Jæja nú eru laufin tekin að falla, ég varð sjálfur var við í gær að ég fór að skoða vetrarferðamyndir og loks vetrarferðarvideo á youtube í gærkvöld, það er hinn sanni vetrarboði í mínum huga
Það er gaman að sjá hve líflegar umræður eru á jeppaspjalli, það eru ekki margir ef þá nokkrir svona korkar e.(Forum) sem halda dampi jafn vel hérlendis, erlendis eru svona forum oft vinsæl jafnvel þó þau einskorðist við ákveðna tegund og undirtegund af bílum, menn sjá þar enn betur en við gallana við facebook grúppur og svartholsáhrif þeirra vegna fjölda meðlima og umræðna.
En hvað eru menn að brasa? Eru jepparnir klárir fyrir veturinn? Á að fara víða í vetur?
Ég get sagt fyrir mitt leiti að ég ætla engu að breyta fyrir veturinn, en það er komið að ýmsu viðhaldi á langa rauð og því fer allt nýtt sem heitið getur í framhjólabúnað, ég ætla að setja lock rite lásinn aftur í framdrifið til að nota á snjó í vetur, tek það úr aftur í vor og held áfram að safna fyrir ARB.
Ég stefni á að verða duglegri að fara í ferðir skipulagðar af F4x4 í vetur, og mig langar að fara meira á norður og austurhálendi en ég hef verið að gera undanfarna vetur, en þetta svæði er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég heimsótt það mikið á sumrin
Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Ég seldi Trooperinn síðasta vetur og fékk mér um daginn Econoline garm til að drepa tímann í vetur, smá svona dudd...
- Viðhengi
-
- 20210913_133923.jpg (4.43 MiB) Viewed 5701 time
-
- 20210814_142540.jpg (5.9 MiB) Viewed 5701 time
-
- 20210913_134127.jpg (264.68 KiB) Viewed 5701 time
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Ég er á höttunum eftir 40-tommu dekkjagangi til að skrúfa undir.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Uppfyrir haus í kúkableyjum og almennu rugli. Treysti á að gamli land roverinn hrökkvi í gang þegar mest á reynir hér innanbæjar næsta vetur. Það geta verið hörku jeppaferðir :-)
Land Rover Defender 130 38"
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
það hefur nú ekki verið upp á marga fiska bílabrasið á manni þetta árið. raminn hefur staðið óáreittur inn í skúr síðan ég flutti fyrr á árinu.
ég stefni á að fara drulla mér að snýta "jeppanum" sem ég nota dags daglega sem er gmc á 35" ef það klárast er aldrei að vita nema það finnist tími í hinn garminn
ég stefni á að fara drulla mér að snýta "jeppanum" sem ég nota dags daglega sem er gmc á 35" ef það klárast er aldrei að vita nema það finnist tími í hinn garminn
- Viðhengi
-
- 20210831_205044.jpg (1.79 MiB) Viewed 5518 times
-
- 20210622_231019.jpg (3.16 MiB) Viewed 5518 times
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Ég ætla að setja kastaragrindina aftur á þennan eftir málningarvinnu síðasta vetur. Kaupa á hana góða kastara. Svo ætla ég að fá mér 40" dekk ef ég finn einhversstaðar felgur :)
Síðan þarf að setja úrhleypibúnað og svo fær hann kannski þakgrindina aftur með tíð og tíma.
Aðallega ætla ég að mæta í vinnuna samt, alveg svakalega mikið að gera á Húsafelli.
Síðan þarf að setja úrhleypibúnað og svo fær hann kannski þakgrindina aftur með tíð og tíma.
Aðallega ætla ég að mæta í vinnuna samt, alveg svakalega mikið að gera á Húsafelli.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Það er heldur betur kominn hugur í mann, núverandi verkefni er að klára koma þessum sleðum í gagnið og svo næst á dagskrá er ýmislegt dund í Musso, skipta um bogna spyrnu að framan og demparaturn sem laskaðist í ferð yfir Langjökul.
Svo þarf að græja úrhleypibúnð, maður er í miklum minnihlutahóp á fjöllum nú til dags þegar það er ekki til staðar.
Svo jú þarf ég að læra stilla inn drif og setja 5.38 hlutföll aftur undir eftir að afturdrifið gaf upp öndina fyrir um það bil ári síðan.
Þarf líka að græja 44" kanta á bílinn.
Musso hefur fengið að vera garðskraut í sumar þar sem ég keypti Patrol til að ferðast um á í sumar.
Svo þarf að græja úrhleypibúnð, maður er í miklum minnihlutahóp á fjöllum nú til dags þegar það er ekki til staðar.
Svo jú þarf ég að læra stilla inn drif og setja 5.38 hlutföll aftur undir eftir að afturdrifið gaf upp öndina fyrir um það bil ári síðan.
Þarf líka að græja 44" kanta á bílinn.
Musso hefur fengið að vera garðskraut í sumar þar sem ég keypti Patrol til að ferðast um á í sumar.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
-
- Innlegg: 343
- Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
- Fullt nafn: Garðar Tryggvason
- Bíltegund: Dodge Ram
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Hér er verið að brasa í loftmálum, búinn að gróðursetja York dælu á mótorinn en eftir að koma fyrir loftkút, rakaskilju oþh, tekst vonandi að klára það næst þegar maður verður í landi.
Í síðasta fríi hafðist að klára að breikka felgur og koma 40" dekkjunum undir svo ég held að ég sé nokkuð klár í veturinn.
Tilvalið að henda inn einum montstatus í leiðinni, felgurnar lukkuðust nokkuð vel og mesta balancering sem þurfti var 200gr og minnsta 50gr svo ég er nokkuð sáttur við hvernig þetta tókst :-D
Í síðasta fríi hafðist að klára að breikka felgur og koma 40" dekkjunum undir svo ég held að ég sé nokkuð klár í veturinn.
Tilvalið að henda inn einum montstatus í leiðinni, felgurnar lukkuðust nokkuð vel og mesta balancering sem þurfti var 200gr og minnsta 50gr svo ég er nokkuð sáttur við hvernig þetta tókst :-D
- Viðhengi
-
- Ekki mikið blý sem þurfti
- IMG_20210825_183151_1.jpg (2.59 MiB) Viewed 5318 times
Dodge Ram 1500/2500-40"
-
- Innlegg: 146
- Skráður: 14.jan 2011, 23:54
- Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
- Bíltegund: JEEP
- Staðsetning: Borgarnes
- Hafa samband:
Re: Veturinn á næsta leiti, hvað eru menn að brasa?
Kláraði loksins jeep þannig hann færi i gegnum breytinga skoðun, og ekki vildi betur til að að það fór headpakkning nokkrum vikum seinna
Fór í fýlu útí 4.7 og ákvað að fara úti einhverja vitleysu, kláraði að grisja rafkerfi i vikunni og fer vonandi ofani um helgina eða næstu viku til að klára rafmagn, nóg eftir þar
Fór í fýlu útí 4.7 og ákvað að fara úti einhverja vitleysu, kláraði að grisja rafkerfi i vikunni og fer vonandi ofani um helgina eða næstu viku til að klára rafmagn, nóg eftir þar
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur