Nú þarf ég að endurnýja tvö dekk hjá mér sem eru með beadlock felgulæsingum.
Til hvaða verkstæðis ætti maður að leita til að setja þetta vel saman og í góðum ballans?
Kveðja, Kalli
Beadlock dekkjaskipti
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Beadlock dekkjaskipti
Er þetta ekki svo langdregin kleppsvinna að það sé lang-best að reyna að gera það sjálfur ef mögulegt er?
Re: Beadlock dekkjaskipti
Það fara nú tvennar sögur af þessu. Einn segir að þetta sé þægilegara en að koma dekk á óbreytta felgu, annar að þetta sé aðeins á færi sérfræðinga með aðgang að fullkomnum tækjum. Hef aldrei gert þetta sjálfur.
En er allavega byrjaður bara heima í skúr. Maður þarf reyndar alltaf að fara með dekkin svo í ballanseringu, er það ekki...
Er að íhuga að skipta út pönnuhaus unbraco rafgalv boltunum sem halda lásnum og setja í staðinn venjulega ryðfría unbraco.
Kalli
En er allavega byrjaður bara heima í skúr. Maður þarf reyndar alltaf að fara með dekkin svo í ballanseringu, er það ekki...
Er að íhuga að skipta út pönnuhaus unbraco rafgalv boltunum sem halda lásnum og setja í staðinn venjulega ryðfría unbraco.
Kalli
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Beadlock dekkjaskipti
KarlJ65 wrote:Er að íhuga að skipta út pönnuhaus unbraco rafgalv boltunum sem halda lásnum og setja í staðinn venjulega ryðfría unbraco.
Kalli
Nú er spurning hvenig ryðfrír bolti fer í "venjulegu" járni eins og er í felgunni.
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Beadlock dekkjaskipti
jongud wrote:KarlJ65 wrote:Er að íhuga að skipta út pönnuhaus unbraco rafgalv boltunum sem halda lásnum og setja í staðinn venjulega ryðfría unbraco.
Kalli
Nú er spurning hvenig ryðfrír bolti fer í "venjulegu" járni eins og er í felgunni.
Það þarf ekki að hafa áhyggjur af ryðfríu boltunum annað en að þeir gætu litast af ryðtaumum úr stálinu í beadlock hringnum. Hinsvegar er mun gáfulegra að fara í heitgalv bolta en ryðfríu því þannig minnkaru líkur á að stálið í beadlockinu fari sjálft að ryðga sem gæti orðið sjoppulegt. Spennumunurinn milli ryðfría og svarta stálsins veldur því að hringirnir gætu byrjað að ryðga.
-Defender 110 44"-
Re: Beadlock dekkjaskipti
Mikiðrétt.
Ryðfríir boltar, brakket og smáhlutir eru jafnan til mestu vandræða í bifreiðum. Svoleiðis á eiginlega bara heima í bátum og slíku þar sem eiginlega ekkert svart stál er fyrir.
Það eru til húðaðir boltar frá Bossard t.d. (Parylene)sem eru ekki beint heitgalvaðir en samt ágætlega varðir og mikið betri en rafgalv sem dugar eiginlega bara til að það falli ekki á þá í pakkanum. Ísól var með Bossard vörur síðast þegar ég vissi.
Kv
G
Ryðfríir boltar, brakket og smáhlutir eru jafnan til mestu vandræða í bifreiðum. Svoleiðis á eiginlega bara heima í bátum og slíku þar sem eiginlega ekkert svart stál er fyrir.
Það eru til húðaðir boltar frá Bossard t.d. (Parylene)sem eru ekki beint heitgalvaðir en samt ágætlega varðir og mikið betri en rafgalv sem dugar eiginlega bara til að það falli ekki á þá í pakkanum. Ísól var með Bossard vörur síðast þegar ég vissi.
Kv
G
Re: Beadlock dekkjaskipti
Það er kannski best að vera ekki að blanda saman ryðfríu og svörtu stáli, endurskoðum það,
En aðalmálið er samt að losna við helvítis pönnuhausana þar sem sporið fyrir sexkantinn er svo grunnt, það er bara til vandræða þegar boltinn er aðeins farinn að ryðga og róin samgróin við boltann.
Enda er stærsti gallinn við þetta beadlock system þessi drullupollur sem situr alltaf í botni felgunnar .
Kalli
En aðalmálið er samt að losna við helvítis pönnuhausana þar sem sporið fyrir sexkantinn er svo grunnt, það er bara til vandræða þegar boltinn er aðeins farinn að ryðga og róin samgróin við boltann.
Enda er stærsti gallinn við þetta beadlock system þessi drullupollur sem situr alltaf í botni felgunnar .
Kalli
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur