Sælir Jeppamenn og konur.
Nú hefur verið tekin ákvörðun um að setja krúttlega ljósstöng (90 W) á sveitabílinn, nánar tiltekið Isuzu Trooper 2002 módel. Það var keypt eitthvað sett með segulrofa, öryggi og ljótasta rofa norðan alpafjalla og þó víðar væri leitað.
Því fór ég að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki notað vírana, öryggið og segulrofann sem ætlaður er fyrir fram þokuljós (sem hafa aldrei verið til staðar á þessum bíl) og bara bætt við "upprunalegum" þokuljósarofa sem passar í auðan rofa í mælaborðinu hjá mér ?
20 Ampera öryggið ætti að vera meira en nóg fyrir 90W ekki satt?
Gerlegt?
Löglegt?
Kveðja
VerstiVélamaðurinn
Ljósstöng og ónotaðir þokuljósavírar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 10.aug 2022, 18:26
- Fullt nafn: Ólafur Marteinsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper 2003
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Ljósstöng og ónotaðir þokuljósavírar
ég myndi halda að það væri í góðu lagi að nota lagnirnar í bílnum
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ljósstöng og ónotaðir þokuljósavírar
Um að gera að nota lagnirnar. Prófa þær bara fyrst, athuga líka hvort einangrunin sé nokkuð farin að morkna, sérstaklega ef drulla og salt kemst einhversstaðar nærri vírunum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur