Ný byrjaður í jeppasportinu og mig vantar eftirfarandi upplýsingar um hvað hleypir maður mikið úr 35" dekkjum þegar keyrt er í a)snjó B) malarvegi c) malbiki.
Er á Patrol
kveðja
Presturinn
p.s flott síða fyrir þá sem eru að byrja og vantar upplýsingar
Hleypa úr 35"
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Hleypa úr 35"
Þetta er eitthvað sem þú verður að finna út á þínum bíl því það er ekki sama hvort þú ert á 1500kg bíl eða 2500kg bíl, þar fyrir utan þá eru dekkjategundir mjög misjafnar, það er að segja hvernig þau bælast og svo leiðis. Á malbiki myndi maður hafa sem næst uppgefnum þrýstingi frá framleiðanda til að minnka óþarfa slit og eldsneytiseyðslu, á malarvegi þá kannski mýkir maður aðeins t.d 2-8 pund en það fer auðvita eftir dekkjategund og þyngd á bílnum, á snjó er þetta eitthvað sem þú bara prófar þig áfram með, það er það eina sem ég get ráðlagt þér. Þú þarf að finna þetta sjálfur eins og ég held flestir hafa gert og svo bara lærist þetta.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Hleypa úr 35"
Vertu algerlega óhræddur við að keyra 35" dekkin í 2-4 pundum ef allt er á kafi í snjó.
USA með Dana 60, C-6 skiptingu og 6,2 Diesel. 44" dekk.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Hleypa úr 35"
8-15 psi malarvegum... þegar ég var á 35" á 2 tonna bíl var ég oftast í 12psi á malarvegum. Í snjó fór ég alveg niður í 2 psi.... var samt oftast í kringum 3-5 psi enda bældust dekkin vel.
Það er misjafnt hvernig dekk þola úrhleypingar og stundum háð þyngd á bílum. Hvaða dekk eru þetta, hvaða felgurstærð (hæð) og hvaða árgerð/þyngd er þetta af patrol?
Kv.
Óskar Andri
Það er misjafnt hvernig dekk þola úrhleypingar og stundum háð þyngd á bílum. Hvaða dekk eru þetta, hvaða felgurstærð (hæð) og hvaða árgerð/þyngd er þetta af patrol?
Kv.
Óskar Andri
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hleypa úr 35"
Hvaða tegund af dekkjum ertu með undir bílnum? Mér skilst að BFG all terrain þoli ílla að það sé hleypt mikið úr þeim. Sjálfur á ég svona 33" BFG dekk og er með bíl sem er 1320kg á 33" þannig að ég ætla að prufa að heypa úr þeim niður í svona 3-4 pund við tækifæri. En núna er ég á dekkjum sem heita Hercules terra trac og þau eru frekar stíf. og bældust ekkert voða mikið þegar þau voru komin niður í 3-4 pund en ég hef séð mikið af trooper og einmitt patrol á 33"-35" með BGF dekkjunum. Og þetta virðast vera nokkuð vinsæl dekk. en eins og ég segi þá hef heyrt að BFG þoli ílla að það sé hleypt úr þeim En hef enga reynslu af því sjálfur. Þannig að það verður spennandi að prufa þessi dekk. ég hef ekkert notað þau. Þau áttu að fara undir wrangler sem að ég átti en svo seldi ég hann.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Hleypa úr 35"
Ég hef sjálfur góða reynslu af 35" BFG AT dekkjum en heyrði einmitt misfjanar sögur af þeim. Ég sleit rúmlega einum og hálfum gangi undir Hilux doublecap 1800kg. Hann var mikið notaður á fjöll, mikið hleypt úr og keyrt í snjó alveg í 2 pund án þess að skemma dekk nokkurntíman vegna hita. Þetta voru dekk á 15" háum felgum. Síðan hef ég rakið doldið þessar sögur til BFG dekkja sem voru fyrir 16" háar felgur og oft undir þungum bílum.... kanski er þetta vitleysa og kanski er reynsla manna af þessum dekkjum bara svona misjöfn...
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hleypa úr 35"
En þá er spurning afhverju dekkin ættu að vera verri fyrir 16" felgur heldur en 15" En það munar tommu í hæð og þar með getur verið að dekkið sé sterkara fyrir vikið. En allavega þá verður gaman að prufa þessi BFG dekk sem að ég á. Þau ættu nú varla að eyðileggjast við 1320kg bíl.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Hleypa úr 35"
Á 15" er meira gúmmí milli bana og felgu og hugsamlega brotin og bogarnir sem koma í hliðarnar ekki eins kröpp? Mín tilfinning er að vandamálasögur gagnvart þessum dekkjum tengist frekar þungum bílum enda er það frekar rökrétt, meiri þyngd, meira álag.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hleypa úr 35"
16" dekk eru líka oft meiri burðardekk oft fleiri striga/vírlög sem gera dekkin þyngri og þykkari sem svo gerir þau líklegri til að hitna meira og skemmast frekar við akstur á úrhleyptu.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Hleypa úr 35"
Eins komið hefur fram þá þarf að prófa sig áfram með þetta. Þegar ég var með 35" undir mínum Patrol fór ég niður í ca 17psi á malarvegum og fannst hann mjúkur og fínn við það. Mörgum fannst það alltof mikið en ekki mér. Er allfaf í ca 30psi á malbikinu.
Re: Hleypa úr 35"
Ég var að spjalla við Freysa áðan...skemmtileg tilviljun að 35" BFG bar´á góma. Hann sagði mér að vegna þess hvernig prófíllinn er í hliðunum á þessum dekkjum þoli þau mjög illa breiðari felgur en 10". Flest önnur 35" dekk eru fín á 12", en ALLS ekki BFG.
Ég hef trú á því að hann viti hvað hann syngur í þessu, enda búinn að hrærast í þessu lengi og tók þátt í að hanna AT405 dekkið.
kkv
Grímur (sem hrökklaðist af F4x4 vegna þess að vefnefnd gat ekki haldið aðganginum í lagi)
Ég hef trú á því að hann viti hvað hann syngur í þessu, enda búinn að hrærast í þessu lengi og tók þátt í að hanna AT405 dekkið.
kkv
Grímur (sem hrökklaðist af F4x4 vegna þess að vefnefnd gat ekki haldið aðganginum í lagi)
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hleypa úr 35"
Síðan hef ég rakið doldið þessar sögur til BFG dekkja sem voru fyrir 16" háar felgur og oft undir þungum bílum.... kanski er þetta vitleysa og kanski er reynsla manna af þessum dekkjum bara svona misjöfn...
Ég er búin að eyðileggja 4 stk af BFG AT og þau voru öll 15" dekk. Þau einfaldlega þoldu ekki úrhleypingu og enduðu með því að vírslitna upp við felgu.
Frábær dekk samt og sjálfsagt myndi ég fá mér BFG AT aftur ef ég færi á 35", en þá ætti ég líka til annan gang sem þolir að keyra á litlu lofti.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur