Jimmni
Jimmni
Sælir sérfræðingar. Ætla að setja 2" undir gormana á jimmni og setja 31" dekk einhvernstaðar sá ég að maður þyrfti að síkka stífurnar um sama við grindina. Nú væri gott að fá smá tips hvað er best að gera.
Re: Jimmni
svo gætir þú farið inn á þessa grúbbu https://www.facebook.com/groups/641752786456701
Re: Jimmni
Takk fyrir þetta. þarf ss bara að síkka að framan?
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Jimmni
Ég myndi síkka að framan og aftan. Halli á afturstífum hefur áhrif á rásfestu (stífur sem halla mikið valda því að hásingin "beygir" þegar bíllinn fjaðrar öðru megin) og drifgetu þar af því að stefnan á drifkröftunum sem kemur frá stífunum spilar verr með þyngdarpunkti bílsins. Ég hef séð þetta mjög skýrt á þremur Tacomum sem ég hef verið með puttana í og eru allar með alveg sömu afturstífurnar. Tvær eru í þeirri hæð sem fjöðrunin var hönnuð fyrir en ein var ca. 10-15 cm hærri og sú spennti sig í sundur að aftan undir gjöf á meðan það er ekki áberandi á hinum.
Re: Jimmni
Þetta eru fínar upplysingar takk. Nú er bara að fara gera eitthvað.
Re: Jimmni
Búinn að breyta. Bíllinn geggjaður, færði framstuðarann fram um tvo cm að ofan og fjóra að neðan kemur vel út. kann bara ekki að setja inn mynd hérna.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur