Vélar í fox

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Vélar í fox

Postfrá birgthor » 06.apr 2011, 21:43

Sælir allir, nú eru miklar pælingar í gangi.

Hvaða volvo vélar var mest sett ofan í Sukku Fox og hverjir er kostir/gallar milli B18, B20, B23 og fleirri.

Ég er semsagt að velta fyrir mér hverskonar volvo vél væri hentugust.
Síðast breytt af birgthor þann 11.apr 2011, 12:23, breytt 1 sinni samtals.


Kveðja, Birgir


joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Re: Volvo vélar

Postfrá joias » 06.apr 2011, 21:56

Guðni Sveins á Siglufirði ætti að vita þetta. Hann er búin að prófa allt í sambandi við Súkku Fox með og án Volvo véla.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo vélar

Postfrá Einar » 07.apr 2011, 06:31

Allt er þetta nú náskylt. B18 og B20 eru að mestu sama vélin önnur 1,8L og hin 2,0L báðar með toppventla og undirlyftustangir. Þær voru í notkun þangað til í kringum 1976.
B21 og B23 eru eins og nöfnin gefa til kynna 2,1L og 2,3L, þær eru komnar með annað hedd og yfirliggjandi kastnás og leysa B18/B20 af hólmi. B19 var líka einhverntíma til og yngri útgáfur hétu B200, B230 og síðan voru ótal undirútgáfur einkenndar með mismunandi bókstöfum á eftir númerinu.
Allt góðar vélar og valið aðalega spurningu um smekk og hvað er í boði.


Krúsi
Innlegg: 125
Skráður: 31.jan 2010, 22:57
Fullt nafn: Markús Betúel Jósefsson

Re: Volvo TURBO

Postfrá Krúsi » 07.apr 2011, 07:40



JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Volvo vélar

Postfrá JHG » 07.apr 2011, 13:02

Alltaf gaman að ryfja upp gamla tíma :)

Ég átti langa súkku yfirbyggða (með íslensku húsi, ekki plasthúsinu) sem ég setti B20A í, hækkaði og setti undir hana 33" dekk (og komst bara ansi mikið).

Fyrst var ég með 73 model af B20A en hún var uppgefin 75 hestöfl. Eftir að ég stútaði henni þá áskotnaðist mér B20B, tveggja blöndunga vél (voru örugglega ekki margar hér á landi). Það var allt annað dæmi, skilaði um 120 hrossum og bíllinn var allur annar. Varð reyndar þreyttur á þessum tveimur blöndungum, reyf þá af og setti einn blöndung af B23 í staðinn. Við þetta var svo fjögurra gíra Volvo kassi.

Þessar vélar toguðu mjög vel, sem dæmi þá var litla systir að prófa súkkuna mína upp brekku (ekki mjög brött en brekka samt) og tók af stað í þriðja. Það var ekkert vandamál, var bara svolítið lengi upp :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 07.apr 2011, 13:16

Hann vill fá yfir 200000kr fyrir Volvo B230FK Túrbó vélina. Hvernig er B200F?
Kveðja, Birgir


Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

Re: Volvo vélar

Postfrá Blazer K5 » 07.apr 2011, 16:30

b200f er ágætismótor, eyðir ekki miklu en mér hefur alltaf þótt hann heldur máttlaus, þeas. í fólksbílnum. þetta er innspýtingarmótor með skynjaradrasli, airflow, oxygen og einhverjum knock sensorum. þetta er náttúrulega bara spuring eftir hverju þú ert að leita.

A mótorarnir eru einfaldir, bara blöndungur og ekkert vesen toga skemmtilega á lágum snúningi. á b21a handa þér fyrir lítið fé ef þú hefur áhuga

E mótorar eru svona í uppáhaldi hjá mér, þá ertu kominn með CI innspýtingu,= ekkert tölvudrasl sem bilar, þokkalegt afl en togið er á aðeins hærri snúning. eru líka hentugir til breytinga.
Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo vélar

Postfrá Stebbi » 07.apr 2011, 18:35

B230E væri upplögð í súkku fox, þá væri jafnvel hægt að nota sjálfskiptinguna við þann mótor. Það er örugglega hægt að finna einhverstaðar gamlan 240GLT volvo sem er falur fyrir mjög lítið fé til að nota sem donor, eða þá 16v mótor úr 740 bíl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 08.apr 2011, 09:13

Ég er neflilega buinn að finna einn mótor sem eigandinn segir vera B200E (ég hélt þetta hefði verið F) og er með skiptingu. Ég var svona að velta því fyrir mér hvort þetta væri sniðug lausn ofan í Fox sem ég er með, hann er skráður 850kg svo það er sjálfsagt helmings þyngd Volvosins. Hann er á 31" og fer kannski á 35" með tíð og tíma.

Það sem mig vantar er mótor sem eyðir rétt um 8-10 í rólegum innanbæjar akstri en væri allavega 100hp.

Er þetta bara ekki idealt?
Kveðja, Birgir


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Volvo vélar

Postfrá JHG » 08.apr 2011, 15:44

hmmm, ætli Volvoinn sé þá besti kandidatinn. Mín (langa) súkka með B20B var alltaf með í kringum 15 í bænum (reyndar ekki mikil rólegheit enda kostaði bensínið ekki handlegg og fót). Veit að það voru einhverjar súkkur með súkku Twin Cam vélinni (var um 120 hp ef minnið svíkur mig ekki, sem það gerir reyndar oft) og einhverjar með toyotuvélum (já og ekki má gleyma fiatinum).

En að öðru leiti þá væri Volvo fínn :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo vélar

Postfrá Stebbi » 08.apr 2011, 18:14

Volvo 240GLT var að losa rétt svo 1300kg og eyddi á milli 10 og 12 á hundraðið sjálfskiptur með 230E vélini. Ef að snúningnum er haldið í skefjum á svona fox með réttum hlutföllum þá ætti ekki að vera mikil breyting á þessum tölum. Volvoinn var á ca 1700rpm í 90 með overdrive'ið á, sjálfsagt mætti foxinn vera nær 1900-2000rpm miðað við að hann er aðeins meiri múrsteinn á vegi en volvo.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo vélar

Postfrá Einar » 08.apr 2011, 19:55

Súkkan sem ég átti einu sinni 1988 stuttur háþekja með orginal krami nema Rancho fjöðrum, Weber blöndungi og á 33" á stálfelgum var 1050kg með fullan orginal bensíntank. Eyðslan var yfirleitt 10-14 lítrar eftir aðstæðum en þessi blöndungur virkaði að vísu aldrei almennilega.


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 08.apr 2011, 20:30

Já það væri alveg fínnt ef þetta væri í kringum 10-12 lítrana, skiptir ekki öllu. Frekar að þetta séu gangvissir mótorar sem skili mér frá a-b hvernig sem viðrar ;)

Var orginal 1300 mótor í þínum Einar?
Kveðja, Birgir

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo vélar

Postfrá Einar » 08.apr 2011, 22:44

birgthor wrote:Var orginal 1300 mótor í þínum Einar?

Já fyrir utan blöndunginn.
Ég var alltaf að gæla við V8 Range Rover mótor þegar ég átti hann, það ætti ekki að vera meira mál að koma honum fyrir heldur en Ford V6 sem settur hefur verið í sumar Súkkur. Hann er mjög nettur og er léttari en margir 4 sílendra mótorar t.d. Volvo og eyðir engum ósköpum. Komst nú samt aldrei svo langt að mæla þetta út.
Best hefði verið að geta notað allt settið, vél , sjálfskiptingu og millikassa. Millikassinn í Range Rover leifir tiltölulega há drifhlutföll vegna þess að hann er örlítið niðurgíraður í háadrifinu og lága drifið er einnig mjög lágt.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo vélar

Postfrá Stebbi » 09.apr 2011, 10:34

Einar wrote: Hann er mjög nettur og er léttari en margir 4 sílendra mótorar t.d. Volvo og eyðir engum ósköpum.


Nú held ég að Austuríska lyklaborðið sé að stríða þér Einar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 09.apr 2011, 13:04

hehe, ég held að rover eyði ekki jafn mikið í 2t range og í 0.85t fox
Kveðja, Birgir

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo vélar

Postfrá Stebbi » 09.apr 2011, 16:37

Ef að þessi vél skilaði nú einhverju fyrir allt það bensín sem hún tekur þá væri sjálfsagt hægt að nota hana.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 09.apr 2011, 17:50

En aftur í Volvo, eru engar fleirri reynslusögur af B200E?

Nú eða aðrar góðar hugmyndir að léttum mótorum sem skila einhverju og eyða sem minnstu á móti. Svo að sjálfsögðu stæðsta skilirðið, lítið sem ekkert verð ;)
Kveðja, Birgir

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo vélar

Postfrá Einar » 09.apr 2011, 18:10

Stebbi wrote:Ef að þessi vél skilaði nú einhverju fyrir allt það bensín sem hún tekur þá væri sjálfsagt hægt að nota hana.

Ég átti einn svona árgerð 1988 3,5EFI og eyðslan var allt í lagi fyrir bíl í þessum þyngdarflokki, ég hef aldrei skilið hvaðan þessar tröllasögur koma með eyðslu á Range, en grunar þó að þær séu frá þeim tíma þegar þeir voru með tveimur Stromberg blöndungum sem engin virtist kunna að stilla til að vinna saman. Og það er nóg til af skemtilegu dóti í þær hjá tjallanum ef menn eru ekki sáttir við aflið (sem ég held að væri ekki vandamál í Súkku).

Hvað varðar að v8 rover vinni ekki vel þá lendir þessi vél yfirleitt í ósanngjörnum samanburði af því að hún er 8 sílendra. Það er alltaf verið að bera hana saman við vélar sem eru miklu stærri, raunhæfur samanburður er að bera hana saman við vélar sem eru svipaðar í rúmtaki og þær eru oftast 6 sílendra og þá kemur hún ágætlega út.

En nú skal ég hætta að trufla Volvo umræðuna.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo vélar

Postfrá Stebbi » 09.apr 2011, 18:56

birgthor wrote:En aftur í Volvo, eru engar fleirri reynslusögur af B200E?

Nú eða aðrar góðar hugmyndir að léttum mótorum sem skila einhverju og eyða sem minnstu á móti. Svo að sjálfsögðu stæðsta skilirðið, lítið sem ekkert verð ;)


VW 1.9TDI væri fín ef þú vilt ekki að þetta eyði neinu, bara spurning um að möndla einhvern gírkassa aftaná hana. Eins líka þá 2.5TDI úr VW Transporter eða Caravelle.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 09.apr 2011, 19:16

Ohhh mér leiðist einhvernvegin svo vw, en svo held ég að bensín sé skárra í svona buddu
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo vélar

Postfrá birgthor » 10.apr 2011, 18:25

Hvernig eru 2,3 bensín mússó/bens vélarnar, hvað ætli þær séu þungar? Mig minnir að þær séu um 150hp og eyða mjög hóflega.

Kannski hún sé of löng vél?
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vélar í fox

Postfrá birgthor » 11.apr 2011, 12:23

Er enginn sem hefur verið að gramsa í 2.3 mussó vélum?
Kveðja, Birgir

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélar í fox

Postfrá Sævar Örn » 11.apr 2011, 12:40

Hef aldrei gert við svoleiðis vélar en finnst þær leiðinlega kraftlausar miðað við eyðslu en þannig er það auðvitað í musso töluvert stærri bíl.


Ef þú fýlar ekki vw skil ég ekki hversvegna þér dettur musso í hug...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélar í fox

Postfrá Sævar Örn » 11.apr 2011, 12:43

ef þú ert með fox eða samurai þá eru til bolt on kit fyrir vw díselvélar, þ.e. adapter plate fyrir girkassa og stýri og rafkerfi og mótorpúða... alger snilld og passar fínt í bílana.

http://www.youtube.com/watch?v=ssP1g0qg ... re=related
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélar í fox

Postfrá Sævar Örn » 11.apr 2011, 12:47

og svo þetta... mótorhjólamótor

http://www.youtube.com/watch?v=NVer0uo0 ... re=related
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vélar í fox

Postfrá birgthor » 11.apr 2011, 18:16

Mér er ekkert illa við vw mótorna í sjálfu sér, frekar bara transporter bílana ;) ég er búinn að vinna svolítið á svoleiðis og mér þykja þeir svo máttlausir og gírkassar fljótir að fara. Þetta getur svosem bara verið rugl í mér þar sem þessir bíla sem ég hef prófað hafa verið mikið notaðir og kannski smá hnjaskaðir.

Mússó vélin er að mig minni 130-150 hp og í óbreyttum mússó sem é-er kynntist var hún að eyða 10-12 í blönduðu.
Kveðja, Birgir


rottinn
Innlegg: 120
Skráður: 24.mar 2011, 00:42
Fullt nafn: Böðvar Stefánss
Bíltegund: Chevy Silverado 6.6

Re: Vélar í fox

Postfrá rottinn » 11.apr 2011, 18:28

eg veit um einn fox med volvo b21T sem er örugglega falur fyrir minna en 200þus ef þu hefur ahuga


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vélar í fox

Postfrá birgthor » 11.apr 2011, 20:30

Ég á reyndar fox en félagi minn er að leita sér af svoleiðis, endilega sendu mér upplýsingar á birgir@kjalarnes.is
Kveðja, Birgir


rottinn
Innlegg: 120
Skráður: 24.mar 2011, 00:42
Fullt nafn: Böðvar Stefánss
Bíltegund: Chevy Silverado 6.6

Re: Vélar í fox

Postfrá rottinn » 11.apr 2011, 21:05

Þetta er meira svona ónýtur Fox búðingur sem er einskis virði. En vélin er í lagi og er einhvers virði


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vélar í fox

Postfrá birgthor » 12.apr 2011, 11:58

Endilega sendu mér einhverjar upplýsingar á netfangið og kannski símanúmer.
Kveðja, Birgir


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Vélar í fox

Postfrá juddi » 12.apr 2011, 13:44

Volvo mótorarnir eru nú ekki þeyr léttustu spurning að fara bara í smiðju Suzuki og nota kram úr vitöru 2,0 2,5 eða 2,7 td eru v6 mótoranir skítléttir allir úr áli er búin að ná mér í einn slíkan sem ég ætla að nota í Jimny
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vélar í fox

Postfrá birgthor » 12.apr 2011, 14:30

Gallinn hjá mér er að ein breytan í formúlunni fyrir réttu vélina er verð og ég held að þessir nýrri súkku mótorar sé tiltölulega dýrir. Hvernig ætli 4,3 vortec sé í svona breytingu?
Kveðja, Birgir

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Vélar í fox

Postfrá Einar » 12.apr 2011, 17:14

4,3 Vortec eru hörku mótorar og hafa komið vél út. Hann er raunar einfaldlega 350 Small Block Chevy V8 mínus 2 sílendrar þannig að ætternið er pottþétt. Hvort hann passar í Súkku veit ég hins vegar ekki, væntanlega ekki léttasti kosturinn.


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Vélar í fox

Postfrá juddi » 12.apr 2011, 21:56

4.3 vortech er töluvert notaður í Ameríku í súkkur en hann er miklu þyngri en v6 súkku mótor því v6 súkku mótorinn er ekki mikið þyngri en orginal 4 cyl mótorinn , en með verð er ódýrast að fynna tjónaðan bíl og slíta úr honum kramið
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Vélar í fox

Postfrá tommi3520 » 13.apr 2011, 22:36

skemmtileg umræða, ég hef sjálfur áhuga á þessum fox/samuari bílum en minni áhuga á 1000cc mótorunum sem leynast oft í þeim.

gaman að vita af þessu VW dæmi sem Sævar póstaði inn, þægilegt þegar maður getur keypt svona bolt on kit.

Tommi


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Vélar í fox

Postfrá Grímur Gísla » 08.okt 2011, 19:01

VW 1,9 td er ekki nema 140 kg þurrvigt (298 pund). 109 hö og 240 Nm, sem er svipað og í 2,9 td Mússó. Í Kanada geturðu fengið breytikitt og vélar innfluttar frá þýskalandi í pakka.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Vélar í fox

Postfrá Grímur Gísla » 08.okt 2011, 19:19

Rover vélin V8 er 66cm á breidd, 72 cm á lengd, 70 cm á hæð og 145 kg

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélar í fox

Postfrá ellisnorra » 08.okt 2011, 20:21

Ég á til grams til að gera góðan volvo turbo mótor ef einhvern vantar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vélar í fox

Postfrá jeepcj7 » 08.okt 2011, 22:00

Það er nú alveg must að koma ford að í þessa umræðu td.3.8 V6 vélin er ca.140-50 kg,til ca.200 hö og svo með blower ef menn vilja meira ef vélin kemur úr afturdrifsbíl er lítið mál að finna skiptingu/kassa (sama og sbf)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur