pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 23.okt 2024, 23:19

Góðan deig,

Ég er að leita mér að einhverju skemmtilegu settuppi til að fylgjast með relluni í delluni minni (Svarti sauðurinn, Chevrolet Bronco með sbc350) og langar svo að vita hvort ekki sé eitthvað skemmtilegra í boði en þessir týpísku VDO mælar.....

ég hef töluvert leitað en ekki fundið neitt skemmtilegt fyrr en ég datt niðrá þetta glimrandi gull hér: https://www.garmin.com/en-US/p/897577
Image

en þetta er að sjálfssögðu alveg rugl dýrt í jeppa, enda hugsað fyrir flugvélamótora. En þarna er hægt að koma öllu sem skiptir máli fyrir á einstaklega smekklegan hátt í mjög lítið og snoturt mælitæki og ég er svo rasandi hissa á að finna ekkert svipað fyrir okkur jeppakallana.

Er ég bara lélegur á gúgglinu eða er ekkert til sem er svona skemmtilegt og smekklegt fyrir okkur sem ekki eru alveg eins og allir hinir? :)

Kv, Lalli



User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá jongud » 24.okt 2024, 11:27

Hérna er ein týpa. Ég hef séð svipað í bíl hér á klakanum
https://www.ebay.com/itm/166632634856

Hér er svo litríkari útgáfa
https://www.ebay.com/itm/355196552722


Snæri
Innlegg: 17
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Snæri » 24.okt 2024, 12:16

Ef þú ert ekki með OBD2 tengi sem þú getur sótt upplýsingar frá vélartölvu, þá er ólíklegt að það sé einhver "ódýr" patent lausn fyrir svona nema bara analog mælingar og gamli góði VDO

ef bíllinn er með OBD II, þá er mögulega hægt nota ódýrari græjur sem sýna frá vélartölvu, Ástralarnir hafa mikið verið með UltraGauge (t.d. UltraGauge MX 1.4 fyrir basic texta uplýsingar) eða ScanGauge (t.d ScanGauge V.3 ef þú villt grafík) sem eru töluvert ódýrari en garmin græjan.

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá jongud » 25.okt 2024, 08:21

Snæri wrote:Ef þú ert ekki með OBD2 tengi sem þú getur sótt upplýsingar frá vélartölvu, þá er ólíklegt að það sé einhver "ódýr" patent lausn fyrir svona nema bara analog mælingar og gamli góði VDO

ef bíllinn er með OBD II, þá er mögulega hægt nota ódýrari græjur sem sýna frá vélartölvu, Ástralarnir hafa mikið verið með UltraGauge (t.d. UltraGauge MX 1.4 fyrir basic texta uplýsingar) eða ScanGauge (t.d ScanGauge V.3 ef þú villt grafík) sem eru töluvert ódýrari en garmin græjan.


Það er satt. Ég gleymdi alveg að spyrja hvernig kerfi væri á mótornum. Ef það er ekki OBD2 þá virka þessi mælaborð ekki.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 28.okt 2024, 00:17

þetta er 40 ára gamall bíll með svipað gömlum swap mótor :) svo nei, obd2 er ekki í bílnum hehe. en ok, þá veit maður það bara... þá verður maður bara að fara að föndra eitthvað skemmtilegt... eða taka þessa flugvélamótoravöktunargræju til dýpri skoðunar....

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 29.okt 2024, 09:41

Þetta er það eina sem ég hef fundið sem er eitthvað í líkingu við þessar pælingar, og leysir bara EGT hlutann... mig langar í hinar upplýsingarnar á sama skjá ef ég get.... https://thesensorconnection.com/product/12-channel-digital-egt-andor-cht-pyrometer-gauge-display?v=784

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Járni » 29.okt 2024, 14:16

Er það þá ekki eitthvað í þessa átt?

https://hackaday.com/2010/03/16/keep-ta ... ut-obd-ii/
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 29.okt 2024, 15:25

Jú akkurat, nema með mun fallegra, grafísku interface :D

Ég hef reynt að finna þetta líka úr bátaheiminum en ekki haft erindi sem erfiði.... ennþá amk.



Járni wrote:Er það þá ekki eitthvað í þessa átt?

https://hackaday.com/2010/03/16/keep-ta ... ut-obd-ii/

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 30.okt 2024, 00:04

Jæja! ég nálgast þetta smátt og smátt. hér er eitt sem væri nothæft ef þetta væri ekki læst við þetta eina forljóta look :D

https://enginestat.com/shop-all/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Járni » 30.okt 2024, 11:15

https://www.youtube.com/watch?v=Fy2_CUBz40A < Þessir fara asskoti langt í nördaskapnum.
Land Rover Defender 130 38"


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá juddi » 30.okt 2024, 18:37

Væri til í að sjá svona sem er ekki allt í saman sem gæti komið í staðin fyrir orginal í td Willys
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 30.okt 2024, 23:44

HOLLEY to the rescue! held ég hafi dottið niðrá honeypottinn..... https://www.holley.com/products/fuel_sy ... ts/553-109


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá olei » 31.okt 2024, 01:01

Ég held að NS í Japan sé brautryðjandi á þessu sviði, eða þeir voru það fyrir nokkrum árum þegar ég var eitthvað að glugga í þetta.
Stutt leit skilaði þessu:
https://www.defi-shop.com/

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá jongud » 31.okt 2024, 07:25

Polarbear wrote:HOLLEY to the rescue! held ég hafi dottið niðrá honeypottinn..... https://www.holley.com/products/fuel_sy ... ts/553-109


ég myndi nú fara í EFI ef ég væri að gera þetta á annað borð, jafnvel kaupa frá Holley.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: pervertískar pælingar um mælingar (engine monitoring)

Postfrá Polarbear » 01.nóv 2024, 23:41

jongud wrote:
Polarbear wrote:HOLLEY to the rescue! held ég hafi dottið niðrá honeypottinn..... https://www.holley.com/products/fuel_sy ... ts/553-109


ég myndi nú fara í EFI ef ég væri að gera þetta á annað borð, jafnvel kaupa frá Holley.


já það er nú pælingin, fara í Holley Sniper 2 og Hyperspark... og svo einhvern svona skjá með.... svona þegar ég vinn í Lottóinu :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur