tommi3520 wrote:Sævar þú hefur væntanlega pantað þetta sjálfur af netinu? eftir að ég fór að skoða þessa vél þá er maður alvarlega að hugsa um að kaupa sér svona og losna við allt skurðarykið í loftinu og allt það vesen sem fylgir að skera með slípirokk.
Ertu búinn að mixa þér eitthvað verkfæri til að skera góða hringi? er með panel úr ryðfríu og fattaði ekki að það er ekki séns fyrir mig að bora í hann með dósabor á þeim hraða sem súluborvélin mín leyfir þannig strax kominn í vesen þar. en svona græja myndi leysa það t.d.
Mín kom beint frá aliexpress á ca 30.000 kall á 11.11 tilboði árið 2015, held hún sé á svipuðu verði í dag
Ég keypti líka 'pilot arc' skurðarbyssu, þá er auðveldara að skera óhreint járn og fer betur með skurðarspíssinn.
Ég smíða mér máta fyrir allt sem ég sker út, oft bara úr pitsa kassa en stundum úr áli sem hægt er að klippa með skærum, eða dreg byssuna eftir vinkli ef ég er að skera beinar línur
Hringi geri ég með svona aukahlut:
