lc 80
lc 80
Ég er að fara að skifta um breta kanta á bílnum hjá mér og láta sprauta hann bílin er að fara á 38" dekk og 38-44" kanta frá formverk ég var að spá í að kaupa kanta með hásinga færslu og færa hásinguna aftur um það sem er gert fyrir 44" svo það verði ekkert eftir nema síka stífur og annað þegar kemur að 44" breitinguni og vantar að vita hvað menn hafa verið að færa hásinguna mikið
Re: lc 80
15 cm er mjög algengt. Benni á akureyri færði reyndar hásinguna mun aftar á sínum hvíta en þá þarf að fylla upp í hjólaskálagatið

Hér er myndaalbúmið hjá honum á f4x4 síðunni
http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=6210
Hér er myndaalbúmið hjá honum á f4x4 síðunni
http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=6210
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 21.okt 2010, 14:33
- Fullt nafn: Hjálmar Sigurðsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
Re: lc 80
Ég held að formverk-kantar bjóði uppá 13cm færslu en pamelu-kantar frá samverk 15cm færslu. þetta er skrifað án ábyrðar, mæli með að spjalla við þá sem smíða kantana. Ég keypti pamelu kanta og færði hásinguna 15 cm
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 21.okt 2010, 14:33
- Fullt nafn: Hjálmar Sigurðsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
Re: lc 80
Sæll ég er svo slakur að setja inn myndir á þennan vef ... http://www.facebook.com/album.php?aid=2 ... 3853d45b70
Skoðaðu þessar myndir sem ég rakst á þetta og þarna sérðu fyrst formverk kantana svo er breytt fyrir 46" og orginal pamelukantar mátaðir við, þeir hafa svo verið breikkaðir enn frekar
Skoðaðu þessar myndir sem ég rakst á þetta og þarna sérðu fyrst formverk kantana svo er breytt fyrir 46" og orginal pamelukantar mátaðir við, þeir hafa svo verið breikkaðir enn frekar
Re: lc 80
halló, ég var með formverk kanta og færði um 15 cm, keypti þá upphaflega vegna þessa að þeir eru einu kantarnir sem eru lokaðir niðrá afturdekkið, þeir eru líka flottustu kantarnir, lagið á þeim og þannig en þeir eru leiðinlega þröngir fyrir 44 tommu dekkið, veit eiginlega ekki um neinn sem er með þá og er ekki búinn að skera úr þeim til að auka plássið.
Ég á semsagt bíliln í myndasafninu sem er vísað á hérna að ofan og er komin með pamelukanta núna. mér finnst þeir ekki vel smíðaðir, passa illa á bílin og maður þarf að teygja þá fram og til baka svo þeir fari á bílnum og séu svipaðir báðu megin. Svo var ég að brasa við að hafa bílin frekar lágan þannig það endaði með þvi að ég breykkaði þá og færði þá aftar á bílnum að aftan.
Ef ég væri að fara í þetta aftur í dag mundi ég breyta formverk köntunum, mér finnst þeir betur smíðaðir og flottari plús að vera lokaðir niðrá afturdekkið.
Ég á semsagt bíliln í myndasafninu sem er vísað á hérna að ofan og er komin með pamelukanta núna. mér finnst þeir ekki vel smíðaðir, passa illa á bílin og maður þarf að teygja þá fram og til baka svo þeir fari á bílnum og séu svipaðir báðu megin. Svo var ég að brasa við að hafa bílin frekar lágan þannig það endaði með þvi að ég breykkaði þá og færði þá aftar á bílnum að aftan.
Ef ég væri að fara í þetta aftur í dag mundi ég breyta formverk köntunum, mér finnst þeir betur smíðaðir og flottari plús að vera lokaðir niðrá afturdekkið.
Re: lc 80
Sæll
Menn eru að nota hinar ýmsu útgáfur af hásingum.
Þeir alhörðustu og gáfuðustu nota Patrol hásingar. Þær passa bærilega og hægt að fá í þær 4:88 hluthöll. Hinsvegar kemur upp nýtt vandamál sem eru framhjólalegur og það kostar svolítið að laga það. Smíðavinnan er hinsvegar tiltölulega einföld að mér skilst.
Síðan hafa menn verið að smíða dótið upp í allskyns myndum t.d. sett LC60 köggul til að nota original nöfin legurnar og öxlana. Þeir sem fara í þessa sálma geta líka farið út í að setja D60 köggul með svipaðri smíði.
Einn slíkur á Egs keypti sérsmíðaða hásingu frá Ameríkuhreppi sem átti að smellpassa undir en það varð ekki alveg þannig en eftir einhverja smíðavinnu er breytingin að koma ljómandi vel út. Þetta er einhver útgáfa af D60 skilst mér sem heitir Dynatrack eitthvað svoleiðis.
Kv Jón Garðar
Menn eru að nota hinar ýmsu útgáfur af hásingum.
Þeir alhörðustu og gáfuðustu nota Patrol hásingar. Þær passa bærilega og hægt að fá í þær 4:88 hluthöll. Hinsvegar kemur upp nýtt vandamál sem eru framhjólalegur og það kostar svolítið að laga það. Smíðavinnan er hinsvegar tiltölulega einföld að mér skilst.
Síðan hafa menn verið að smíða dótið upp í allskyns myndum t.d. sett LC60 köggul til að nota original nöfin legurnar og öxlana. Þeir sem fara í þessa sálma geta líka farið út í að setja D60 köggul með svipaðri smíði.
Einn slíkur á Egs keypti sérsmíðaða hásingu frá Ameríkuhreppi sem átti að smellpassa undir en það varð ekki alveg þannig en eftir einhverja smíðavinnu er breytingin að koma ljómandi vel út. Þetta er einhver útgáfa af D60 skilst mér sem heitir Dynatrack eitthvað svoleiðis.
Kv Jón Garðar
Re: lc 80
Nokkrar myndir af einmitt svona 38 -> 44 tilfærslu sem bíllinn minn (fyrrv) fór í gegnum:
http://www.trigger.is/gallery2/things/L ... ?g2_page=2
http://www.trigger.is/gallery2/things/L ... ?g2_page=2
Re: lc 80
s.f wrote:eru menn þá bara að nota framhásinguna úr patrol eða báðar eru patrol hásingarna jafn breiðar toyotu hásingarnar
Sjáðu til, ég keypti bara Patrol og nota hann þannig að ég þarf minnst að vita um hvað er hægt að nýta úr öðrum bílum, það er bara allt gott sem í honum er!!!!!
Kv Jón Garðar
(P.s. núna allavega)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: lc 80
Ég myndi nú segja að þeir alhörðustu og gáfuðustu settu 9.5" Land Cruiser drif í framhásinguna í staðinn fyrir að setja Patrol hásingu með handónýtum legubúnaði (já ég er ekki að tala um hann sem handónýtan af afspurn heldur af eigin reynslu og endlausu helvítis veseni!!!)... nú síðan er búið að setja Patrol framdrif í einn og skipta út rilluhjólunum í ARB lásnum fyrir rilluhjól úr Land Cruiser ARB lás þannig að Cruiser öxlarnir gangi inn
Re: lc 80
hehe, ég var alveg hissa hvað menn voru lengi að taka við sér að mótmæla þessu.
Hinsvegar er þetta leguvesen ekki svo hræðilega dýrt að lagfæra með breytingunni frá RÆ og eftir því sem ég kemst næst eru menn bara hressir með útkomuna. Ég er reyndar ekki alveg sannfærður um að það þurfi að gera allt sem þeir segja því að þeir tala um að maður verði að nota RÆ lokurnar sem ég er ekki svo sannfærður um. (þá er ég að tala um að breyta originallokunum og sleppa við kostnaðinn af hinum).
Þetta hljómar samt sannfærandi að setja mismunadrifshjólið úr LC60 í LC80 köggul en er einhver hætta á að það séu jafnstór mismunadrifshjól í 9,5" drifi og 7,5"? Ég er ekki sannfærður en sjálfsagt vita menn í BBBenna þetta.
Ég er bara þannig maður að mér finnst skelfing að hugsa til þess að skera hásingu í sundur heima í bílsskúr til að setja hana saman aftur hvort sem er stytta, lengda eða með öðrum köggli. Ég veit alveg að þetta er gert hægri vinstri og í mörgum tilfellum er þetta ljómandi vel heppnað en ég allavega færi ekki í þessa sálma. Heil D60 hásing væri trúlega kostur 2 ef mér litist ekki á Patrol hásingu.
Klárlega er munurinn á Patrolhásingu og D60 hásingu mikill þegar kemur að varahlutaverði þar sem hallar á Patrolinn.
Kv Jón Garðar
Hinsvegar er þetta leguvesen ekki svo hræðilega dýrt að lagfæra með breytingunni frá RÆ og eftir því sem ég kemst næst eru menn bara hressir með útkomuna. Ég er reyndar ekki alveg sannfærður um að það þurfi að gera allt sem þeir segja því að þeir tala um að maður verði að nota RÆ lokurnar sem ég er ekki svo sannfærður um. (þá er ég að tala um að breyta originallokunum og sleppa við kostnaðinn af hinum).
Þetta hljómar samt sannfærandi að setja mismunadrifshjólið úr LC60 í LC80 köggul en er einhver hætta á að það séu jafnstór mismunadrifshjól í 9,5" drifi og 7,5"? Ég er ekki sannfærður en sjálfsagt vita menn í BBBenna þetta.
Ég er bara þannig maður að mér finnst skelfing að hugsa til þess að skera hásingu í sundur heima í bílsskúr til að setja hana saman aftur hvort sem er stytta, lengda eða með öðrum köggli. Ég veit alveg að þetta er gert hægri vinstri og í mörgum tilfellum er þetta ljómandi vel heppnað en ég allavega færi ekki í þessa sálma. Heil D60 hásing væri trúlega kostur 2 ef mér litist ekki á Patrol hásingu.
Klárlega er munurinn á Patrolhásingu og D60 hásingu mikill þegar kemur að varahlutaverði þar sem hallar á Patrolinn.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: lc 80
Þetta sem ég var að tala um með mismunahjólin var að setja mismunahjól úr Toyota ARB lás í Patrol ARB lás. ARB notar sömu mismunadrifshjólin í marga driflása, sem er einmitt snilld því það gerir það að verkum að við getum leikið okkur aðeins með hvaða öxlar eru settir í hvaða drif
Með Ægisbúnaðinn þá er hann ekki alveg fullkominn. Það mætti vera splitti til að halda við öxulinn þannig hann gangi ekki út úr driflokuflangsinum en það hefur gerst að það fari allt í steik þar, s.s. öxull og flangs við það.
Með Ægisbúnaðinn þá er hann ekki alveg fullkominn. Það mætti vera splitti til að halda við öxulinn þannig hann gangi ekki út úr driflokuflangsinum en það hefur gerst að það fari allt í steik þar, s.s. öxull og flangs við það.
-
- Innlegg: 116
- Skráður: 07.feb 2011, 18:05
- Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
- Bíltegund: 44" 4Runner
- Staðsetning: Kópavogur
Re: lc 80
Var ekki lc 70 (BJ74) með 4,2 diselvélinni með 9.5" hásingar að framan og aftan. En þá vissulega mun mjórri en lc 80.

Re: lc 80
ég og félagi minn sem er alger snillingur smíðuðum undir þennan hvíta hér að ofan framhásingu með 9.5 tommu lc drifi, notaði bara lc 60 framhásingarrör og breykkaði það aðeins og setti liðhúsin af lc 80 háisngunni á með öxlum og tilheyrandi, virkar fínt. http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... %C3%A1sing
Ég skil nú ekki hvar 7.5 tommu drifið kemur inní þessa umræðu en það er ekki að finna í neinum landcruiser nema 90 bílnum.
Patrol hásingin passar á breyddina og allt og bara þokkalega undir en það sem mér finnst stærsti gallin þar er að það kostar stjarnfræðilegar upphæðir að kaupa 4.88 í drifið og það er eina hlutfallið sem er hægt að fá sem passar á móti toyota drifinu.
kv dúddi
Ég skil nú ekki hvar 7.5 tommu drifið kemur inní þessa umræðu en það er ekki að finna í neinum landcruiser nema 90 bílnum.
Patrol hásingin passar á breyddina og allt og bara þokkalega undir en það sem mér finnst stærsti gallin þar er að það kostar stjarnfræðilegar upphæðir að kaupa 4.88 í drifið og það er eina hlutfallið sem er hægt að fá sem passar á móti toyota drifinu.
kv dúddi
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 21.okt 2010, 14:33
- Fullt nafn: Hjálmar Sigurðsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
Re: lc 80
s.f wrote:hvaða hásingar eruð þið að nota fyrir 44 og upp. hvar fæ ég lengri handbremsu barka
og hvað hafið þið verið að síka mikið fyrir 44" breitingu
Ég fór um daginn og lét lengja hjá mér handbremsubarkann hjá Hemli ehf skemmuvegi 12.sími 557 8920. Hann gerði þetta vel og var ekkert of dýr.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur