Búnaður á jökli

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Búnaður á jökli

Postfrá gislisveri » 04.mar 2010, 14:00

Tóti, þessari spurningu er beint til þín, en öll álit eru velkomin:
Hvað finnst þér heppilegt að hafa meðferðis á jökli, þ.e. persónulegan öryggisbúnað eins og sigbelti, línur og slíkt?
Sumsé ekki það sem viðkemur bílnum beinlínis, það er efni í annan þráð.
Hver væri skynsamlegur lágmarkspakki til að hafa í bílnum?



User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Tóti » 04.mar 2010, 14:22

Þetta fer allt eftir því hvað menn ætla sér að gera og hver kunnáttan er.

En segjum nú svo að þetta sé fyrir þennan almenna jeppakall sem ætlar sér á fjöll/jökla.

Ef menn lenda á sprungusvæði er ekki vitlaust að festa sig við bílinn meðan svæðið í kringum hann er kannað, og þá þarf eftirfarandi:
Hjálmur
Sigstóll
2 læstar karabínur
Tryggingartól
Klifurlínu 20-30m
Menn setja svona ekki upp ef kunnáttan er ekki fyrir hendi. Ég skal reyna að útbúa myndaseríu þar sem þetta er sýnt ýtarlega.

Auk alls þessa fer í minn bíl:
Snjóflóðaýlir
Snjóflóðaleitarstöng (tilvalin til að leita að sprungum og kanna þykkt á snjóbrúm)
Létt snjóflóðaskófla
Ísexi
Mannbroddar

Klifurhjálm, ekki einhvern iðnaðarhjálm sem ekki er smelltur því hann hendist af við minnsta högg.
Image

Sigstól. Þeir eru til í ótal útgáfum en einhver sæmilegur sigstóll á góðu verði er vel nothæfur fyrir jeppakalla. Ég á til dæmis einn eins og er á myndinni fyrir neðan.
Image

2 læstar karabínur
Image

Tryggingartól (gamla góða áttan virkar líka)
Image

Klifurlínu 20-30m (með teygju því það mýkir fallið)

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gislisveri » 04.mar 2010, 15:00

Tóti wrote:Þetta fer allt eftir því hvað menn ætla sér að gera og hver kunnáttan er.

En segjum nú svo að þetta sé fyrir þennan almenna jeppakall sem ætlar sér á fjöll/jökla.

Þetta er alveg nákvæmlega það sem ég átti við, svarar minni spurningu og gott betur.
Hvað ætli þetta kosti sem þú telur upp fyrst, amk. grófleg ágiskun?
Ég held ég eigi allt til nema tryggingartól (vissi reyndar ekki að það væri neitt annað en 8-tan gamla), hvað ætli það kosti?


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Búnaður á jökli

Postfrá birgthor » 04.mar 2010, 17:05

.
Síðast breytt af birgthor þann 16.jan 2022, 16:41, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Óskar - Einfari » 04.mar 2010, 17:23

Held að grigri sé helst til flókið, þótt að það sé þrælsniðugt. Túba eða reverso eru eitthvað sem allir eiga auðvelt með að læra á.... reverso er sniðugt með það að gera að það er auðvelt að búi til "einstreimisloka" á línuna, en ég held að það verði samt að leggja áherslu á einfaldleika í þessu. Listin frá Tóta er annars skotheldur. Menn verða að passa þessar siglínur/klifurlínur. Þetta á ekki að liggja með verkfærunum og olíunni í bílnum.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Búnaður á jökli

Postfrá birgthor » 04.mar 2010, 19:28

.
Síðast breytt af birgthor þann 16.jan 2022, 16:41, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Stebbi » 04.mar 2010, 20:06

En hvaða búnaður er heppilegur fyir þennan venjulega jeppamann sem hefur aldrei farið í svona línu og er ánægður með sjálfan sig þegar hann man eftir að taka með auka sokka og nær að binda pelastik rétt?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Óskar - Einfari » 04.mar 2010, 20:24

persónulega finnst mér grigri ekki flókið en bara þegar ég hef séð fólk vera að prófa grigri í fyrsta sinn að þá er alltaf óöriggi hjá viðkomandi... það er nú bara það sem ég er að spá í... kanski er þetta tóm vitleysa... túbur eru sennilega hentugasta ef verið er að spá í peningin....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá dabbigj » 04.mar 2010, 21:01

Ef að menn eru að hugsa um að bjarga eingöngu sér sjálfum að þá geta þeir komist af með bara línu, belti, prússiki og læstri karabínu þarsem að hugsunin er að þú tryggir þig við bíl eða einhverja aðra tryggingu eftir aðstæðum.

En auðvitað er best að menn taki sig til og fái einhverja til að kenna sér grunnatriði sprungubjörgunnar og þau atriði sem að þarf að hafa í huga við svona línuvinnu.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá dabbigj » 04.mar 2010, 21:06

Óskar - Einfari wrote:persónulega finnst mér grigri ekki flókið en bara þegar ég hef séð fólk vera að prófa grigri í fyrsta sinn að þá er alltaf óöriggi hjá viðkomandi... það er nú bara það sem ég er að spá í... kanski er þetta tóm vitleysa... túbur eru sennilega hentugasta ef verið er að spá í peningin....


Held að það sé einfaldast að menn noti prússik og læri bara að nota það rétt og grunnatriði við að bjarga sjálfum sér og öðrum úr sprungu frekar en að nota grigri þarsem að menn gætu freistast til að nota of grönn reipi og þarmeð verður það eina sem að grigri gerir að veita mönnum falska öryggiskennd.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Búnaður á jökli

Postfrá birgthor » 05.mar 2010, 16:20

Já þetta má sjálfsgt ræða fram og til baka.

Ef nota á túbu þá þarf alltaf að vera búinn að hnýta hana fasta eða vera með prúsik sem lás því ef einhver dettur er hann ekki að fara bremsa sig. En sá útbúnaður væri mjög flottur. Svo þyrfti reyndar að vera með annað prúsik til þess að geta komið sér upp.

Ef nota á grígrí verður að passa að nota rétta gerð af línu (þ.e.a.s. þykkt) svo er bara þrætt eins og myndin á grígríinu er og labbað út ef þér vantar lengri spotta er bara tekið í handfangið, nú ef þú dettur mun grígríið stoðva þig sjálft. Svo sá ég fyrir mér að hægt væri að smella línunni undir betri fótinn og vinna sig þannig upp, setjast svo bara í grígríið þess á milli.


Svo er náttúrulega aðalatriðið að kunna á þetta og alls ekki reyna að fara í sprúngubjörguna ef kunnáttan er ekki fyrir hendi því þá er bara hætta á því að það þurfi að bjraga þér og hinum síðar.

kv
Kveðja, Birgir

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Freyr » 07.mar 2010, 01:19

birgthor wrote:Já þetta má sjálfsgt ræða fram og til baka.

Ef nota á túbu þá þarf alltaf að vera búinn að hnýta hana fasta eða vera með prúsik sem lás því ef einhver dettur er hann ekki að fara bremsa sig. En sá útbúnaður væri mjög flottur. Svo þyrfti reyndar að vera með annað prúsik til þess að geta komið sér upp.

Ef nota á grígrí verður að passa að nota rétta gerð af línu (þ.e.a.s. þykkt) svo er bara þrætt eins og myndin á grígríinu er og labbað út ef þér vantar lengri spotta er bara tekið í handfangið, nú ef þú dettur mun grígríið stoðva þig sjálft. Svo sá ég fyrir mér að hægt væri að smella línunni undir betri fótinn og vinna sig þannig upp, setjast svo bara í grígríið þess á milli.


Svo er náttúrulega aðalatriðið að kunna á þetta og alls ekki reyna að fara í sprúngubjörguna ef kunnáttan er ekki fyrir hendi því þá er bara hætta á því að það þurfi að bjraga þér og hinum síðar.

kv


Þetta með að skella línunni undir fótinn og vinna sig upp er ekki alveg svona einfallt. Ef þú stígur í línuna strekkirðu svo á henni að það er ekki mögulegt að færa grígíið upp. Það verður að vera með prússik/júmmara/tiblock á línunni ofan við grígríið svo þyngdin fari í línuna ofan við það, þá er hægt að færa það upp.

Freyr

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Tóti » 07.mar 2010, 01:52

Ég mæli ekki með því að menn pæli í einhverri sprungubjörgun sé kunnáttan og þjálfunin ekki til staðar. Falli einhver í sprungu sem er þegar í línu væri best að henda niður til hans spilinu og hífa hann rólega upp. Menn verða samt að gæta að því að gera það rólega því dæmi eru um að menn hafi látist þegar spilvírinn hefur skorist inn í snjóinn og dregið þann í línunni með sér inn.
Sé þetta einfaldlega ekki nóg er mál að kalla á sérhæfða aðstoð.

Það sem jeppamenn ættu að einblína á er að falla ekki ofan í sprungur til að byrja með. Er að vinna að smá efni því tengdu til að birta hérna á vefnum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Stebbi » 07.mar 2010, 08:33

Tóti wrote:Það sem jeppamenn ættu að einblína á er að falla ekki ofan í sprungur til að byrja með. Er að vinna að smá efni því tengdu til að birta hérna á vefnum.


Er þá ekki lágmarksbúnaður fyrir þennan venjulega jeppamann sími, talstöð og sjúkrakassi. Ef að ég væri með kassa fullan af prússum, krí krí og hnútum þá væri ég alveg jafn ráðalaus ef einhver dytti í sprungu. Hugsanlega væri gott að hafa 30m siglínu til að slaka oní sprunguna, þá væri mögulega hægt að létta á þeim sem er þar oní ef hann er í ástandi til að binda í sig, og jafnvel draga hann upp.

Sprungubjörgun er fyrir fólk sem kann hana og hefur lært hvernig á að standa að henni ekki fyrir venjulega jeppamenn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gislisveri » 07.mar 2010, 09:42

Ég sé þetta þannig fyrir mér að ef maður getur verið í líflínu fastri í bílnum þegar maður þarf að spígspora í kringum hann á sprungusvæði sé maður í sæmilegum málum. Það þarf enga kunnáttu til þess, nema að binda hnútinn.
Hins vegar, ef síga þyrfti niður í sprungu eftir einhverjum, þá er mjög auðvelt að læra að síga með svona græju. Svo geta tveir menn auðveldlega híft þann þriðja upp úr sprungu með handafli ef línan og stóllinn eru fyrir hendi.
Að sjálfsögðu ætti að kalla á hjálp ef aðstæður eru á einhvern hátt tvísýnar, en að hafa svona búnað gæti í fyrsta lagi komið í veg fyrir að sprunga gleypi ferðalanginn, í öðru lagi haft mikið að segja meðan beðið er eftir hjálp, t.d. að síga niður til að hlúa að þeim sem liggur þar slasaður þar til hjálpin berst.
En það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir blessaðar björgunarsveitirnar, það er á hreinu.

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Búnaður á jökli

Postfrá SiggiHall » 07.mar 2010, 18:31

Er ekki lágmarks búnaður bara spotti til að hnýta sig í bílinn á sprungu svæði?? Eða er verið að tala um lágmarks búnað til að bjarga manni úr sprungu?


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Búnaður á jökli

Postfrá birgthor » 07.mar 2010, 19:00

Svo er það sem vanarlega vantar í flesta bíla og er ekki síðra eða jafnvel mikilvægara að hafa, það gott teppi eða tvö. Því ef einhver dettur í sprungu og lifir fallið af er mjög mikilvægt að halda á honum hita þangað til sérhæfð aðstoð berst.


kv
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gislisveri » 07.mar 2010, 19:46

Góður punktur, amk. eitt ullarteppi.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Freyr » 08.mar 2010, 11:01

"Hins vegar, ef síga þyrfti niður í sprungu eftir einhverjum, þá er mjög auðvelt að læra að síga með svona græju. Svo geta tveir menn auðveldlega híft þann þriðja upp úr sprungu með handafli ef línan og stóllinn eru fyrir hendi."

Það er útilokað að tveir menn geti híft þann þriðja upp úr sprungu með handaflinu einu saman. Viðnámið sem verður þegar línan skerst inn í snjóinn er ótrúlega mikið, tala nú ekki um þegar maðurinn er að koma yfir brúnina og er þá einnig að dragast að hluta gegnum snjóþekjuna. Þegar maður er hífður upp úr sprungu er oft notuð dobblun með 3:1 átaki og þá oft 3 menn sem toga. Þrátt fyrir 3x tog í kerfi með 3x aflaukningu (mínus núningstöp í kerfinu) þarf mjög lítið að bregða út af til að mennirnir 3 ráði ekki við að draga einn upp. Að auki er stórhættulegt að draga mann upp án þess að vera með einhverskonar einstefnuloka á línunni sem kemur í veg fyrir að maðurinn falli niður aftur ef mennirnir sem toga missa takið á línunni, hrasa o.s.frv. En undir vissum kringumstæðum er svosem í lagi að draga menn upp á handafli en skilyrðin eru þá þau að það séu töluvert margir sem draga og aðstæður góðar.

Mér líst vel á þessar pælingar með að vera í öryggislínu en ráðlegg mönnum frá því að ætla að ráðast í sprungubjörgun án þess að vera með viðeigandi þekkingu og reynslu.

Kveðja, Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gislisveri » 08.mar 2010, 12:10

Þarf á ekki að bæta blökk á listann?
Ég er alfarið á móti óútreiknuðum hetjuskap (eða eins og afi sagði, betra er að vera raggeit í smástund heldur en dauður alla ævi), en sprungur eru misdjúpar og aðstæður aldrei eins, ef manni þykir tvísýnt um heilsu þess sem liggur í sprungunni og langt er í björgun myndi maður að sjálfsögðu reyna sprungubjörgun þrátt fyrir reynsluleysi.
Það eru óteljandi ,,ef" í þessu og fátt sem getur talist rétt í öllum tilvikum. Umræðan getur hins vegar velt upp svona punktum sem gagnast þeim sem ekki hafa þjálfun frá björgunarsveit.

Hvað er hægt að setja undir línuna á brún sprungunnar til að minnka viðnámið og reyna að komast hjá því að hún skerist langt inn í skörina?

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Tóti » 08.mar 2010, 12:59

gislisveri wrote:Hvað er hægt að setja undir línuna á brún sprungunnar til að minnka viðnámið og reyna að komast hjá því að hún skerist langt inn í skörina?


Þarna kemur ímyndunaraflið sér vel. Það er hægt að smella bakpoka á brúnina, skófluskefti eða álkall samsíða sprungunni. Bara finna eitthvað sem er til staðar og sker ekki línuna/vírinn.

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gudlaugur » 02.okt 2010, 20:40

gislisveri wrote:Tóti, þessari spurningu er beint til þín, en öll álit eru velkomin:
Hvað finnst þér heppilegt að hafa meðferðis á jökli, þ.e. persónulegan öryggisbúnað eins og sigbelti, línur og slíkt?
Sumsé ekki það sem viðkemur bílnum beinlínis, það er efni í annan þráð.
Hver væri skynsamlegur lágmarkspakki til að hafa í bílnum?


Á ekkert að fara að koma með það ?? ? ? ?? Væri gott að fá uppl um hvað er gott að hafa meðferðis og hvað á alls ekki að gleyma að hafa meðferðis ;)


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Izan » 03.okt 2010, 17:44

Sælir

Ég myndi vera djarfur og segja að það sem þú átt að hafa meðferðis er þekking. Án hennar kemur allur heimsins búnaður að engum notum.

Með þekkinguna ertu líka fær um að segja sjálfur til um hvaða búnað þú þarft.

Kv Jón Garðar

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gudlaugur » 04.okt 2010, 08:23

Izan wrote:Sælir

Ég myndi vera djarfur og segja að það sem þú átt að hafa meðferðis er þekking. Án hennar kemur allur heimsins búnaður að engum notum.

Með þekkinguna ertu líka fær um að segja sjálfur til um hvaða búnað þú þarft.

Kv Jón Garðar


þar sem ég er nýliði í þessu þá er varla mikil þekking til staðar eða hvað ?

Einhver staðar þurfa menn að byrja að læra.... þess vegna spyr ég.

Kveðja: Guðlaugur Snorrason.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Búnaður á jökli

Postfrá Izan » 04.okt 2010, 11:24

Sæll

Þá byrjarðu á því að afla þér þekkingar.

Ef ég skil þetta rétt stendur Pétri og Páli til boða að taka þetta námskeið hvort þeir séu í björgunarsveit eða ekki. Þarna lærirðu undirstöðuatriði í notkun á línum og sigbeltum, broddum, ísexi, lærir tryggingar o.s.frv.

http://skoli.landsbjorg.is/Open/Course.aspx?Id=1699

Ég stend á því fastar en fótunum að án þekkingar koma heimsins græjur ekki að gagni.

Kv Jón Garðar

P.s. ef þú kannt ekki undirstöðuatriði og allavega að þekkja hætturnar sem klifri og sigi fylgir geturðu gert meira ógagn heldur en gagn ef til þess kemur að það þurfi að aðstoða einhvern. Ef þú kemur þér í álíka vanda og sá er í sem þú ert að koma til aðstoðar er vandamálið tvöfalt fyrir þann sem fyrir rest leysir það.

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Búnaður á jökli

Postfrá gudlaugur » 04.okt 2010, 11:36

Izan wrote:Sæll

Þá byrjarðu á því að afla þér þekkingar.

Ef ég skil þetta rétt stendur Pétri og Páli til boða að taka þetta námskeið hvort þeir séu í björgunarsveit eða ekki. Þarna lærirðu undirstöðuatriði í notkun á línum og sigbeltum, broddum, ísexi, lærir tryggingar o.s.frv.

http://skoli.landsbjorg.is/Open/Course.aspx?Id=1699

Ég stend á því fastar en fótunum að án þekkingar koma heimsins græjur ekki að gagni.

Kv Jón Garðar

P.s. ef þú kannt ekki undirstöðuatriði og allavega að þekkja hætturnar sem klifri og sigi fylgir geturðu gert meira ógagn heldur en gagn ef til þess kemur að það þurfi að aðstoða einhvern. Ef þú kemur þér í álíka vanda og sá er í sem þú ert að koma til aðstoðar er vandamálið tvöfalt fyrir þann sem fyrir rest leysir það.


Haha afsakið,, ég var að misskilja þetta allsvakalega. Ég stóð í þeirri trú að verið væri að tala um búnað vegna jeppaferðar á jökli :D þeas búnað sem maður þarf að hafa í bílnum, fyrir bílinn og fyrir manninn á jeppaferðum um jöklana. Skil ekki hvernig mér tókst að rangtúlka þetta svona, biðst forláts.

Kveðja Guðlaugur Snorrason.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur