eyðsla á bílum


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

eyðsla á bílum

Postfrá afc » 20.mar 2011, 21:41

Góða kvöldið

Er einhver hérna sem á cherokee sem getur sagt mér hvað svoleiðis bíll sé ca að eyða með venjulegum akstri ?
er að reyna a ákveða hvað ég eigi að fá mér en nenni ekki bíl sem er einunigs keyrður á milli bensínstöðva :)

Ég veit allavega að þeir eyða slatta, hef heyrt ýmsar tölur, en hvað segiði spekingar ?
Síðast breytt af afc þann 20.mar 2011, 21:58, breytt 1 sinni samtals.


35" Trooper ´00

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: eyðsla á bílum

Postfrá -Hjalti- » 20.mar 2011, 21:51

Bensínstöðvar eru skemmtileg tilbreiting frá þessum leiðindar akstri.. því oftar því betra :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: eyðsla á bílum

Postfrá G,J. » 20.mar 2011, 22:02

Sæll.
Ég átti Grand Cherokee árg 94,með 4l vélinni.
Óbreyttur var hann að eyða 12-13 l í langkeyrslu (90-110kmh),eftir að ég setti hann á 38
þá fór eyðslan í langkeyrslu uppí 16-17 ltr,innanbæjar var hann yfirleitt í kringum 22-23
og á fjöllum var mesta eyðsla sem ég mældi rétt rúmir 43ltr sem mér fannst ekkert hræðilegt miðað
við að lc 120 bíllinn í slóðinni minni var með 34 ltr :)

kv.Guðmann
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: eyðsla á bílum

Postfrá afc » 20.mar 2011, 22:18

Takk fyrir svarið

Gleymdi að nefna að ég er að hugsa um grand cherokee limited 4,7 v8

Einnig ef einhver þarna úti lumar á upplýsingum hvað trooper á 35 tommu er að eyða í langkeyrslu og svo einnig innanbæjar blandaða snattið :)
35" Trooper ´00

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: eyðsla á bílum

Postfrá jeepson » 20.mar 2011, 22:21

Ég hef heyrt að trooper á 33-35" sé að eyða um 10-11 í langkeyrslu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En hvað 4,7grandinn varðar þá hef ég orðið vitni af því að eyðslutalvan sagði 10.6 í langeyrslu. En menn tala nú um að þessir bílar eyði um 13-15 í langkeyrslu. hef reyndar heyrt sumar tala um 10 lítrana. Held að það fari bara eftir aksturslagi manna.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: eyðsla á bílum

Postfrá Stebbi » 20.mar 2011, 22:23

afc wrote:Takk fyrir svarið

Gleymdi að nefna að ég er að hugsa um grand cherokee limited 4,7 v8



Óbreyttur svoleiðis bíll er að fara með 11-13 í langkeyrslu og svo ca. 16 og uppúr í innanbæjarakstri. Minn fór aldrei yfir 20 í blönduðum, var yfirleitt á milli 16 og 17.

Fór til Hólmavíkur og tilbaka um Þröskulda á innan við einum tank með fullan bíl af fólki og farangri.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: eyðsla á bílum

Postfrá G,J. » 20.mar 2011, 23:15

Svo má ekki gleyma að þó að eyðslutölur séu kannski aðeins hærri en í dísel hrísgrjónafötunum þá fer Cherokee
svo miklu betur með mann bæði andlega og líkamlega :)

Kv.Guðmann
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: eyðsla á bílum

Postfrá Stebbi » 21.mar 2011, 21:31

G,J. wrote:Svo má ekki gleyma að þó að eyðslutölur séu kannski aðeins hærri en í dísel hrísgrjónafötunum þá fer Cherokee
svo miklu betur með mann bæði andlega og líkamlega :)

Kv.Guðmann


Sérstaklega andlega, ég hef aldrei sofið eins vel og þegar ég vissi af Jeepí bílastæðinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur