Jeppaveiki Patrol
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 15.apr 2022, 09:39
- Fullt nafn: Andrés Ellert Ólafsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Jeppaveiki Patrol
Patrol byrjar allt í einu að hristast - verður að hægja á honum - eins og dekk séu að fara undan - allt í lagi með allar fóðringar/stífur - virðist allt í einu hafa byrjað á þessu og er að aukast/versna það að segja hristingurinn - einhver ráð ?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Jeppaveiki Patrol
Athuga hvort það sé eitthvað kast á dekkjunum. Tjakka framdekkin upp og setja eitthvað stöðugt á jörðina og rúlla dekkinu upp við það. 1mm kast getur hrist mikið. Athuga kast bæði til hliða og inn út (upp niður)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Jeppaveiki Patrol
Slag í stýrisvél er algengur sjúkdómur í Patrol, en áður en það er hert á henni þarf að ganga úr skugga um að hún sé á miðju sem þarf ekkert endilega að vera.
En eins og Jón segir geta dekkin líka triggerað þetta, ef þú átt eða getur fengið lánaðan annan dekkjagang væri sniðugt að prófa það.
En eins og Jón segir geta dekkin líka triggerað þetta, ef þú átt eða getur fengið lánaðan annan dekkjagang væri sniðugt að prófa það.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 15.apr 2022, 09:39
- Fullt nafn: Andrés Ellert Ólafsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Jeppaveiki Patrol
Sælir og takk fyrir þetta - hann var á nýjum vetradekkjum í vetur en byrjað á þessu allt í einu eftir að skipt var um bremsudisk v/framan og einnig var skipt um stýrisdempara - var í umfelgun um daginn og þetta heldur árfam - veit af ónýtri legu í h/framan, herti upp á henni til að athuga hvort það væri málið en svo reyndist ekki vera - vanir menn hafa bent mér á að skipta um fóðringar í skástífu að framan en það er núsamt ekki að sjá að fóðringar séu slitnar þar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 15.apr 2022, 09:39
- Fullt nafn: Andrés Ellert Ólafsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Jeppaveiki Patrol
Sælir - eru einhver verkstæði (eða snillingar) sem menn mæla sérstaklega með - þarf að láta skipta um legu+pakkdós að framan + fóðringar í skástífu
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur