Breytingar á LC 90
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.sep 2016, 14:12
- Fullt nafn: Stefán Hermannsson
- Bíltegund: Toyota
Breytingar á LC 90
Byrjað var að boddy hækka bílinn um 10 cm og var það gert með því að byggja upp fremstu og öfstustu boddyfestingar. Einnig voru boddyfestingar aftan við framhjól færðar til að auka pláss. Vatns kassi fékk nýja staðsetningu sem og ýmsu slöngur sem þurftu að breytast. Sjálfskipti örmum var breitt auk þess sem millikassastöng var lengd, til þess að passa í umhverfið. Að þessu loknu er boddyið hert á grindina. Þegar hér er komið við sögu er afturhásing rifin undan àsamst drifSkaftiog stífum.
Hleðslu jafnari var færður aftar á grindina en í ljós kom að hann var bara til bölvunar, þannig að ég fjarlægði gorminn. Hafa bremsur verið til friðs síðan
Byrjað var að skera burtu hjólskàlar og undirbúið fyrir hàsingarfærslu hásingin er færð aftur um 14,5 cm og voru gömlu hjólskálarnar nýttar aftur. Drifskaft var lengt og var lengingin smíðuð úr sjóröra efni 6,3 mm þykkt og virkar vel. Undir bílinn fóru demparar og gormar frá oldman emu með 5 cm lifti Og var þetta verslað í gegn um toyota. Banlanstangarendar voru lengdirað aftan var lengingin 5cm sem samsvaraði lengri gormum.
Ég lækkaði drifhlutföll í 4,88:1 og er bíllinn hár réttur á 38” dekkjum auk þess var farið í loftlás í framdrifi og rafmagnslásinn í afturdrifinu nýttur áfram. Ákveðið var að klippa úr fyrir 44 dc og fór bíllinn á þau dekk veturinn eftir.
- Viðhengi
-
- Millikassa stöng breytt
- 20200423_135044.jpg (719.32 KiB) Viewed 11147 times
-
- 38” at mátað undir í upphafi breytinga
- 20200419_142008.jpg (607.39 KiB) Viewed 11147 times
-
- 20200423_135031.jpg (1.41 MiB) Viewed 11147 times
-
- 20200423_132917.jpg (760.35 KiB) Viewed 11147 times
-
- 20200504_101336.jpg (260.17 KiB) Viewed 11147 times
-
- Styrking smíðuð fyrir gormskálar
- 20200506_103844.jpg (770.77 KiB) Viewed 11147 times
-
- 20200603_184805.jpg (1.1 MiB) Viewed 11147 times
-
- 20200727_233408.jpg (2.26 MiB) Viewed 11147 times
-
- Olíutankur sprautaður með 2 þátta fylli grunni
- 20200727_214924.jpg (1.12 MiB) Viewed 11147 times
-
- 20200924_160201.jpg (220.63 KiB) Viewed 11147 times
-
- 44” mátað undir
- 20201124_193645.jpg (4.1 MiB) Viewed 11147 times
Síðast breytt af Stebbi Hermanns þann 30.aug 2021, 21:07, breytt 2 sinnum samtals.
Re: Breytingar á LC 90
Sæll,
eru þessir kanntar "venjulegir" 38" eða eitthvað breyttir?
-haffi
eru þessir kanntar "venjulegir" 38" eða eitthvað breyttir?
-haffi
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Breytingar á LC 90
Þetta er málið.... skúrabras! maður saknar þess að sjá myndir og frásögn af skúrabrasi :) keep it coming!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.sep 2016, 14:12
- Fullt nafn: Stefán Hermannsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Breytingar á LC 90
Sælir
Þetta eru bara venjulegir 38” kantar
Já skúr bras. Ég fór í þetta verkefni þar sem mig líkaði vel við bílinn en vildi meira flot í snjó, en þar sem þetta er mitt fyrsta breytinga verkefni þá er ég enn að breyta og laga það sem betur mátti fara. Og m.a setja úrhleypibúnað.
Þetta eru bara venjulegir 38” kantar
Já skúr bras. Ég fór í þetta verkefni þar sem mig líkaði vel við bílinn en vildi meira flot í snjó, en þar sem þetta er mitt fyrsta breytinga verkefni þá er ég enn að breyta og laga það sem betur mátti fara. Og m.a setja úrhleypibúnað.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.sep 2016, 14:12
- Fullt nafn: Stefán Hermannsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Breytingar á LC 90
Jæja þá eru verkefnalisti sumarsins langt kominn.
Klára mála brettakanta
Setja upp loftkerfi fyrir úrhleypibúnað
Leggja loft út í hjól
Bæta festingar við eldsneytisgeymi það skrölti eftir breytingar
Breyta áfyllingu og öndun á olíugeymi
Mála með svörtu 2 þátta grind. Til að halda riðvörninni
Græja prófiltengi að aftan
Klára mála brettakanta
Setja upp loftkerfi fyrir úrhleypibúnað
Leggja loft út í hjól
Bæta festingar við eldsneytisgeymi það skrölti eftir breytingar
Breyta áfyllingu og öndun á olíugeymi
Mála með svörtu 2 þátta grind. Til að halda riðvörninni
Græja prófiltengi að aftan
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.sep 2016, 14:12
- Fullt nafn: Stefán Hermannsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Breytingar á LC 90
Já okey þetta er flott ég er nú þegar búinn að setja kúlu loka kistu og ætla sjà hvernig hún reynist.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.sep 2016, 14:12
- Fullt nafn: Stefán Hermannsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Breytingar á LC 90
Hvar og hvernig digital mæla hafa menn verið að setja fyrir sjálfskiptingu ?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur