Project "Háfjallahjólhýsi"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Project "Háfjallahjólhýsi"
jæja.. hér er kominn vettvangur til að afhjúpa stundargeðveiluprojectin sem maður lætur sér detta í hug að framkvæma...
Fyrir 3-4 árum síðan rakst ég á fjandi kúl græjur á áströlsku spjallsvæði sem þeir down-under kalla "offroad teardrop trailer". Þetta eru hálfgerð hjólhýsi eða ferðavagnar, gjarnan á sömu dekkjastærð og bíllinn sem dregur og eru hönnuð fyrir harkalegar ferðir um óbyggðir ástralíu. Vagninn er lítið annað en þægilegt svefnstæði og eldhús sem hægt er að nálgast utanfrá.
Þeir nota líka mikið græjur sem þeir kalla Offroad trailer eða outback trailer, en það er hreinlega kerra með öllum útilegubúnaði í og tjald á kerrulokinu. Þeir búa við töluvert hlýrra loftslag og eiga því við önnur "vandamál" að etja en við hérna á Íslandinu góða en samt ekki svo að hugmyndin sé ónothæf.
Ég tók mér skáldaleyfi og riggaði upp smá hugmynd að íslenskri útgáfu, en þar vildi ég hafa eldhúsið inní svefnrýminu og jafnframt hafa það þannig að það sé svipað og aðstaðan er í Econoline húsbílunum, s.s. borð sem breytist svo í rúm. Engan dúk vill ég hafa svo þetta þarf að hafa harðar hliðar og topp til að hægt sé að nota þetta af viti vor sem haust, en aðal tilgangurinn er að lengja sumarið og geta farið með græjuna sem víðast um hálendi og láglendi.
hugmyndin var að hafa þetta á 38" dekkjum og með sömu sporvídd og jeppi en einhversstaðar á leiðinni ákvað ég að sætta mig við 35" dekk í bili :)
Húsið er 3.50 á lengd og 1.70 á breidd og er því svefnrýmið langsum en ekki þvers. þetta er til að halda breidd hússins í skefjum. Hæðin er bara 1.70 sem þýðir að maður þarf aðeins að bogra en það er nú bara kósý og líka gert til að hafa þyngdarpunktinn eins neðarlega og hægt er án þess að húsið sé óþægilega lágt.
hér fyrir neðan má sjá grófa teikningu af því hvernig ég ætla að hafa þetta. Ég er byrjaður á grindinni og mun henda inn myndum hérna eftir því sem mér gengur að smíða kvikindið :)
Fyrir 3-4 árum síðan rakst ég á fjandi kúl græjur á áströlsku spjallsvæði sem þeir down-under kalla "offroad teardrop trailer". Þetta eru hálfgerð hjólhýsi eða ferðavagnar, gjarnan á sömu dekkjastærð og bíllinn sem dregur og eru hönnuð fyrir harkalegar ferðir um óbyggðir ástralíu. Vagninn er lítið annað en þægilegt svefnstæði og eldhús sem hægt er að nálgast utanfrá.
Þeir nota líka mikið græjur sem þeir kalla Offroad trailer eða outback trailer, en það er hreinlega kerra með öllum útilegubúnaði í og tjald á kerrulokinu. Þeir búa við töluvert hlýrra loftslag og eiga því við önnur "vandamál" að etja en við hérna á Íslandinu góða en samt ekki svo að hugmyndin sé ónothæf.
Ég tók mér skáldaleyfi og riggaði upp smá hugmynd að íslenskri útgáfu, en þar vildi ég hafa eldhúsið inní svefnrýminu og jafnframt hafa það þannig að það sé svipað og aðstaðan er í Econoline húsbílunum, s.s. borð sem breytist svo í rúm. Engan dúk vill ég hafa svo þetta þarf að hafa harðar hliðar og topp til að hægt sé að nota þetta af viti vor sem haust, en aðal tilgangurinn er að lengja sumarið og geta farið með græjuna sem víðast um hálendi og láglendi.
hugmyndin var að hafa þetta á 38" dekkjum og með sömu sporvídd og jeppi en einhversstaðar á leiðinni ákvað ég að sætta mig við 35" dekk í bili :)
Húsið er 3.50 á lengd og 1.70 á breidd og er því svefnrýmið langsum en ekki þvers. þetta er til að halda breidd hússins í skefjum. Hæðin er bara 1.70 sem þýðir að maður þarf aðeins að bogra en það er nú bara kósý og líka gert til að hafa þyngdarpunktinn eins neðarlega og hægt er án þess að húsið sé óþægilega lágt.
hér fyrir neðan má sjá grófa teikningu af því hvernig ég ætla að hafa þetta. Ég er byrjaður á grindinni og mun henda inn myndum hérna eftir því sem mér gengur að smíða kvikindið :)
-
- Innlegg: 170
- Skráður: 03.feb 2010, 17:23
- Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Vopnafjörður
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Þetta er alvöru projeckt. Lang best að smíða þetta eftir eiginn höfði þá er þetta einsog maður vill hafa það :D
Gangiþér vel :D
Gangiþér vel :D
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg
----------Suzuki half the size twice the guts----------
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg
----------Suzuki half the size twice the guts----------
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
þetta ætti alvneg að geta gegnið upp ef þetta er gert með þolimæði og vandað til verka þá held ég að þetta sé bara snildar hugmynd hef reindar oft pælt í þessu hversvenga enginn er búinn að prófa etihvað svona hérna áður enn þetta lofar bara góður haltu áframm með þetta gamann að sjá að menn eru ekki allir jafn klikkaðir hehe enn gangi þér vel og leifðu okkur endlilega að filgjast með hér inn á síðuni
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Er ekki næsta skref að hafa drif á kerrunni?
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Mér hefur einmitt orðið hugsað til sambærilegrar hugmyndar.... reyndar varð það aldrei meira enn hugmynd........ svo var hugmyndin kominn í að smiða camper á fordinn hjá mér, enn þegar eg hugsaði það þá hefði verið jafn dyrt eða ódyrara að kaupa notaðan camper..... og á endanum endaði ég í econoline.
Mér líst vel á þetta hjá þér og gaman að sja hvernig mun ganga og hver kostnaður við þetta gæti verið... allt efni er orðið svo grátlega dyrt.
Mér líst vel á þetta hjá þér og gaman að sja hvernig mun ganga og hver kostnaður við þetta gæti verið... allt efni er orðið svo grátlega dyrt.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
maður má ekki miða við notað dót í svona nýsmíði... þetta er alltaf ódýrara en að kaupa nýtt sambærilegt og það sem er mest um vert: maður fær það sem maður vill :)
Planið var að hafa þetta gistihæft í júní 2010, en sjáum hvort það tekst.......
hér fyrir neðan stikla ég á stóru í grindarsmíðinni:

Efni valið í húsið

Smíðaði öxul úr framöfum undan 70 krúser.

Byrjaður að stilla upp og tjasla saman

Grindin eins og hún er í dag, nánast ready til yfirbyggingar.
Planið var að hafa þetta gistihæft í júní 2010, en sjáum hvort það tekst.......
hér fyrir neðan stikla ég á stóru í grindarsmíðinni:

Efni valið í húsið

Smíðaði öxul úr framöfum undan 70 krúser.

Byrjaður að stilla upp og tjasla saman

Grindin eins og hún er í dag, nánast ready til yfirbyggingar.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sé ég rétt, verður engin fjöðrunarbúnaður á þessu??? er ekki hætt við að þetta hristist i sundur?? bara hugleiðingar....
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Nú er ég húsbílakall og það er alveg ótrúlegt hvað hlutirnir fara langt með slæma fjörðun eða jafnveg enga. bara smíða inréttinguna úr alvöru dóti ekki eins og er í svona barbí dótir í dag allt úr plasti og hraðahindranir fara með það. Flott hjá þér. endinglega taka myndir reglulega

Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
þú sérð ekki rétt :) það verður loftpúðafjöðrun undir þessu, með 15 cm fjöðrunarsvið, sem ætti að duga ágætlega, vonandi sést það betur á þessari mynd:

hérna má sjá móta fyrir loftpúðafestingu og demparafestingu. Húsið liggur á stuðpúðunum þarna, en lyftist um 8-9 cm í ökuhæð.
ég er ekki búinn að ákveða úr hverju innréttingarnar verða, en ætli ég noti ekki afganga úr efninu sem fer í veggi/loft og noti svo krossvið í rest.

hérna má sjá móta fyrir loftpúðafestingu og demparafestingu. Húsið liggur á stuðpúðunum þarna, en lyftist um 8-9 cm í ökuhæð.
ég er ekki búinn að ákveða úr hverju innréttingarnar verða, en ætli ég noti ekki afganga úr efninu sem fer í veggi/loft og noti svo krossvið í rest.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ertu eitthvað búina að skoða það að nota yl-einingar eins og er í sumum hjólhýsum og í þakinu á A-húsunum. Ég veit um einn sem smíðaði aftaná pickup hjá sér með svoleiðis og það gekk ótrúlega hratt fyrir sig. Ég hef líka tekið þátt í smíði á kæliklefum og frystiklefum úr samskonar efni og það er bara grín hvað þetta ríkur upp og er gott að eiga við, og svo ertu þá komin með einangrun sem heldur kulda úti og hita inni og sparar þannig við gaskostnaðinn við að kynda.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
já auðvitað hlaut að vera verður liklega mjukt og fint á loftpúðunum!!!
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Mér finnst þetta mjög áhugavert, verður gaman að fylgjast með. Án þess að vilja vera með einhverja draumóra, þá er ekkert útilokað að menn geti gert sér aur úr að framleiða svona græjur, það hefur amk selst mikið af íslenskum camper húsum, FIS-húsin, en þau eru líka miklu hentugri fyrir aðstæður hérna heldur en útlenska dótið almennt.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sælir,
þetta er virkilega áhugaverkt 'project' hjá þér. Mig hefur lengi dreymt um að smíða mér eitthvað svona, hef teiknað nokkur stykki upp en aldrei látið verða af því að smíða það. Þessi þráður blæs lífi í þá glóð :-)
Hvernig prófíl ertu að nota? Er þetta 30x30x3 eða 40x40x4? Gætirðu sent inn nánari mynd af hjólabúnaðnum/stífunum? Hvar ertu að fá loftpúðana og hvernig ætlarðu að útfæra þá varðandi stjórnun á lofti (mýkt etc)?
Fylgist spenntur með á kantinum og hlakka til að sjá fleiri myndir af framvindunni.
Gangi þér vel með þetta verkefni.
þetta er virkilega áhugaverkt 'project' hjá þér. Mig hefur lengi dreymt um að smíða mér eitthvað svona, hef teiknað nokkur stykki upp en aldrei látið verða af því að smíða það. Þessi þráður blæs lífi í þá glóð :-)
Hvernig prófíl ertu að nota? Er þetta 30x30x3 eða 40x40x4? Gætirðu sent inn nánari mynd af hjólabúnaðnum/stífunum? Hvar ertu að fá loftpúðana og hvernig ætlarðu að útfæra þá varðandi stjórnun á lofti (mýkt etc)?
Fylgist spenntur með á kantinum og hlakka til að sjá fleiri myndir af framvindunni.
Gangi þér vel með þetta verkefni.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Klárlega spennandi dæmi og aðdáunarvert þegar menn vaða bara sjálfir í að útfæra drauminn eftir sínu höfði. En af hverju ertu ekki með hjólin utan við húsið? Hefði ekki gólf plássið nýst betur? Svona bara pæling þar sem húsið á að vera 1,70 á breidd
USA með Dana 60, C-6 skiptingu og 6,2 Diesel. 44" dekk.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sæll btg, ég er að nota 50x50x4 prófíl í grindina, en 50x50x5 í beislið. þetta er alveg í það þykkasta og ég myndi fara aðeins öðruvísi að í dag ef ég væri að byrja, t.d. ekki nota prófíl heldur 50x50x4 skúffujárn, þá er auðveldara að galvanisera og slíkt. Loftpúðana fékk ég hræódýrt hjá Landvélum, þetta voru einhver mistakapöntun svo ég fékk þá á 10 þúsund kall stykkið... góð kaup það. þeir eru 1200 pund hvor, alveg í það stærsta fyrir svona dæmi en það er í lagi. það verður bara handvirk stjórnun á púðunum, maður bara stillir í ökuhæð svona nánast eftir tilfinningu. Skal reyna að henda inn fleiri myndum.
Pardus, öxullinn er hannaður þannig að hann falli ofan í hjólför jeppans míns, s.s. að húsið spori eins og bíllinn, það sparar orku þegar maður er að draga þetta í snjó og þessháttar, þetta á að verða vetrar- og jöklahæft húsnæði sjáðu til :). Ég vildi heldur ekki hafa húsið breiðara en bílinn er. Hjólaskálarnar fara hvort eð er inní sætis/rúm-bekkinn og minnka geymsluplássið aðeins, en það er feikinóg pláss samt. Ég reyndi eins og ég gat að hafa húsið eins lágt og ég gat án þess að vera að fórna aksturshæð, þessvegna t.d. fellur húsið næstum alveg ofaná öxulinn í lægstu stöðu.
hér sést aðeins betur í stýfusystemið, ég er með þríhyrnings-kerfi á þessu til prufunar, er með þetta undir annari kerru sem ég smíðaði líka og þetta alveg drulluvirkar. rörin eru fastsoðin á öxulinn og sett saman í eina fóðringu fyrir miðju framantil. svo er þverstífa til að þetta haldist kjurt.

ég á því miður ekki betri mynd af þessu, skal reyna að redda því.
Pardus, öxullinn er hannaður þannig að hann falli ofan í hjólför jeppans míns, s.s. að húsið spori eins og bíllinn, það sparar orku þegar maður er að draga þetta í snjó og þessháttar, þetta á að verða vetrar- og jöklahæft húsnæði sjáðu til :). Ég vildi heldur ekki hafa húsið breiðara en bílinn er. Hjólaskálarnar fara hvort eð er inní sætis/rúm-bekkinn og minnka geymsluplássið aðeins, en það er feikinóg pláss samt. Ég reyndi eins og ég gat að hafa húsið eins lágt og ég gat án þess að vera að fórna aksturshæð, þessvegna t.d. fellur húsið næstum alveg ofaná öxulinn í lægstu stöðu.
hér sést aðeins betur í stýfusystemið, ég er með þríhyrnings-kerfi á þessu til prufunar, er með þetta undir annari kerru sem ég smíðaði líka og þetta alveg drulluvirkar. rörin eru fastsoðin á öxulinn og sett saman í eina fóðringu fyrir miðju framantil. svo er þverstífa til að þetta haldist kjurt.

ég á því miður ekki betri mynd af þessu, skal reyna að redda því.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Þetta er aldeilis flott hjá þér og verður gaman að fylgjast með
það eina sem ég set spurningamerki um er skástífan og hallinn á henni, ég fæ ekki betur séð en að á myndunum sé fjöðrunin alveg saman en samt þónokkur halli á stífunni
það eina sem ég set spurningamerki um er skástífan og hallinn á henni, ég fæ ekki betur séð en að á myndunum sé fjöðrunin alveg saman en samt þónokkur halli á stífunni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
það er rétt athugað hjá þér Sævar, og ég er búinn að breyta þessu. í dag er hún nánast bein í ökuhæð, hallar örfáar gráður. hún er reyndar nánast í ökuhæð þarna eins og þetta var, ekki á stuðpúðunum (neðsta myndin).
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sælir,
hef bara notað fjaðrir og gorma hingað til. Getið þið útskýrt fyrir mér nánar pælinguna með skástífuna? Hvað þarf að hafa í huga og hvernig best er að útfæra þetta?
Polarbear, er ekki betra að hafa fóðringar líka við öxulinn til að fá betri hreyfanleika og mýkt?
hef bara notað fjaðrir og gorma hingað til. Getið þið útskýrt fyrir mér nánar pælinguna með skástífuna? Hvað þarf að hafa í huga og hvernig best er að útfæra þetta?
Polarbear, er ekki betra að hafa fóðringar líka við öxulinn til að fá betri hreyfanleika og mýkt?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Þumalputtareglan með skástífuna er að hún sé lárétt þegar bíllinn/vagninn er í aksturshæð og þar með lágmarkist hliðarhreyfing hásingarinnar/dregarans við fjöðrun.
Í þessu tilviki hefði líka verið hægt að nota tvær langsum stífur í viðbót og sleppa skástífunni, þar með er engin hliðarhreyfing.
En þá er mér spurn, hjólhýsi í beisli, við hvaða aðstæður þarf það að misfjaðra? Hallast það ekki alltaf áður en það gerist hvort eð er? Til hvers þá að hafa svakalega teygju?
Í þessu tilviki hefði líka verið hægt að nota tvær langsum stífur í viðbót og sleppa skástífunni, þar með er engin hliðarhreyfing.
En þá er mér spurn, hjólhýsi í beisli, við hvaða aðstæður þarf það að misfjaðra? Hallast það ekki alltaf áður en það gerist hvort eð er? Til hvers þá að hafa svakalega teygju?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ég þarf enga svakalega teygju, 9 cm saman og 6 í sundur frá aksturshæð? það er bara minna en margir fólksbílar eru með. Auk þess fara einir 3-4 í "slakann" sem er í samsláttarpúðanum.
það verður alltaf einhver "misfjöðrun" það er, að dekkið fer ofan í holu og uppúr henni aftur t.d. án þess að húsið elti hreyfingar öxulsins 100%, enda tilgangur fjöðrunarkerfis að taka svona misfellur, amk. að lengja og mýkja hreyfingar til að minnka höggin sem annars kæmu. Svo þarf maður stundum að aka yfir hraðahindranir, og þá er líka gott að hafa smá fjöðrun þótt bæði dekk lyftist þá í einu uppundir húsið :)
"misfjöðrun" er heldur ekki rétta orðið þarna, því til að misfjaðra þarf húsið að vera með 2 öxla hlýtur að vera og fjaðra mismunandi á þeim... eða það er minn skilningur á misfjöðrun.
ástæðan fyrir því að ég setti ekki 2 langstýfur í viðbót er hreinlega bara til að spara fóðringarkostnaðinn. Ég átti þverstífuna til með fóðringum og alles og var þetta bara einföld lausn fyrir mig. þar fyrir utan er þríhyrningurinn yfirleitt öfugt við þennan þegar menn sleppa þverstýfu, þ.e. sameiginlegi punkturinn er þá á hásinguni en festupunktarnir út við hliðarnar grindarmegin á svipuðum slóðum og hinar langstýfurnar. Menn gera það einkum til að fá óþvingaðri fjöðrun sem skiptir máli í jeppa sem misfjaðrar, en líka til að sleppa við þennan leiðinlega fylgifisk þverstýfunar að þegar hásingin fer upp og niður verður til hliðarfærsla á henni.
Btg, það þarf ekki þegar þríhyrniningurinn er settur upp á þennan hátt með tiltölulega mjúkri fóðringu. hreyfingin er í raun mjög lítil þarna í miðjuni, rétt nokkrir m.m. úr mestu hæð út við hjól og í stuðpúða. Svo þetta springur ekki á suðum eins og þetta myndi óneitanlega gera ef langstífurnar væru beinar. Eins og ég segi, ég er með þetta á hinni kerruni minni og hef dröslað henni marga vegleysuna með ýmsum varningi í og þetta hefur bara gefið góða raun.
Lalli
það verður alltaf einhver "misfjöðrun" það er, að dekkið fer ofan í holu og uppúr henni aftur t.d. án þess að húsið elti hreyfingar öxulsins 100%, enda tilgangur fjöðrunarkerfis að taka svona misfellur, amk. að lengja og mýkja hreyfingar til að minnka höggin sem annars kæmu. Svo þarf maður stundum að aka yfir hraðahindranir, og þá er líka gott að hafa smá fjöðrun þótt bæði dekk lyftist þá í einu uppundir húsið :)
"misfjöðrun" er heldur ekki rétta orðið þarna, því til að misfjaðra þarf húsið að vera með 2 öxla hlýtur að vera og fjaðra mismunandi á þeim... eða það er minn skilningur á misfjöðrun.
ástæðan fyrir því að ég setti ekki 2 langstýfur í viðbót er hreinlega bara til að spara fóðringarkostnaðinn. Ég átti þverstífuna til með fóðringum og alles og var þetta bara einföld lausn fyrir mig. þar fyrir utan er þríhyrningurinn yfirleitt öfugt við þennan þegar menn sleppa þverstýfu, þ.e. sameiginlegi punkturinn er þá á hásinguni en festupunktarnir út við hliðarnar grindarmegin á svipuðum slóðum og hinar langstýfurnar. Menn gera það einkum til að fá óþvingaðri fjöðrun sem skiptir máli í jeppa sem misfjaðrar, en líka til að sleppa við þennan leiðinlega fylgifisk þverstýfunar að þegar hásingin fer upp og niður verður til hliðarfærsla á henni.
Btg, það þarf ekki þegar þríhyrniningurinn er settur upp á þennan hátt með tiltölulega mjúkri fóðringu. hreyfingin er í raun mjög lítil þarna í miðjuni, rétt nokkrir m.m. úr mestu hæð út við hjól og í stuðpúða. Svo þetta springur ekki á suðum eins og þetta myndi óneitanlega gera ef langstífurnar væru beinar. Eins og ég segi, ég er með þetta á hinni kerruni minni og hef dröslað henni marga vegleysuna með ýmsum varningi í og þetta hefur bara gefið góða raun.
Lalli
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Verið ekki að tefja manninn frá smíðinni með þessum spurningum, við viljum fara að sjá fleiri myndir.
USA með Dana 60, C-6 skiptingu og 6,2 Diesel. 44" dekk.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ég myndi ekki nenna að vera með loft á þessu heldur bara nota gorma. Annaðhvort þarftu að vera með loftdælu á vagninum eða þú getur bara dregið hann með bíl sem er með búnað til að tengja við vagninn, Miklu einfaldara að vera með góða gorma og leyfa vagninum að vera frekar háum þegar hann er óhlaðin þannig að hann fari niður í eðlilega hæð þegar hann er hlaðinn.
Ég myndi setja eldsneytistank í grindina, alger snilld að geta notað þetta til að bera auka eldsneyti.
Ég myndi setja eldsneytistank í grindina, alger snilld að geta notað þetta til að bera auka eldsneyti.
-
- Innlegg: 35
- Skráður: 02.feb 2010, 01:37
- Fullt nafn: Hörður Darri McKinstry
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Einar wrote:Ég myndi ekki nenna að vera með loft á þessu heldur bara nota gorma. Annaðhvort þarftu að vera með loftdælu á vagninum eða þú getur bara dregið hann með bíl sem er með búnað til að tengja við vagninn, Miklu einfaldara að vera með góða gorma og leyfa vagninum að vera frekar háum þegar hann er óhlaðin þannig að hann fari niður í eðlilega hæð þegar hann er hlaðinn.
Ég myndi setja eldsneytistank í grindina, alger snilld að geta notað þetta til að bera auka eldsneyti.
eru ekki flestir þeir sem eru á breyttum jeppum með loftdælu. annars þarf ekki alltaf að vera að hræra í þrýstingnum á púðunum þegar hann er búinn að finna hvaða þrýstingur hentar.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ég er alveg á því að vera með loftpúða, yfirleitt er enginn skortur á dælum í fjallaferðum, það hlýtur líka að fara betur með vagninn og innvolsið á grófum vegum.
En svo er rétt að við ættum ekki að vera að tefja með svona spurningaflóði, hlakka til að sjá næstu myndir :)
En svo er rétt að við ættum ekki að vera að tefja með svona spurningaflóði, hlakka til að sjá næstu myndir :)
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sælir,
takk fyrir að útskýra þetta með stífuna fyrir mér, var í áttina en ekki alveg viss.
Lalli: mér líst vel á þetta þríhyrningakerfi, ætla að prufa það. Er með eina kerru sem er á fjöðrum og með gorma, er búin að vera þannig í c.a. 15 ár og hefur reynst vel nema fjaðrirnar eru orðnar ansi slappar eftir ótrúlegan burð í öll þessi ár. Hendi fjöðrunum og skelli þríhyrning á þetta enda eru fjaðrir og fóðringar farnar að skrölta.
Nú bíður maður bara spenntur eftir næstu mynd af framvindu verkefnisins :-)
takk fyrir að útskýra þetta með stífuna fyrir mér, var í áttina en ekki alveg viss.
Lalli: mér líst vel á þetta þríhyrningakerfi, ætla að prufa það. Er með eina kerru sem er á fjöðrum og með gorma, er búin að vera þannig í c.a. 15 ár og hefur reynst vel nema fjaðrirnar eru orðnar ansi slappar eftir ótrúlegan burð í öll þessi ár. Hendi fjöðrunum og skelli þríhyrning á þetta enda eru fjaðrir og fóðringar farnar að skrölta.
Nú bíður maður bara spenntur eftir næstu mynd af framvindu verkefnisins :-)
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
PolarBear wrote:"misfjöðrun" er heldur ekki rétta orðið þarna, því til að misfjaðra þarf húsið að vera með 2 öxla hlýtur að vera og fjaðra mismunandi á þeim... eða það er minn skilningur á misfjöðrun.
Er ekki orðið sem þú ert að leita að 'Víxlfjöðrun'.
Síðast breytt af Stebbi þann 12.feb 2010, 20:11, breytt 1 sinni samtals.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Btg, hér fyrir neðan er -stór- mynd undir jeppakerruna mína.. afsakaðu ryðið, en ég nennti ekki að mála nógu vel og er að fá það í hausinn þarna :). Fóðringuna og stálhólkinn færðu í ET-verslun í Klettagörðum. ATH að síðan þessi mynd var tekin þá hef ég sett demparana alveg útvið hjól og þeir vísa beint niður. það eykur stöðugleikann töluvert.
Misfjöðrun er í sjálfu sér ágætis orð Stebbi.. bara lýsir ekki því sem er að ske í kerrufjöðrun... sem er bara "fjöðrun" og ekkert annað :) Víxlfjöðrun er líka fínt orð :)
varðandi myndir af framvinduni.. :) good things happen slowly... en ég mun að sjálfssögðu pósta inn myndum hérna um leið og eitthvað gerist.

mynd undir litlu nettu jeppakerruna....
Misfjöðrun er í sjálfu sér ágætis orð Stebbi.. bara lýsir ekki því sem er að ske í kerrufjöðrun... sem er bara "fjöðrun" og ekkert annað :) Víxlfjöðrun er líka fínt orð :)
varðandi myndir af framvinduni.. :) good things happen slowly... en ég mun að sjálfssögðu pósta inn myndum hérna um leið og eitthvað gerist.

mynd undir litlu nettu jeppakerruna....
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Einhver vandræði með að birta myndbönd hjá mér.. sendi url með
Síðast breytt af btg þann 12.feb 2010, 01:28, breytt 1 sinni samtals.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Polarbear, takk fyrir þetta lítur vel út.
En til að halda kallinum á tánum með verkefnið ;-) þá er hérna smá sem ég fann þegar ég var að skoða þetta á sínum tíma. Hjólýsi sem kallast 'Teartrop' hjá kananum og hafa verið vinsæl í einhver 80 ár minnir mig (já, síðan 1930 http://en.wikipedia.org/wiki/Teardrop_trailer) í hinum ýmsu útfærslum. Menn eru mikið að smíða þetta sjálfir í ameríkunni. http://www.mikenchell.com/
Svo nokkur myndbönd:
Myndband af 'Teardrop'
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/j6HDHnMQ1zI&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/j6HDHnMQ1zI&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
(http://www.youtube.com/watch?v=j6HDHnMQ ... re=related)
svo eitthvað aðeins meira extreme
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/_E-V-nDAcqk&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/_E-V-nDAcqk&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
(http://www.youtube.com/watch?v=_E-V-nDA ... re=related)
og svo smá '2007' útgáfuna, en ekki háfjallafært
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/YJQmwusgU5M&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/YJQmwusgU5M&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
(http://www.youtube.com/watch?v=YJQmwusg ... re=related)
uppfært í tilraun til að laga video-in.
En til að halda kallinum á tánum með verkefnið ;-) þá er hérna smá sem ég fann þegar ég var að skoða þetta á sínum tíma. Hjólýsi sem kallast 'Teartrop' hjá kananum og hafa verið vinsæl í einhver 80 ár minnir mig (já, síðan 1930 http://en.wikipedia.org/wiki/Teardrop_trailer) í hinum ýmsu útfærslum. Menn eru mikið að smíða þetta sjálfir í ameríkunni. http://www.mikenchell.com/
Svo nokkur myndbönd:
Myndband af 'Teardrop'
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/j6HDHnMQ1zI&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/j6HDHnMQ1zI&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
(http://www.youtube.com/watch?v=j6HDHnMQ ... re=related)
svo eitthvað aðeins meira extreme
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/_E-V-nDAcqk&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/_E-V-nDAcqk&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
(http://www.youtube.com/watch?v=_E-V-nDA ... re=related)
og svo smá '2007' útgáfuna, en ekki háfjallafært
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/YJQmwusgU5M&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/YJQmwusgU5M&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
(http://www.youtube.com/watch?v=YJQmwusg ... re=related)
uppfært í tilraun til að laga video-in.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ég lagaði myndböndin, það verður víst að nota embed kóðann sem birtist hægra megin við myndgluggann á youtube.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 128
- Skráður: 30.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: Eiður Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Djöfull líst mér á þessa hugmynd.
Grænn af öfund!
ps. Lagfærði youtube kóðan, núna dugar að setja id á milli.
Grænn af öfund!
ps. Lagfærði youtube kóðan, núna dugar að setja id á milli.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
btg.... ég nefni einmitt teardrop í fyrsta póstinum mínum ásamt fleiri græjum :) en þetta eru flott myndbönd. Kemur mér mest á óvart að þetta skuli vera allt gert úr timburgrindum og álpappír :) enda kanski ekki hugsað sem offroader-græjur. það verður nú eitthvað rólegt í smíðunum næstu vikur, en svo verður massíft unnið í þessu í vor!
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Fellihýsin sem Íslendingum hefur ekki leiðst að kaupa og draga um allt land eru smíðuð eins og þessir trailerar í vídeounum, allt meira og minna úr grindarefni og krossviðsplötum. Svo er bara kíttað einhveri örþunnri járnklæðningu utaná þau. Sama er hægt að segja um sum hjólhýsi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Er sammála Stebba með þetta.
Þau hjólhýsi sem ég hef séð 'splundruð' eftir að hafa verið ekið undir Ingólfsfjalli í ofsaveðrum og hafa fokið til líta flest út fyrir að vera byggð úr bylgjupappa og álpappír. Finnst einhvernveginn að þessi á myndböndunum séu þó sterkbyggðari þó þau séu byggð með þessum hætti :-)
Hvaða rammíslensku umgjörð hafðir þú polarbear hugsað þér utan um húsið og einangrun?
Gaman að pæla í þessu og velta á milli.
Þau hjólhýsi sem ég hef séð 'splundruð' eftir að hafa verið ekið undir Ingólfsfjalli í ofsaveðrum og hafa fokið til líta flest út fyrir að vera byggð úr bylgjupappa og álpappír. Finnst einhvernveginn að þessi á myndböndunum séu þó sterkbyggðari þó þau séu byggð með þessum hætti :-)
Hvaða rammíslensku umgjörð hafðir þú polarbear hugsað þér utan um húsið og einangrun?
Gaman að pæla í þessu og velta á milli.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
ég ætla að nota ál-prófílskúffur sem eru hannaðar í svona kassagerð, notaðar aðallega til að gera vörukassa á flutningabíla, og svo verð ég með hliðarnar úr gegnheilu 25 mm skiltaplasti, en það eru 2mm plastplötur og einangrun á milli. Svo verður bara að koma í ljós hvort þetta er nógu sterkt eða ekki :)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Er eitthvað að frétta af þessu verkefni?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
ég hef verið að vinna eins og skepna undanfarnar vikur (með smá hliðarsporum í utanvegaakstursumræðu, en nóg um það :) ) og hef ekki náð að vinna neitt í þessu uppá síðkastið.
það stendur hinsvegar til bóta á næstu dögum og skal ég þá henda inn fleiri myndum.
kveðja,
Geðsjúklingurinn
það stendur hinsvegar til bóta á næstu dögum og skal ég þá henda inn fleiri myndum.
kveðja,
Geðsjúklingurinn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
jæja.. rétt til að halda þessu lifandi :)
þess má geta til gamans að grindin er alltaf geymd inni í upphituðum skúr. þetta ryð á henni er bara eftir 4-5 ferðir í vetur í saltbleytuni milli Árbæjar og Grafarvogs...
setti nefhjól undir greyið um helgina svo þægilegra sé að hantera kvikindið:

ööörlítil skekkja í loftpúðaskála-hæð leiðrétt :) (hvað eru 4 cm á milli vina...)


og svo voru púðarnir settir í að sjálfssögðu til að prófa :) hérna sést hún í ökuhæð

ég hef smá áhyggjur af því hversu nálægt dekkinu þetta er, en þó er alltaf 2 cm bil og þetta fer aldrei utan í dekkið hvernig sem ég læt kerruna fjaðra... svo ég ætla að lefya þessu að vera svona í bili
vona að menn hafi gaman að þessari vitleysu. Meira seinna :)
þess má geta til gamans að grindin er alltaf geymd inni í upphituðum skúr. þetta ryð á henni er bara eftir 4-5 ferðir í vetur í saltbleytuni milli Árbæjar og Grafarvogs...
setti nefhjól undir greyið um helgina svo þægilegra sé að hantera kvikindið:

ööörlítil skekkja í loftpúðaskála-hæð leiðrétt :) (hvað eru 4 cm á milli vina...)


og svo voru púðarnir settir í að sjálfssögðu til að prófa :) hérna sést hún í ökuhæð

ég hef smá áhyggjur af því hversu nálægt dekkinu þetta er, en þó er alltaf 2 cm bil og þetta fer aldrei utan í dekkið hvernig sem ég læt kerruna fjaðra... svo ég ætla að lefya þessu að vera svona í bili
vona að menn hafi gaman að þessari vitleysu. Meira seinna :)
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
já ég hef mjög gaman af þessu, hlakka til að fylgjast með framvindunni.
Vera duglegur að taka og senda myndir :-)
Vera duglegur að taka og senda myndir :-)
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sæll Polarbear,
er eitthvað meira búið að gerast? :-)
er eitthvað meira búið að gerast? :-)
Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir