120 upphækkunarklossar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 14.des 2020, 17:03
- Fullt nafn: Emil Grettir Grettisson
- Bíltegund: Toyota LC 120 33"
- Staðsetning: kópavogur
120 upphækkunarklossar
ætli maður komi 34-35" undir lc120 gx bíl bara með því að henda kubbum á gormana að aftan og á suspensionið að framan svo færa boddyfestingar
Re: 120 upphækkunarklossar
Ég myndi veðja á að það veiti ekki af að "snyrta til" fyrir dekkjunum eitthvað líka. Þarf kannski ekki endilega að vera stóraðgerð, en það má búa til glettilega mikið pláss með dúkahníf á plöst og slaghamri á samskeyti sem skaga út. Ekki endilega besta aðferðin að berja til sílsaenda og annað, en stundum hægt að fletja til þannig að hlutirnir sleppi. Ef planið er að fara stærra, og helst ekki svo löngu seinna með almennilegum úrklippingum og ganga "rétt" frá, þá myndi ég segja já, það er allt í lagi. Ekki líta á slaghamars aðferðina sem framtíðarlausn, það skemmir ryðvörn of mikið til að vera annað en bráðabirgðaúrræði.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur