LeibbiMagg wrote:hvar sérð þú utanvegar akstur :)
engin leiðindi ég bara sé hann ekki

Hér er önnur mynd frá ykkur af utanvegaakstri.
Við jeppamenn eigum svo mikið undir högg að sækja í dag að við megum ekki við því að skilja svona för eftir okkur í drullu utanvegar, hvort sem myndir af þeim rata á netið eða ekki. Ég hugsa að svona aksur eins og sést á þessum myndum eigi töluverðan þátt í því að vegagerðin lokar öllu hálendinu á vorin að því er virðist eftir dagatali en ekki raun-aðstæðum.
Ég er ekki að skrifa þetta til að skamma neinn eða vera með leiðindi heldur vekja okkur öll til umhugsunar um hvaða afleiðingar svonalagað getur haft á ferðafrelsisbaráttu okkar.
Kveðja, Freyr Þórsson, gallharður jeppamaður ;-)