Jeppaveiki milli 60-70 km/h
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Sælir, ég er með jeppa á 44" DC, hann er með Patrol framhásingu og fær hressilega jeppaveiki milli 60-70km/h og það sem verra er að þegar ég hægi á honum hoppar hann alveg niður í 40km/h, vitið þið hvað er passleg stilling á toe in? þ.e hvað er mátulegt að hafa hann inn eða útskeifann? ég er búinn að heyra allskonar tölur en ætlaði að sjá hvort e-h hafi reynslu af þessu
Kv
Helgi Axel
898-6514
Kv
Helgi Axel
898-6514
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Þegar ég hjólastilli patrol á 44" set ég hjólin +0'22° innskeifni, orginalið er einhverstaðar kring um +0'08°
En svo er alltaf spurning með spindilhallann, hef stillt patrol með spindilhalla í 12° og líka spindilhalla í 2 gráðum, munurinn var mikill í akstri bæði rásfastari og þéttari í stýrinu sá sem var með 12 gráðurnar eins og ætla skyldi.
hæfilegur castor á 44" patrol myndi ég ætla að væri kring um 7-8 gráður.
En svo er alltaf spurning með spindilhallann, hef stillt patrol með spindilhalla í 12° og líka spindilhalla í 2 gráðum, munurinn var mikill í akstri bæði rásfastari og þéttari í stýrinu sá sem var með 12 gráðurnar eins og ætla skyldi.
hæfilegur castor á 44" patrol myndi ég ætla að væri kring um 7-8 gráður.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Sæll ég kann nú engar tölur í þessu sambandi en pattinn þarf að vera aðeins innskeifur, en það er líka mjög mikilvægt að spindillegurnar séu góðar, og ég hef líka fjarlægt þunnu skinnurnar sem eru undir lokunum á þeim til að stífa þetta frekar,
svo má ekki gleyma að nefna gúmmíin í þverstífunni þau mega ekki vera mjúk, reyndar er ég með stífa nælonfóðringu á hásingunni en orginal leguna uppi í grind og þetta svínvirkar.
kveðja Helgi
svo má ekki gleyma að nefna gúmmíin í þverstífunni þau mega ekki vera mjúk, reyndar er ég með stífa nælonfóðringu á hásingunni en orginal leguna uppi í grind og þetta svínvirkar.
kveðja Helgi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Ég er með ca 7°í spindilhalla, castor halli er orginal, ég hef prófað að hjólastilla hann með því að mæla á milli felgubrúna framan og aftan á felgu, felgan er 15" sem er 38,5cm 0,22° er ca 3mm munur millifram og aftur á felgu, ég prófaði mig áfram með það og hann hætti þessu í ca 2cm mun, mér fynnst það alltof mikið, 2/2=1cm 1/38,5*inv(tan)=1,48°
Kv
Helgi Axel
Kv
Helgi Axel
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Ekki veit ég hvort að þetta gagnist þér eitthvað. en mér skylst að flest allir jeppar séu hundleiðinlegir á 44" dekkjunum. en skáni svo á 46" Skylst að þetta hafi eitthvað með smíðina á dekkjunum. Semsagt 46" er betur hönnuð en 44" Annars er ég nú bara á 38" og þekki þar með þessa jeppa veiki. En annað sem að eg ætlaði að benda þér sem að ég hef frá manni sem er á 44" dekkjum og finnur ekki fyrir þessari jeppaveiki. Hann skar laus liðhúsin á framhásinguni og stilti hallan að mér skylst í 12° Hann heitir Guðni og kallar sig sukkaturbo hérna inná spjallinu. Ég mæli með að þú bjallir í hann og spyrjir hann útí þetta. Vonandi gagnast þessar upplysingar þér eitthvað. En eins og ég segi þá hef ég sára lítið vit á 44" og stærra þar sem að þessir 3 stóru jeppar sem að ég hef átt hafa allir verið á 38" En þó hefur það hvarlað að mér að skella 44" undir pattann minn :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
sæll settu nælonfóðringu í hliðarstífuna og málið er dautt er ný búinn að fara í gegnum þetta ferli skipti um allt snéri spindlum í 12 gráður hjólabil.0.08mm og alltaf var jeppaveiki setti nælonfóðringar og þá varð allt í lagi kostaði 100 kr gamalt bodílyft kubbur sem ég renndi til en fyrst var ég búinn að eyða 50.000 í ekki neitt og helling af vinnu og varahlutum var svo reiður að ég skaut bílinn með haglabyssu og er enn að týna úr honum höglin og sparsla í hann hann er eins og garðkanna í rigningu bunur í allar áttir og allt í lagi að pissa á gólfið í vondu veðri kveðja guðni
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
sukkaturbo wrote:s..........var svo reiður að ég skaut bílinn með haglabyssu og er enn að týna úr honum höglin og sparsla í hann hann er eins og garðkanna í rigningu bunur í allar áttir og allt í lagi að pissa á gólfið í vondu veðri kveðja guðni
Fékk hann Hlað eða eitthvað innflutt í sig? Hefði sjálfur valið 50gr.no2 og fullþrengt ef ég hefði verið í brjálæðiskasti og tæmt svo drusluna pinnalausa.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
87,6% viss um að þetta er þverstífan.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Orsökin er náttúrulega dekkin, en þar sem það er sennilega ekki vinsælt að henda þeim þá er bara að stífa allt upp sem getur valdið slagi í stýrisgangi og/eða hliðarslagi á hásingunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Ég er búinn að fynna út úr þessu, þetta var sittlítið af hverju, byrjaði á að taka þinnurnar undan spindillegunum og þá hvarf hoppið nánast alveg, svo hefur gúmmíið í skástífunni upp við grind verið orðið lélegt, því það kláraðist í ferð sem ég fór á laugardaginn og ég þurfti að keyra heim á -40 kmh,, hehe
Hafa menn verið að smíða fóðringar í þetta úr nylon? en verður ekki að vera gúmmi öðru megin til að leyfa e-h snúning á skástífuna þegar bíllinn fjaðrar?
Kv
Helgi Axel
Hafa menn verið að smíða fóðringar í þetta úr nylon? en verður ekki að vera gúmmi öðru megin til að leyfa e-h snúning á skástífuna þegar bíllinn fjaðrar?
Kv
Helgi Axel
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Það væri gaman að vita hvort menn hafa verið að setja Nylon fóðringu í báða enda á hliðarstífu eða annan endan eingöngu, og hvort það skipti þá máli hvoru megin hún sé sett.. Ég geri ráð fyrir að þú sért með radius arma fjöðrun að framan Helgi ?
Tókstu allar þynnurnar í burtu ofan á spindillegunum ?
Er stýristjakkur í jeppanum hjá þér ?
Kv.
Stjáni...
Sem er að berjast við samskonar vandamál !
Tókstu allar þynnurnar í burtu ofan á spindillegunum ?
Er stýristjakkur í jeppanum hjá þér ?
Kv.
Stjáni...
Sem er að berjast við samskonar vandamál !
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
skifti um spindilegur og hafði þær nýju mjög stífar virkaði ekki. Lagaðist þegar ég sett nylon í báða enda á hliðarstífunnu þá snarlagaðist bíllinn en það tók mig nokkra daga að treysta því að bíllinn væri kominn í lag og væri hættur við að reyna að fremja sjálfsmorð með að stökkva í sjóinn eða fram af háum vegköntum eða bara stökkva yfir á rangan vegarhelming en ég held að sukkan mín eigi heimsmet í hliðarstökkum jafnhjóla eða jafnfætis . kveðja Guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Stjáni Blái wrote:Það væri gaman að vita hvort menn hafa verið að setja Nylon fóðringu í báða enda á hliðarstífu eða annan endan eingöngu, og hvort það skipti þá máli hvoru megin hún sé sett.. Ég geri ráð fyrir að þú sért með radius arma fjöðrun að framan Helgi ?
Tókstu allar þynnurnar í burtu ofan á spindillegunum ?
Er stýristjakkur í jeppanum hjá þér ?
Kv.
Stjáni...
Sem er að berjast við samskonar vandamál !
Sæll Stjáni, ég tók allar þynnurnar undan spindillegunum, hann stórskánaði við það, mér var sagt að átakið á millibilsstöngina megi vera allt að 8kg fríhjólandi, ég mældi það ekki hjá mér, smurði bara vel í þetta.
en ég er bara með orginal Patrol fjöðrun að framan, held það leggist út á góðri íslensku sem Bronco fjöðrun :)
Ég er ekki búinn að setja tjakkinn í en græja það í sumar, er með nýjan stýrisdempara.
Það sem ég var að spá er að þegar bíllinn fjaðrar snýst lítillega upp á skástífuna og ef maður er kominn með stífar nylonfóðringar báðu megin hvað er það þá sem tekur upp þessa sveigju? Bæði þetta og að skástífan færist lítillega fram og aftur með hásingunni þegar hún fjaðrar, auðvitað er þetta mjög lítil hreifing en hún verður að vera til staðar til að bíllinn geti fjaðrað á þess að snúa upp á e-h og brjóta það á endanum.
Kv
Helgi Axel
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Ef bíllinn fjaðar eitthvað að ráði þá er erfitt að mæla með því að nota nylon fóðringar í báða enda á þverstífunni. Þá er það bara stífan sjálf sem verður að taka snúninginn á hásingunni og þar sem framstífan í patrol er ansi væn þá hlýtur að reyna verulega á festingarnar á hásingu og upp í grind og fóðringarnar.
Patrolinn virðist vera mjög viðkvæmur fyrir sliti/slagi í fóðringunum í þverstífunni. Þar má ekkert vera þá byrjar hann að hamast, sér í lagi ef undir honum eru skítadreifaradekk eins og 44" DC eða sambærileg.
Ég tel að hluti skýringarinnar sé þessi:
Þverstífan í Patrol er ekki bein, heldur er hún sveigð fram hjá drifkúlunni sem dregur mjög úr stífni hennar. Þó svo að stöngin sé efnismikil og sterk þá svignar hún undan stýrisátakinu. Nokkuð sem beinar stífur gera ekki svo neinu nemur. Þessi fjöðrun í stönginni bætist síðan við sveigjuna í báðum gúmíunum.
Stýrismaskína gefur af stærðargráðunni 1 tonn í átak út á togstöngina. Þegar bíllinn tekur "jeppaveikikast" þá er stýrismaskínan að hamast á stönginni á móti hjólunum og allt klabbið myndar sveiflukerfi. Átakið á togstöngina er því ýmist tog eða þrýstiákak upp á um 1 tonn eða svo. Þverstífan verður að halda á móti og því sömu kraftar þar á ferðinni eða +/- 1 tonn. (þið afsakið en réttara væri að tala um krafta og einingar í newton en þetta skilst vonandi)
Ég gerði tilraun með svona Patrol þverstífu í pressu og með hliðsjón af ofansögðu tékkaði ég á því hvað bilið milli boltanna í henni styttist mikið við 2 tonna átak. Þ.e með því að pressa á bolta sem var stungið gegnum fóðringarnar. Stífan sem ég var með var gömul og gúmíin mátulega drusluleg en virtust þó slaglaus. Við 2 tonna átak styttist hún um um 5-6 mm. Þar af sýndist mér um helmingur af því vera sveigjan í stönginni sjálfri, restin var eftirgjöf í gúmífóðringunum. Til samanburðar þá pressaði ég á nokkrar beinar þverstífur, t.d Patrol og Pajero afturstífur. Þær svignuðu nær ekkert og eina færslan í þeim var í gúmíunum.
Eftir þessar tilfæringar er enginn vafi í mínum huga að það fyrsta sem ætti að víkja í Patrol með jeppaveiki er þverstífan sjálf. Hennar í stað þarf að koma bein stífa - menn geta síðan valið í hana fóðringar eftir smekk. Líklega duga original fóðringarnar vel ef stífan milli þeirra er bein.
Patrolinn virðist vera mjög viðkvæmur fyrir sliti/slagi í fóðringunum í þverstífunni. Þar má ekkert vera þá byrjar hann að hamast, sér í lagi ef undir honum eru skítadreifaradekk eins og 44" DC eða sambærileg.
Ég tel að hluti skýringarinnar sé þessi:
Þverstífan í Patrol er ekki bein, heldur er hún sveigð fram hjá drifkúlunni sem dregur mjög úr stífni hennar. Þó svo að stöngin sé efnismikil og sterk þá svignar hún undan stýrisátakinu. Nokkuð sem beinar stífur gera ekki svo neinu nemur. Þessi fjöðrun í stönginni bætist síðan við sveigjuna í báðum gúmíunum.
Stýrismaskína gefur af stærðargráðunni 1 tonn í átak út á togstöngina. Þegar bíllinn tekur "jeppaveikikast" þá er stýrismaskínan að hamast á stönginni á móti hjólunum og allt klabbið myndar sveiflukerfi. Átakið á togstöngina er því ýmist tog eða þrýstiákak upp á um 1 tonn eða svo. Þverstífan verður að halda á móti og því sömu kraftar þar á ferðinni eða +/- 1 tonn. (þið afsakið en réttara væri að tala um krafta og einingar í newton en þetta skilst vonandi)
Ég gerði tilraun með svona Patrol þverstífu í pressu og með hliðsjón af ofansögðu tékkaði ég á því hvað bilið milli boltanna í henni styttist mikið við 2 tonna átak. Þ.e með því að pressa á bolta sem var stungið gegnum fóðringarnar. Stífan sem ég var með var gömul og gúmíin mátulega drusluleg en virtust þó slaglaus. Við 2 tonna átak styttist hún um um 5-6 mm. Þar af sýndist mér um helmingur af því vera sveigjan í stönginni sjálfri, restin var eftirgjöf í gúmífóðringunum. Til samanburðar þá pressaði ég á nokkrar beinar þverstífur, t.d Patrol og Pajero afturstífur. Þær svignuðu nær ekkert og eina færslan í þeim var í gúmíunum.
Eftir þessar tilfæringar er enginn vafi í mínum huga að það fyrsta sem ætti að víkja í Patrol með jeppaveiki er þverstífan sjálf. Hennar í stað þarf að koma bein stífa - menn geta síðan valið í hana fóðringar eftir smekk. Líklega duga original fóðringarnar vel ef stífan milli þeirra er bein.
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Sælir ég á nú svoldið erfitt með að trú að þverstífan í patrol sé að svigna, þar sem hún er massíf , heil í gegn ekki rör, en ok kanski ? en eins og ég sagði fyrr í þræðinum þá er ég búinn að setja nælon í endann á hásingunni og ég var nú bara ekkert að svínherða þetta þannig að ég held að þetta hreyfist í plastinu eða fóðringunni en þetta er svo hrikalega lítil hreyfing spáið í það, :) svo er ég búinn að setja þessa 80 Cruser fóðringu í endann uppi ( ekki segja neinum) og þetta er bara að virka, það er hægt að fá 2 mismunandi fóðringar úr crusernum, önnur er fyrir 14mm bolta og hin 16 mm bolta og ég tók 16 mm, minna gúmmí, minni hreyfing ekki satt?
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Blessaður Helgi, ég keyrði aftan við þig og við hliðina á þér í gær og sá að felgan eða hjólnáið er kolskakkt v/m að framan og pottþétt að orsaka titring og rykki í stýrið.
Skoðaðu það áður en þú klórar þér meira
mbk. Sævar á ljótum svörtum subaru
Skoðaðu það áður en þú klórar þér meira
mbk. Sævar á ljótum svörtum subaru
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Brjótur wrote:Sælir ég á nú svoldið erfitt með að trú að þverstífan í patrol sé að svigna, þar sem hún er massíf , heil í gegn ekki rör, en ok kanski ? [...]
kveðja Helgi
Þú ert ekki einn um að eiga erfitt með að trúa því. En sveigurinn í stífunni veikir hana verulega m.v ef hún væri bein. Sem er líklega einmitt ástæðan fyrir því að Nissan hefur hana massíva.
Mælingar ljúga sem betur fer ekki, það var skondið að sjá þennan hlunk svigna í pressunni um 2-3 mm við 2 tonna átak á meðan tannstöngullinn sem er í gömlum pajero að aftan gaf svo lítið eftir að það mældist ekki.
kv.
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Sæll Sævar já varst það þú á svarta subaróinum man eftir honum, ekki oft sem maður sér þessa bíla núna :) en ok já fannst þér þetta vera eitthvað skakkt þarna er samt nýleg lega og stútur, kanski felgan sé ekki alveg eins og hún á að vera,
en takk fyrir ábendinguna Sævar ég skoða þetta, bíllinn er samt fjandi góður í stýri eftir að ég setti þessa fóðringu í efri endann í síðustu viku .
kveðja Helgi
Ps. við erum nú tveir Helgar hérna á þessum þræði og það er Helgi Axel sem er að berjast við jeppaveikina en ég skoða þetta samt
en takk fyrir ábendinguna Sævar ég skoða þetta, bíllinn er samt fjandi góður í stýri eftir að ég setti þessa fóðringu í efri endann í síðustu viku .
kveðja Helgi
Ps. við erum nú tveir Helgar hérna á þessum þræði og það er Helgi Axel sem er að berjast við jeppaveikina en ég skoða þetta samt
Síðast breytt af Brjótur þann 30.apr 2011, 20:03, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Jamm þetta er allavega það mikil skekkja að líklega er þetta felgumiðjan, myndi allavega prufa að setja hjólið í ballanseringavél þá sést það strax. v/m að framan.
mbk. Sævar
mbk. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Sælir.
Hvað er að frétta hér ? Ertu búinn að setja Nylon fóðringu í skástífu ?
Væri gaman að heyra hvort þú hafir klórað þig í gegnum vandann.
Kv
Stjáni
Hvað er að frétta hér ? Ertu búinn að setja Nylon fóðringu í skástífu ?
Væri gaman að heyra hvort þú hafir klórað þig í gegnum vandann.
Kv
Stjáni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Jeppaveiki milli 60-70 km/h
Þið verðið að athuga þegar hjólabil er stillt, þá er ekkert að marka að mæla í felgur sem eru valsaðar og soðnar saman.
Trúlega eru renndu felgurnar mun réttari.
Þegar ég stilli hjólabil þá set ég réttskeiðar á bremsudiskana ca.1.m á lengd,50 cm er þá á miðjum disk, mæli svo aftan og framan.
Þetta er nákvæmasta aðferð sem ég veit um.
Trúlega eru renndu felgurnar mun réttari.
Þegar ég stilli hjólabil þá set ég réttskeiðar á bremsudiskana ca.1.m á lengd,50 cm er þá á miðjum disk, mæli svo aftan og framan.
Þetta er nákvæmasta aðferð sem ég veit um.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur