L 200. Olíuverk


Höfundur þráðar
Francini
Innlegg: 31
Skráður: 19.jún 2010, 12:56
Fullt nafn: Hjalti Reynir Ragnarsson

L 200. Olíuverk

Postfrá Francini » 22.apr 2011, 17:13

Sælir.
Vantar smá upplýsingar hjá ykkur strákar/stúlkur .

Hér er mynd af vélinni sem ég er að setja ofan í hjá mér í staðin fyrir þá vél sem fyrir var.
Olíuverkið er aðeins öðruvísi á þessari vél sem ég tók úr en á þessari mynd er ég búinn að draga tvo hringi utanum sama stykkið (Rafmagn)

Veit bara ekki hvað á að fara í þennan tengil. Það var búið að klippa á tvo vír af þremur á tengi hjá mér sem var tengdur í síu á hinu verkinu. Sennilega var það gert til að losa sviss lykilinn úr sambandi við verkið. Einhverjar uppl. um þetta ?
Viðhengi
olíverk.jpg


Kveðja.
Hjalti R.R.
hjaltir@simnet.is
7704267


Billi
Innlegg: 34
Skráður: 23.mar 2010, 13:57
Fullt nafn: Brynjólfur Árni Gunnarsson
Bíltegund: Dodge RAM 1500 Hemi

Re: L 200. Olíuverk

Postfrá Billi » 25.apr 2011, 23:46

hvað efra tengið man ég ekki í augnablikinu hvað var

En neðradótið er ræsivörnin eða eitthvað þannig, fer í plastboxið þarna. Lyklarnir eru kóðaðir og er þetta lítil rás sem les kóðann og opnar lítinn segulloka sem opnar einhvernvegin fyrir verkið. Þetta bilaði í mínum bíl, ég startaði og startaði en ekkert gerðist. Mér var ráðlagt að brjóta þetta plastbox bara upp, taka þessa prentplötu sem er þarna en þá þarftu lóðbolta og aflóða þennan segulloka sem var minnir mig uppi í vinstra horni sé horft þarna aftan á þetta plastbox. Lóðaðu svo bara vír sem gefur 12V við þennan enda á segulspólunni og þá ætti þetta að vera í góðu lagi. Svo er hægt að setja rofa á þennan vír og fela inní bílnum og nota sem einskonar "þjófavörn" ;)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur