðan, ob 085. Hann var með 5:71 í honum þá, og virkaði hann mjög vel.
Hey strákar!!! Læsingar eru fyrir klaufa ;)
K.v.Hjörvar
Hey strákar!!! Læsingar eru fyrir klaufa ;)
K.v.Hjörvar
-
- Innlegg: 35
- Skráður: 13.sep 2010, 18:40
- Fullt nafn: Sindri Sigurðsson
Re: Toyota Hilux 38"
Hjörvar Orri wrote:Sæll, ég get ekki séð betur en að vinur föður míns hafi átt þennan bíl fyrir löngu síðan, ob 085. Hann var með 5:71 í honum þá, og virkaði hann mjög vel.
Hey strákar!!! Læsingar eru fyrir klaufa ;)
K.v.Hjörvar
Ætlaru þá að taka læsingarnar úr Runnernum ?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Gaman að heyra að hann hafi reynst vel.
Allar gamlar upplýsingar eru vel þegnar.
Hann er samt ekki búinn að eiga nema 6 eða 7 eigendur.
Allar gamlar upplýsingar eru vel þegnar.
Hann er samt ekki búinn að eiga nema 6 eða 7 eigendur.
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Toyota Hilux 38"
Nei Sindri, ég ætla nú að prufa læsingarnar fyrst þær eru í nýja fína bílnum hehehe.
En sá sem átti bílinn, og er vinur hans pabba, hugsaði um hann eins og gull. Keypti bílinn úr kassanum, keyrði honum beint inní skúr og breytti honum. Hann átti bílin í nokkur ár, og á hverju hausti reif hann allt innan úr honum, nema mælaborðið og þreif/skeindi honum bókstaflega. Ég er ekki að ýkja þetta því hann gerir þetta enn þann dag í dag. Bíllinn reyndist fjári vel, hann braut einu sinni frammdrifið í honum, og hann var alltaf ólæstur hjá honum.
Eins og búið er að koma framm, þá er þetta gamall bíll, og þú ert búinn að lenda í helvítis basli með hann, en þegar hann er kominn í lag að þá verður þú ekki svikinn. Ég var sjálfur að kaupa mér gamlan jeppa, sem ég hef þurft að herða soldið uppá.
En sá sem átti bílinn, og er vinur hans pabba, hugsaði um hann eins og gull. Keypti bílinn úr kassanum, keyrði honum beint inní skúr og breytti honum. Hann átti bílin í nokkur ár, og á hverju hausti reif hann allt innan úr honum, nema mælaborðið og þreif/skeindi honum bókstaflega. Ég er ekki að ýkja þetta því hann gerir þetta enn þann dag í dag. Bíllinn reyndist fjári vel, hann braut einu sinni frammdrifið í honum, og hann var alltaf ólæstur hjá honum.
Eins og búið er að koma framm, þá er þetta gamall bíll, og þú ert búinn að lenda í helvítis basli með hann, en þegar hann er kominn í lag að þá verður þú ekki svikinn. Ég var sjálfur að kaupa mér gamlan jeppa, sem ég hef þurft að herða soldið uppá.
-
- Innlegg: 120
- Skráður: 24.mar 2011, 00:42
- Fullt nafn: Böðvar Stefánss
- Bíltegund: Chevy Silverado 6.6
Re: Toyota Hilux 38"
Sæll Hörður. Ég á uþb allt sem þig vantar tilað gera þennan Hilux enn betri. Þ.e 4runner sæti, mælaborð með snúningshraðamæli, loftlæsta afturhásingu og loftdælu. 5.71 hlutföll, koni dempara og ýmislegt fleira. og það fylgir ágætis v6 4runner með í kaupbæti. Þetta gæti allt fengist á ágætu verði
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Já gaman að heyra þetta með fyrsta eigandann.
En segðu mér, var honum breytt strax á 38"?
Ég komst að því að honum hefði verið breytt árið 1995 en ég veit ekki hvort það hafi verið 35", 38" breyting eða hvað. Veist þú það Hjörvar?
Það sem mér finnst skondnast í þessum bíl er að þessi slitnu dekk sem undir honum eru, komast ekki alveg fyrir.
Þegar beygt er vel til hægri narta hægri framdekkin í sílsinn :/
En segðu mér, var honum breytt strax á 38"?
Ég komst að því að honum hefði verið breytt árið 1995 en ég veit ekki hvort það hafi verið 35", 38" breyting eða hvað. Veist þú það Hjörvar?
Það sem mér finnst skondnast í þessum bíl er að þessi slitnu dekk sem undir honum eru, komast ekki alveg fyrir.
Þegar beygt er vel til hægri narta hægri framdekkin í sílsinn :/
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
rottinn wrote:Sæll Hörður. Ég á uþb allt sem þig vantar tilað gera þennan Hilux enn betri. Þ.e 4runner sæti, mælaborð með snúningshraðamæli, loftlæsta afturhásingu og loftdælu. 5.71 hlutföll, koni dempara og ýmislegt fleira. og það fylgir ágætis v6 4runner með í kaupbæti. Þetta gæti allt fengist á ágætu verði
haha já þú segir það, leyfðu mér að sofa á þessu(í maaargar nætur)!
Re: Toyota Hilux 38"
hobo wrote:rottinn wrote:Sæll Hörður. Ég á uþb allt sem þig vantar tilað gera þennan Hilux enn betri. Þ.e 4runner sæti, mælaborð með snúningshraðamæli, loftlæsta afturhásingu og loftdælu. 5.71 hlutföll, koni dempara og ýmislegt fleira. og það fylgir ágætis v6 4runner með í kaupbæti. Þetta gæti allt fengist á ágætu verði
haha já þú segir það, leyfðu mér að sofa á þessu(í maaargar nætur)!
mælaborð úr 89-91 hilux/4r passar ekki í 92+
það er barki í 89-91 sem er ekki í 92+
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Toyota Hilux 38"
Sæll Hörður. Ég var að tala við bróðir minn, og ég var að segja honum frá bílnum. Þetta er líklegast rugl í mér. Honum var líklegast breitt á 33" eða 35" og svo 38". Ég er fæddur '86, og á þessum árum voru þetta allt nýjir flottir jeppar fyrir mér á stórum dekkjum ;) En pabbi og frændur mínir keyptu allir Nýja diesel Hiluxa '89, og þá var farið í að skrúfa stóru dekkin undir og lækka drifin. Pabbi var með no-spin fr. og af. á sínum, og virkaði þetta bara vel. En þegar þessi bíll fór í fyrstu ferðina, þá líklegast á 33" eða 35", þá gaf hann ekkert eftir við í samanburði við 38". Og svo þegar 38" fór undir, þá var þetta oftast fremsti bíllinn í ferðinni.
Ég var að lesa það sem búið er að koma framm ofar á þræðinum, varðandi hlutföll, en þá mundi ég hafa 5:71. Þá ertu kominn með möguleika á að komast hægar í þungu færi. Ég var sjálfur með 5:29 í gamla diesel hiluxnum mínum, ég hefði oft verið til í 5:71 í þungu færi.
K.v.Hjörvar
Ég var að lesa það sem búið er að koma framm ofar á þræðinum, varðandi hlutföll, en þá mundi ég hafa 5:71. Þá ertu kominn með möguleika á að komast hægar í þungu færi. Ég var sjálfur með 5:29 í gamla diesel hiluxnum mínum, ég hefði oft verið til í 5:71 í þungu færi.
K.v.Hjörvar
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Gaman að heyra. Bensínbíllinn hefur kannski þann kost að vera léttari en dísel.
5.71 er málið fyrir mig þangað til annað kemur í ljós.
5.71 er málið fyrir mig þangað til annað kemur í ljós.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
10,68 ltr á hundraðið í langkeyrslu. Maður getur ekki annað en verið sáttur við það á 19 ára gömlum bensínbíl á 38" :)
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Toyota Hilux 38"
Já sæll. Það er nú bara svipað og súkka eyðir á 33" ÉG hef altaf heyrt að bæði 2,4 bensín og V6 bensín bílarnir eyði svipað og 8cyl vél.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Þess má geta að þessi mæling var gerð með GPS en ekki með kolvitlausum hraðamæli.
5.71 hlutföll og kerlingalegt aksturslag mitt hefur örugglega haft sitt að segja.
Ferðahraðinn við bestu skilyrði, (malbik og lárétt) var um 75-80 km/klst.
Inn í þessu voru allnokkrar heiðar og brattir hálsar.
ps: Bíllinn vigtaði 2,2 tonn í ferðinni, sneisafullur af fjölskyldu, bensíni og útilegudóti.
5.71 hlutföll og kerlingalegt aksturslag mitt hefur örugglega haft sitt að segja.
Ferðahraðinn við bestu skilyrði, (malbik og lárétt) var um 75-80 km/klst.
Inn í þessu voru allnokkrar heiðar og brattir hálsar.
ps: Bíllinn vigtaði 2,2 tonn í ferðinni, sneisafullur af fjölskyldu, bensíni og útilegudóti.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Toyota Hilux 38"
Þetta er nú bara alveg ásættanleg eyðsla. Ég hugsa að pattinn minn sé með svona 13-14 á hundraði. miðað við 90-100. Ég keyri hann nú vanalega ekki mikið yfir 90. hann er 2,2 tonn með hálfum tanki af olíu. Ég á eftir ða vigta hann með fullum tanki.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Svo segja menn, en ekki samkvæmt þessu http://gearinstalls.com/410suck.htm
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Toyota Hilux 38"
Þú ert að tala um að laga setuna? áttu þá ekki við að hækka sætið bara?[/quote]
Já og breita sleðunum , Eða auðvitað skipta um sæti því hilux sæti eru ógeðsleg.[/quote]
Okey. Eru ekki sömu sæti í 4runner og hilux?[/quote]
ég lét svört leðursæti með rafmagni í úr BMW E32 7-línu í lúxann hjá mér og það er sko að gera sig!
ég sit í sætinu í staðin fyrir að liggja, farþegar hafa allavega ekki kvartað hingað til undan sætunum í lúxanum hjá mér ;)
Já og breita sleðunum , Eða auðvitað skipta um sæti því hilux sæti eru ógeðsleg.[/quote]
Okey. Eru ekki sömu sæti í 4runner og hilux?[/quote]
ég lét svört leðursæti með rafmagni í úr BMW E32 7-línu í lúxann hjá mér og það er sko að gera sig!
ég sit í sætinu í staðin fyrir að liggja, farþegar hafa allavega ekki kvartað hingað til undan sætunum í lúxanum hjá mér ;)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Nokkrar myndir frá því þegar ég stillti inn nýtt afturdrif með nýjum legum. Gamli ARB RD01 loflásinn var orðinn ónýtur eins og drifið sjálft, allt brotið og bramlað. Það hafði ekki verið skipt um olíu í langan tíma.
Ég setti því lásinn til hliðar og skellti opnu mismunadrifi í staðinn svona til að geta notað bílinn. Þessu fyrirkomulagi verður því örugglega bölvað þegar/ef kemur að fyrstu festu.
Eins og það kom undan bílnum, ekki nógu gott..



Opna mismunadrifið

Drifhúsinu var skellt í þvottavél og þá gat maður byrjað á mælingum.

Svona kom þetta út eftir fyrstu tilraun, ekki nógu gott.
Það þurfti 5,5 mm af skinnum undir pinion til að ná þessu góðu, er ekki með myndir af því mynstri í tölvunni..

Ég setti því lásinn til hliðar og skellti opnu mismunadrifi í staðinn svona til að geta notað bílinn. Þessu fyrirkomulagi verður því örugglega bölvað þegar/ef kemur að fyrstu festu.
Eins og það kom undan bílnum, ekki nógu gott..



Opna mismunadrifið

Drifhúsinu var skellt í þvottavél og þá gat maður byrjað á mælingum.

Svona kom þetta út eftir fyrstu tilraun, ekki nógu gott.
Það þurfti 5,5 mm af skinnum undir pinion til að ná þessu góðu, er ekki með myndir af því mynstri í tölvunni..

-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Nú er allt á fullu í skúrnum, er að skipta um trissuhjólslegu í AC loftdælunni og ákvað að skipta út sveitamix-stútunum fyrir nýjum.

Smá mix..

Svo var ráðist í að skipta út vinstra brettinu, en ég er búinn að endurnýja það hægra og skera úr síls og sjóða í.


Þetta gat rak ég augun í sem er staðsett beint fyrir aftan öryggjaboxið undir hvalbaknum. Ekki gott að fá vatnsbunu þar inn..


Aðeins tekið úr síls til að dekkin hætta að rekast í. Annað gat þarna líka..


Smá mix..

Svo var ráðist í að skipta út vinstra brettinu, en ég er búinn að endurnýja það hægra og skera úr síls og sjóða í.


Þetta gat rak ég augun í sem er staðsett beint fyrir aftan öryggjaboxið undir hvalbaknum. Ekki gott að fá vatnsbunu þar inn..


Aðeins tekið úr síls til að dekkin hætta að rekast í. Annað gat þarna líka..

-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Toyota Hilux 38"
Flott hjá þér, það er gaman að sjá þennan í góðum höndum í dag.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Ja maður reynir að veita þessum það dekur sem honum hefur lengi vantað.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Nú er búið að skera burtu ryðið og eru samtals 7 bætur sem þarf að sjóða í, bara á þessum blett!
Ég missti mig aðeins með skrúfjárnið og kom þá ýmislegt í ljós.
T.d var ryðblettur undir kúplingsdælunni, en skrúfjárnið fór beint inn í bíl. Bæði fyrir ofan og neðan innra brettið..
Dælan var því tekin frá ásamt kaplasúpu og allt skorið í burtu þar.
Það sem átti bara að vera smá skurður af síls endaði sem major ryðbótavinna.
Ótrúlegt hvernig maður nennir þessu miðað við hvað mér finnst boddívinna leiðinleg.
Ég missti mig aðeins með skrúfjárnið og kom þá ýmislegt í ljós.
T.d var ryðblettur undir kúplingsdælunni, en skrúfjárnið fór beint inn í bíl. Bæði fyrir ofan og neðan innra brettið..
Dælan var því tekin frá ásamt kaplasúpu og allt skorið í burtu þar.
Það sem átti bara að vera smá skurður af síls endaði sem major ryðbótavinna.
Ótrúlegt hvernig maður nennir þessu miðað við hvað mér finnst boddívinna leiðinleg.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Allt að gerast, byrjaður að loka götunum.

Við kúplingsdæluna


Já þetta varð aðeins meira en ég bjóst við..

Alveg eðalvél í svona vinnu.

Bara stilla efnisþykktina og byrja að sjóða. (þetta er lánsvél, ég er ekki svo heppinn að eiga hana)

Fiffaði Patrol-held dráttaraugu um daginn, framan og aftan, úr lásum og efnisþykkum prófíl sem ég átti til.


Við kúplingsdæluna


Já þetta varð aðeins meira en ég bjóst við..

Alveg eðalvél í svona vinnu.

Bara stilla efnisþykktina og byrja að sjóða. (þetta er lánsvél, ég er ekki svo heppinn að eiga hana)

Fiffaði Patrol-held dráttaraugu um daginn, framan og aftan, úr lásum og efnisþykkum prófíl sem ég átti til.

-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Nú er það nýjasta að frétta af þessum að búið er að ganga frá nýjum frambrettum og loka hjólaskálum að framan með plasti. (nokkuð síðan reyndar..)
Nýju brettin voru "made in taiwan" og var gatið fyrir útvarpsloftnetið vitlausu megin. Cb loftnetið fékk að halda sér hinu megin og lagði ég því nýja snúru aftur á pallhús þar sem var loftnet fyrir og er ég núna með svakaleg útvarpsskilyrði..
Trissuhjólið á ac dælunnni sem fékk yfirhalningu um daginn er ekki í flútti við sveifaráshjólið og er því á dagskránni að laga það, þar sem leiðinda hljóð heyrist öðru hverju.
Svo síðast en ekki síst er afturdrifið á leiðinni undan enn einu sinni. No-spin læsing er komin í hús og er því ekki eftir neinu að bíða. Það verk er á forgangslista :)
Nýju brettin voru "made in taiwan" og var gatið fyrir útvarpsloftnetið vitlausu megin. Cb loftnetið fékk að halda sér hinu megin og lagði ég því nýja snúru aftur á pallhús þar sem var loftnet fyrir og er ég núna með svakaleg útvarpsskilyrði..
Trissuhjólið á ac dælunnni sem fékk yfirhalningu um daginn er ekki í flútti við sveifaráshjólið og er því á dagskránni að laga það, þar sem leiðinda hljóð heyrist öðru hverju.
Svo síðast en ekki síst er afturdrifið á leiðinni undan enn einu sinni. No-spin læsing er komin í hús og er því ekki eftir neinu að bíða. Það verk er á forgangslista :)
Re: Toyota Hilux 38"
Glæsilegur! Næstum því eins flottur og minn :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Hjalti_gto wrote:Glæsilegur! Næstum því eins flottur og minn :)
hehe þú hefur beðið eftir því að segja þetta..
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Þessi jálkur er búinn að standa sig vel í vetur, aldrei klikkað í ferðum, 7 9 13.
Það er alltaf verið að breyta og bæta en þó aðallega bæta..
Splæsti í Esab lás að framan í vetur, pallhlerinn búinn að vera í yfirhalningu og sprauta hann á morgun.
Svo keypti ég notaðan miðjustokk úr 4Runner, þannig að núna er hann orðinn skrefinu nær því að vera " Hi Lux"



Það er alltaf verið að breyta og bæta en þó aðallega bæta..
Splæsti í Esab lás að framan í vetur, pallhlerinn búinn að vera í yfirhalningu og sprauta hann á morgun.
Svo keypti ég notaðan miðjustokk úr 4Runner, þannig að núna er hann orðinn skrefinu nær því að vera " Hi Lux"



-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Hér er allt að gerast.
Búinn að skipta út gömlu drullusokkunum fyrir nýjum og setti nýjar keðjur líka.
Rosalegt hvað þessi aðgerð gerir mikið fyrir gamlan hilux.
Svo er verið að leggja loftslöngur um allan bíl fyrir úrhleypibúnað þessa dagana. Loftkista með krönum er komin á sinn stað milli sætana og mælarnir líka. Nú er eigandinn farinn að bíða eftir fyrsta frosti :)
Búinn að skipta út gömlu drullusokkunum fyrir nýjum og setti nýjar keðjur líka.
Rosalegt hvað þessi aðgerð gerir mikið fyrir gamlan hilux.
Svo er verið að leggja loftslöngur um allan bíl fyrir úrhleypibúnað þessa dagana. Loftkista með krönum er komin á sinn stað milli sætana og mælarnir líka. Nú er eigandinn farinn að bíða eftir fyrsta frosti :)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Er svo gott sem búinn með fyrri áfangann af úrhleypibúnaðinum, þ.e klára að tengja loftið út að hjólum.
Þetta er ódýr útgáfa og hefur kostað hingað til um 35 þús frá Landvélum með 4x4 afsl.
Hér er verið að prufa kerfið.
Setti þetta svona upp, vinstra megin kemur loftið inn og út hægra meginn.
Svo er aftari kraninn við T-stykkið vinstra meginn, fyrir mælinn sem sýnir þrýsting í dekkjum, en ég valdi 1 bar mæli eða 15 pund.
Það er því mikilvægt að klikka ekki á því að opna inn á hann þegar meiri þrýstingur er á kerfinu. Ætla samt að bæta við einum felguventli einhversstaðar til að geta mælt meiri þrýsting í dekkjum, og til vara ef maður sprengir mælinn í hita leiksins..

Vinstri mælirinn er dekkjaþrýstingur og sá hægri fyrir þrýsting á kerfinu.

Splæsti líka í Led ljós í loftið, takkinn er til að kveikja annað ljós sem ég setti við baksýnisspegilinn.

Þetta er rosalegur munur frá litlu glóperunni sem var fyrir.

Megi komandi vetur vera snjóþungur og dimmur, amen :)
Þetta er ódýr útgáfa og hefur kostað hingað til um 35 þús frá Landvélum með 4x4 afsl.
Hér er verið að prufa kerfið.

Setti þetta svona upp, vinstra megin kemur loftið inn og út hægra meginn.
Svo er aftari kraninn við T-stykkið vinstra meginn, fyrir mælinn sem sýnir þrýsting í dekkjum, en ég valdi 1 bar mæli eða 15 pund.
Það er því mikilvægt að klikka ekki á því að opna inn á hann þegar meiri þrýstingur er á kerfinu. Ætla samt að bæta við einum felguventli einhversstaðar til að geta mælt meiri þrýsting í dekkjum, og til vara ef maður sprengir mælinn í hita leiksins..

Vinstri mælirinn er dekkjaþrýstingur og sá hægri fyrir þrýsting á kerfinu.

Splæsti líka í Led ljós í loftið, takkinn er til að kveikja annað ljós sem ég setti við baksýnisspegilinn.

Þetta er rosalegur munur frá litlu glóperunni sem var fyrir.

Megi komandi vetur vera snjóþungur og dimmur, amen :)
Re: Toyota Hilux 38"
æj, æj tu hefur valid slæman stad fyrir lokana. Nu er omogulegt ad nyta ser kakohitarana eda er kannski ekki svoleidis luksus orginal i runner:)hehe
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux 38"
Þetta er Hilux með 4Runner miðjustokk, hef heldur aldrei notað sætishitara þótt þeir séu til staðar í öðrum bílum :)
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Toyota Hilux 38"
Flott hjá þér Hörður :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: muggur og 1 gestur