Lengja og breikka brettakanta
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Lengja og breikka brettakanta
Eigið þið til eitthvað af myndum hvernig þið hafið gert þetta eða eruð til í að lýsa þessu eitthvað hvernig þið hafið verið að bera ykkur að í þessu. Hvort eitthvað hafi virkað betur en annað eða hvort það sé eitthvað sem eigi alls ekki að gera. Ég hef ekki unið með trefjaplast áður langar að fara í svona vinnu í vetur, breyta 38“ köntum fyrir 44“. Væri líka flott að vita hvar og hvað væri best að kaupa/eiga í svona.
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Lengja og breikka brettakanta
Akkúrat sömu pælingar og ég er að fara í, í vetur.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Lengja og breikka brettakanta
INFUSE er staðurinn sem selur leikmönnum svona efni til að vinna með á góðu verði, alltof dýrt að kaupa þetta annars staðar þar sem selt er í litlum ræmum
Ég hef aðeins unnið með trefjaplast en ég held að það sé öruggast að hafa vanann með sér, allavega til að fá undirstöðuatriðin.. IÐAN fræðslusetur hefur líka verið með námskeið fyrir iðnaðarmenn (Plastviðgerðir) sem nýttist mér vel, þetta eru dýr efni og sóðaleg og ber að meðhöndla með virðingu og þolinmæði, mikilli þolinmæði
Aðalmálið er að kunni maður ekki til verka fer maður illa með efnin, og niðurstaðan verður annaðhvort veikburða stykki eða stykki sem þarf mikla eftirvinnu / slípum sem þá aftur verður að sóðaskap :)
Ég hef aðeins unnið með trefjaplast en ég held að það sé öruggast að hafa vanann með sér, allavega til að fá undirstöðuatriðin.. IÐAN fræðslusetur hefur líka verið með námskeið fyrir iðnaðarmenn (Plastviðgerðir) sem nýttist mér vel, þetta eru dýr efni og sóðaleg og ber að meðhöndla með virðingu og þolinmæði, mikilli þolinmæði
Aðalmálið er að kunni maður ekki til verka fer maður illa með efnin, og niðurstaðan verður annaðhvort veikburða stykki eða stykki sem þarf mikla eftirvinnu / slípum sem þá aftur verður að sóðaskap :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Lengja og breikka brettakanta
Ég gerði þetta fyrir rúmum 10 árum. Hafði enga reynslu af þessu og útkoman var bara fín miðað við það. Hér eru myndir: https://www.f4x4.is/myndasvaedi/4runner-breytingar/ Hafðu góða loftun, mikla þolinmæði og ekki búast við að þetta takist vel í fyrstu tilraun..
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Lengja og breikka brettakanta
Hafið þið hugmynd um það hvað maður þarf mikið af efni til breikka og lengja svona 38" kanta t.d.?
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
Re: Lengja og breikka brettakanta
Axel Jóhann wrote:Hafið þið hugmynd um það hvað maður þarf mikið af efni til breikka og lengja svona 38" kanta t.d.?
Byrja með svona 1-2 fermetra af mottum og 0,5 - 1 L af resini og herði fyrir það, svo nærðu bara í meira ef það dugar ekki.
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur