Stærri sendingar frá USA


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Stærri sendingar frá USA

Postfrá olistef » 23.mar 2011, 16:12

Daginn.
Spurning til þeirra sem hafa reynslu af verslun frá usa: Hvaða leið hafið þið farið ef um er að ræða stærri gerð af pökkum?
Í þessu tilfelli fjaðrir, gormar, demparar o.f.l. Kanski 60-70 kg. Reiknivél á heimasíðu ups segir mér 1000 usd. Það er ansk. mikið.
Ég hef verslað mikið af varahlutum beint af þessum gaurum (Broncograveyard og Wild horses) en aldrei neitt svona stórt (Truck freight).

Með von um að einhver nenni að svara þessu.
Kveðja Óli




JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá JHG » 23.mar 2011, 16:43

Þegar ég hef keypt að utan þá læt ég ekki reikninvél segja mér hvað þetta kostar, marg borgar sig að hafa samband (tölvupóstur dugar yfirleitt) og fá uppgefinn flutningskostnað. Þú getur þá óskað eftir ódýrasta mögulega flutning (ef þér liggur ekkert á). Ég keypti m.a. V8 vél frá Summit og flutningurinn tók örugglega 2 mánuði, hann var líka bara brot af því sem að reiknivélin gaf upp.

kv. Jón H.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá JonHrafn » 23.mar 2011, 18:07

Græja svona þunga pakka í skip, þessar sjálfvirku reiknivélar setja þetta oftast í flug.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá gislisveri » 23.mar 2011, 22:27

Sammála síðustu ræðumönnum, reiknivélarnar virka bara ekki til Íslands oft á tíðum, seljandinn finnur yfirleitt miklu lægri flutning fyrir mann, jafnvel þó það sé í flugi.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá Stebbi » 24.mar 2011, 12:52

Það sem kostar mest er flutningur innanlands í USA. Ef þú ert svo óheppin að vera að panta frá birgja sem er staðsettur lengst inn í landi þá verður þetta alltaf dýrt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá olistef » 24.mar 2011, 13:55

Takk fyrir þetta.
Fékk góð svör hjá Jónar transport. Bíð eftir svari frá söluaðialanum. Er að versla frá Kaliforníu, hef nógan tíma svo að pakkinn má mínvegna sigla fyrir Hornhöfða.
Kveðja Óli.
Síðast breytt af olistef þann 24.mar 2011, 22:25, breytt 1 sinni samtals.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá gaz69m » 24.mar 2011, 16:14

þar að auki er alveg eins víst að þetta tölvu apparat geri ráð fyrir að varan sé keyrð til þín , vann í fyrirtæki sem flutti in dót frá amríkuhrepp og eithvað brást að koma vörunum umborð í skip , fékk skömmusíðar símhringingu og var spurður hvort ekki væri í lagi að þetta væri keyrt með truk til okkar , og það tók smá tíma að fá viðkomandi til að skilja að þú keyrir ekkert til íslands frá amríku hrepp
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Pallipilot
Innlegg: 26
Skráður: 04.aug 2010, 01:40
Fullt nafn: Jon Pall Gardarsson

Re: Stærri sendingar frá USA

Postfrá Pallipilot » 30.mar 2011, 05:55

olistef wrote:Takk fyrir þetta.
...pakkinn má mínvegna sigla fyrir Hornhöfða.

Med 3riggja mànada stoppi ì Sòmalìu... :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur