Komið þið sæl hér á jeppaspjallinu
Ég var að kaupa mér þennan glæsilega 38" breytta hilux og ákvað að skella í þráð um hann hérna á spjallinu. Maður er alltaf að skoða jeppaspjallið og um að gera að deila líka með sér til að halda spjallinu gangandi :)
Hér erum við að tala um bíl sem er 38" breyttur hjá breyti sem hefur alltaf verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækis og átti þessi bíll heima í skaftafelli og var notaður til að ferja staff í vélsleða og fjórhjóla ferðir. Virkilega vel með farinn og heillegur bíll sem hefur lítið séð af salti, hann er þó töluvert grjótbarinn á lakki enda mikið keyrður um sanda. Bíllinn er 38" breyttur en er á 37" cooper dekkjum
Nú af því að ég bý á höfuðborgarsvæðinu þar sem göturnar eru saltaðar þá ákvað ég að fara með bílinn í ryðvörn hjá Smára Hólm í síðustu viku og hann sagði orðrétt að þetta væri heillegasti Hilux sem hefur komið inn um dyrnar hjá honum! Hann talaði um styrktarbita sem er undir pallinum á þessum bílum sem er alltaf farinn af ryði, en var alveg stráheill í þessum bíl sem segði allt sem segja þarf ;)
Það fyrsta sem ég geri alltaf þegar ég kaupi bíl er að panta gluggahlífar og var ekki lengi að græja þær
Eitt af því litla sem var að bílnum þegar ég kaupi hann er að handbremsa var slöpp og útilega í afturhjóli, ég græjaði það bara sjálfur núna um helgina úti á plani hjá mér, skifti um handbremsubarka, dælu, borða og gorma
Ég er búinn að panta mér spilara með stórum skjá og gps og interneti frá Ali frænda sem planið er að keyra Oruxmaps á með íslandskorti
Næst á dagskrá eru svo framrúðuskifti þar sem rúðan er sprungin.
Svo í framtíðinni er úrhleypibúnaður á óskalistanum, jú og auðvitað 38" dekk en ég hef ekki alveg efni á þeim akkurat núna þar sem ég var að kaupa mér jeppa. Held það verði líka bara skemmtilegri uppfærsla þegar að henni kemur að byrja á að leika mér á þessum dekkjum og finna svo muninn þegar hann er kominn á AT dekk
Toyota Hilux 2012
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Toyota Hilux 2012
Eru þessi 37 tommu dekk á 16 eða 17 tommu felgum?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.nóv 2014, 23:56
- Fullt nafn: Ísak Axelsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Þorlákshöfn
Re: Toyota Hilux 2012
jongud wrote:Eru þessi 37 tommu dekk á 16 eða 17 tommu felgum?
Jú mikið rétt, þetta eru 17" felgur
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Toyota Hilux 2012
sakkiboy wrote:jongud wrote:Eru þessi 37 tommu dekk á 16 eða 17 tommu felgum?
Jú mikið rétt, þetta eru 17" felgur
Er þá ekki spurning um að nota þær og fara beint í 40 tommu dekk?
Ef það er ekki búið að breyta bremsunum á bílnum til að koma 15-tommu felgum undir er það aukapakki upp á ca. 100 þúsund, plús nýjar felgur ef þú ætlar í AT dekkin sem eru bara til fyrir 15-tommu felgur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.nóv 2014, 23:56
- Fullt nafn: Ísak Axelsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Þorlákshöfn
Re: Toyota Hilux 2012
jongud wrote:sakkiboy wrote:jongud wrote:Eru þessi 37 tommu dekk á 16 eða 17 tommu felgum?
Jú mikið rétt, þetta eru 17" felgur
Er þá ekki spurning um að nota þær og fara beint í 40 tommu dekk?
Ef það er ekki búið að breyta bremsunum á bílnum til að koma 15-tommu felgum undir er það aukapakki upp á ca. 100 þúsund, plús nýjar felgur ef þú ætlar í AT dekkin sem eru bara til fyrir 15-tommu felgur.
Já þú hefur lög að mæla!
Þarf að skoða það betur, ætla að fá að máta 15 tommu felgur hjá félaga mínum á næstunni og sjá hvort þær komist undir.
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Toyota Hilux 2012
Færi frekar í Cooper 40" dekkin, þau eru líka ódyrari 82.990kr vs 108.650kr fyrir AT dekkin. Annars reffilegur Hilux!
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.nóv 2014, 23:56
- Fullt nafn: Ísak Axelsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Þorlákshöfn
Re: Toyota Hilux 2012
Fórum norður til Akureyrar í smá strákaferð
Skellti bílnum í smurningu á fimmtudag en hundurinn á n1 skrúfaði hráolíusíuna eitthvað skakkt í svo það míglak úr henni
Leiðinlegt að lenda í en við skrúfuðum hana bara aftur rétt í og málið dautt og við leggjum í hann norður á föstudagsmorgun
Löguðum einnig kastarana sem vildu ekki kviknast á, relíið hafði þá bráðnað vegna rangarar tengingar á einum vír og ég kláraði að skifta um seinni handbremsubarkan.
Átti nokkuð erfiðan akstur norður í miklum skafrenningi og mátti litlu muna tvisvar í sömu brekkunni hjá húnaveri þegar allt í einu birtist stór ford pikki með bílakerru og stefnir beint í andlitið á mér en nær að sveigja frá og sveiflar kerrunni harkalega til við viðbragðið. Svo aðeins ofar í brekkunni birtist range rover á fleygiferð á röngum vegarhelmingi og stefnir beint í flasið á mér en nær rétt að forðast árekstur. Það var svo blint að ég skreið bara upp brekkuna og fór mjög varlega og var mjög óþægilegt að fá þessa rasshausa í andlitið á allt of mikilli ferð miðað við aðstæður, en það voru bara allir heppnir þarna
Tókum bústað í kjarnaskógi og létum fara vel um okkur, ferðin átti að snúast um snjóbretti en það er ekki búið að vera veður í það og lokað í fjallinu, svo við keyrðum bara um og höfðum gaman í snjónum. Fórum ekkert út fyrir siðmenninguna enda einbíla og vitlaust veður en rúntuðum slatta bara um akureyri og kjarnaskóg í djúpum snjó og fékk að prófa bílinn svolítið og kynnast honum og við náðum að renna okkur eitthvað aðeins á brettunum. Svo var gaman að hjálpa nokkrum föstum bílum
Festi hann aðeins þarna en með hörð dekk svo það var bara hleypt niður í 4 pund og bakkaði úr þessu
Fékk mjög góða reynslu á bílinn í dag og er bara mjög ánægður
Við vorum að djöflast mikið í snjó og hoppa mikið inn og útúr bílnum snjóblautir og bévítans tau áklæðið á sætunum allt blautt og út í vatnsblettum sem mér þykir ekki vera nógu verklegt. Pantaði mér á ebay áklæði úr gervi leðri og hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út, þetta ætti allavega ekki að drekka í sig vatn og drullu eins og tau ruslið.
Gleymdi að seigja í fyrri pósti varðandi raflásinn en hann nær ekki að kveikja á heldur blikkar bara ljósið í mælaborðinu sem er víst algengt vandamál. Planið er að græja lofttjakk á lásinn sem ég hef heyrt að maður kaupi í borgarnesi, vinur minn þekkir til og við ætlum að græja þetta á næstunni ásamt að útbúa loftkút undir bílinn. Úrhleypibúnaður er samt aðeins lengra í framtíðinni en rökrétt að byrja á loftkút sem fyrsta skref í þá áttina
Ég þarf líka að fara með hann í hjólastillingu sem allra fyrst, hægra framdekkið er með rugl halla og sést bersýnilega á stilliboltunum hvað þeir snúa alveg í sitthvora áttina
Skellti bílnum í smurningu á fimmtudag en hundurinn á n1 skrúfaði hráolíusíuna eitthvað skakkt í svo það míglak úr henni
Leiðinlegt að lenda í en við skrúfuðum hana bara aftur rétt í og málið dautt og við leggjum í hann norður á föstudagsmorgun
Löguðum einnig kastarana sem vildu ekki kviknast á, relíið hafði þá bráðnað vegna rangarar tengingar á einum vír og ég kláraði að skifta um seinni handbremsubarkan.
Átti nokkuð erfiðan akstur norður í miklum skafrenningi og mátti litlu muna tvisvar í sömu brekkunni hjá húnaveri þegar allt í einu birtist stór ford pikki með bílakerru og stefnir beint í andlitið á mér en nær að sveigja frá og sveiflar kerrunni harkalega til við viðbragðið. Svo aðeins ofar í brekkunni birtist range rover á fleygiferð á röngum vegarhelmingi og stefnir beint í flasið á mér en nær rétt að forðast árekstur. Það var svo blint að ég skreið bara upp brekkuna og fór mjög varlega og var mjög óþægilegt að fá þessa rasshausa í andlitið á allt of mikilli ferð miðað við aðstæður, en það voru bara allir heppnir þarna
Tókum bústað í kjarnaskógi og létum fara vel um okkur, ferðin átti að snúast um snjóbretti en það er ekki búið að vera veður í það og lokað í fjallinu, svo við keyrðum bara um og höfðum gaman í snjónum. Fórum ekkert út fyrir siðmenninguna enda einbíla og vitlaust veður en rúntuðum slatta bara um akureyri og kjarnaskóg í djúpum snjó og fékk að prófa bílinn svolítið og kynnast honum og við náðum að renna okkur eitthvað aðeins á brettunum. Svo var gaman að hjálpa nokkrum föstum bílum
Festi hann aðeins þarna en með hörð dekk svo það var bara hleypt niður í 4 pund og bakkaði úr þessu
Fékk mjög góða reynslu á bílinn í dag og er bara mjög ánægður
Við vorum að djöflast mikið í snjó og hoppa mikið inn og útúr bílnum snjóblautir og bévítans tau áklæðið á sætunum allt blautt og út í vatnsblettum sem mér þykir ekki vera nógu verklegt. Pantaði mér á ebay áklæði úr gervi leðri og hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út, þetta ætti allavega ekki að drekka í sig vatn og drullu eins og tau ruslið.
Gleymdi að seigja í fyrri pósti varðandi raflásinn en hann nær ekki að kveikja á heldur blikkar bara ljósið í mælaborðinu sem er víst algengt vandamál. Planið er að græja lofttjakk á lásinn sem ég hef heyrt að maður kaupi í borgarnesi, vinur minn þekkir til og við ætlum að græja þetta á næstunni ásamt að útbúa loftkút undir bílinn. Úrhleypibúnaður er samt aðeins lengra í framtíðinni en rökrétt að byrja á loftkút sem fyrsta skref í þá áttina
Ég þarf líka að fara með hann í hjólastillingu sem allra fyrst, hægra framdekkið er með rugl halla og sést bersýnilega á stilliboltunum hvað þeir snúa alveg í sitthvora áttina
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Toyota Hilux 2012
Fínasta ferð hjá ykkur, þetta hefur verið frískandi =)
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.nóv 2014, 23:56
- Fullt nafn: Ísak Axelsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Þorlákshöfn
Re: Toyota Hilux 2012
Jæja kominn tími á update
Blessuð 37 tommu dekkin sem voru undir honum eru öll ónýt!
Var að lenda í leka á 3 dekkjum og lét skoða það, kom í ljós að naglarnir sem voru í dekkjunum voru röng gerð fyrir þessi dekk og voru farnir að stinga í gegn. Naglinn var jafn langur og kubbarnir á dekkjunum.
Ég fann fínan gang af negldum AT38" á fínum felgum með úrhleypi spöngum og hnjám á flottu verði svo ég skelli mér bara á þau
Fór í hjólastillingu í lok jan en fæ þær fréttir að það sé ekki hægt að hjólastilla vegna þess að naf/spindil armarnir báðum megin voru kengbognir. Þá var ekkert annað að gera en að redda því
Keifti notaða arma frá partasölu og lét sandblása
og lét styrkja armana hjá breyti
Við vinirnir hentum örmunum í easy
Munurinn á gömlu/nýju
Þegar bílnum var slakað niður varð hann svona innskeifur
Stýrisendi var bara lengdur í botn svo hægt væri að keyra hann í hjólastillingu, einnig var ca 5cm munur á hæð frá dekki í kant að framan en það jafnaðist aðeins út við hjólastillingu en hann er samt ennþá svolítið siginn bílstjóramegin og rekst 38 tomman í bæði framan sig og aftur fyrir sig í fullri beygju.
Ég fór með bílinn í hjólastillingu hjá bifreiðaverkstæði kópavogs og var stýrismaskínan núllstillt og liðkuð upp
Armarnir sem komu úr bílnum voru greinilega sitthvor smíðin, annar var frá breyti síðan bílnum var breytt en hinn var með öðruvísi styrkingu soðna svo það hefur eitthvað gerst hjá fyrrv eigenda til að hann hafi skift um annan arminn þannig að bíllinn er kanski ekki alveg eins ofur heillegur og ég hélt en þetta er allavega allt komið í toppstand núna og allt beint og fínt
Er búinn að láta skifta um framrúðu og búinn að setja þokuljós og húddpumpur frá ali sem koma bara ágætlega út
Blessuð 37 tommu dekkin sem voru undir honum eru öll ónýt!
Var að lenda í leka á 3 dekkjum og lét skoða það, kom í ljós að naglarnir sem voru í dekkjunum voru röng gerð fyrir þessi dekk og voru farnir að stinga í gegn. Naglinn var jafn langur og kubbarnir á dekkjunum.
Ég fann fínan gang af negldum AT38" á fínum felgum með úrhleypi spöngum og hnjám á flottu verði svo ég skelli mér bara á þau
Fór í hjólastillingu í lok jan en fæ þær fréttir að það sé ekki hægt að hjólastilla vegna þess að naf/spindil armarnir báðum megin voru kengbognir. Þá var ekkert annað að gera en að redda því
Keifti notaða arma frá partasölu og lét sandblása
og lét styrkja armana hjá breyti
Við vinirnir hentum örmunum í easy
Munurinn á gömlu/nýju
Þegar bílnum var slakað niður varð hann svona innskeifur
Stýrisendi var bara lengdur í botn svo hægt væri að keyra hann í hjólastillingu, einnig var ca 5cm munur á hæð frá dekki í kant að framan en það jafnaðist aðeins út við hjólastillingu en hann er samt ennþá svolítið siginn bílstjóramegin og rekst 38 tomman í bæði framan sig og aftur fyrir sig í fullri beygju.
Ég fór með bílinn í hjólastillingu hjá bifreiðaverkstæði kópavogs og var stýrismaskínan núllstillt og liðkuð upp
Armarnir sem komu úr bílnum voru greinilega sitthvor smíðin, annar var frá breyti síðan bílnum var breytt en hinn var með öðruvísi styrkingu soðna svo það hefur eitthvað gerst hjá fyrrv eigenda til að hann hafi skift um annan arminn þannig að bíllinn er kanski ekki alveg eins ofur heillegur og ég hélt en þetta er allavega allt komið í toppstand núna og allt beint og fínt
Er búinn að láta skifta um framrúðu og búinn að setja þokuljós og húddpumpur frá ali sem koma bara ágætlega út
- Viðhengi
-
- 20210222_181604.jpg (3.95 MiB) Viewed 14342 times
Re: Toyota Hilux 2012
er alltaf v eikur fyrir þessum lúxum á 38"
eitthvað finnst mér bílaplanið þarna kunnulegt. er ekki frá því að ég hafi "byrjað" að búa í þessu húsi
eitthvað finnst mér bílaplanið þarna kunnulegt. er ekki frá því að ég hafi "byrjað" að búa í þessu húsi
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.nóv 2014, 23:56
- Fullt nafn: Ísak Axelsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Þorlákshöfn
Re: Toyota Hilux 2012
íbbi wrote:er alltaf v eikur fyrir þessum lúxum á 38"
eitthvað finnst mér bílaplanið þarna kunnulegt. er ekki frá því að ég hafi "byrjað" að búa í þessu húsi
Gaman af því, ég byrjaði sjálfur að búa hérna fyrir um 3 árum :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur