Sumarleikur Hins íslenska jeppaspjalls 2020!
Við höfum útbúið kort með hinum og þessum áfangastöðum vítt og breitt um landið.
Flestir staðirnir eru þokkalega aðgengilegir en þeir eru grófflokkaðir í liti eftir erfiðleikastigi: Grænn, gulur og rauður.
- 1 stig fyrir grænan
- 3 stig fyrir gulan
- 10 stig fyrir rauðan og þú kemst sjálfkrafa í pottinn að viðbættum töffarastatus fyrir lífstíð
Í pottinum eru því alls 120 stig en til að vera með verðið þið að ná 12 stigum.
Til að vera með þá sendið þið inn mynd af ykkur eða farartækinu á viðkomandi stað hér í þráðinn, látið dagsetningu og staðarheiti fylgja með!
Ath: Farartækið þarf ekki að vera jeppi!
Kortið má sjá hér!
Reglur:
- Myndin verður að hafa verið tekin í sumar, þ.e. maí - júní - júlí - ágúst.
- Bannað að svindla!
Í lok sumars drögum við svo sigurvegara úr pottinum. Sá stigahæsti á einnig von á góðu!
Potturinn inniheldur:
- 10.000 kr gjafabréf hjá Verkfærasölunni
Styrktaraðilar Sumarleiksins 2020 eru:


Látið skynsemina ráða för, virðið lokanir ef við eiga og stefnið hvorki heilsu né náttúru í hættu! Leikurinn er til gamans gerður!
P.s. það er eitthvað mismunandi hvernig kortið birtist í farsímum, skoðið það því endilega í tölvu þegar þið skipuleggið sumarfríið
Stigataflan (myndin uppfærist þegar við fyllum inn í bókhaldið!)