Ég varð fyrir því óláni að stúta framdrifi á Toyota LC 90, 2002 bíl.
Hann er 38" breyttur en veit ekki hvar / hver breytti.
Ég fékk uppl. áðan um að hlutföllin að framan væru 3.81 - en gengur illa að finna innvols í drifið.
Er einhver hér á síðunni sem gæti kastað ljósi á þessi hlutföll?
aevar
Vantar uppl. um drifhlutfall LC 90
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vantar uppl. um drifhlutfall LC 90
3,81 ??!
Hvaða steypa er það?
Hélt að þessi drif væru bara með
3.58
3.73
4.10
4.3
4.56
4.70
eða 4.88 frá verksmiðju
Hvaða steypa er það?
Hélt að þessi drif væru bara með
3.58
3.73
4.10
4.3
4.56
4.70
eða 4.88 frá verksmiðju
Re: Vantar uppl. um drifhlutfall LC 90
OK, þannig að 38" breyttur LC 90, 2002 módel, ætti að vera með 4.88?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vantar uppl. um drifhlutfall LC 90
aevara wrote:OK, þannig að 38" breyttur LC 90, 2002 módel, ætti að vera með 4.88?
Nú veit ég ekki hvort þú getur yfirhöfuð ekið bílnum en-
Þú færð góða hugmynd um drifhlutfallið ef þú athugar á hvaða snúning hann er á 90 km. hraða.
til öryggis myndi ég taka hann úr 'overdrive' og aka á 90 og sjá hver snúningurinn á vélinni er.
EN !
þetta útheimtir að hraðamælirinn sé réttur!
Með 4.88 í drifunum ætti snúningurinn að vera í kringum 1.715 í fjórða gír (overdrive) en um 2.400 snúningar án overdrive
Vel að merkja, þetta gildir um sjálfskiptingu. ég man ekki hlutfallið í 5. gír á beinskiptum, en í 4. gír gildir sama og um án overdrive, um 2.400 snúningar.
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 07.sep 2011, 18:44
- Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
- Bíltegund: Toyota LC 90
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Vantar uppl. um drifhlutfall LC 90
Tjakka upp annað afturdekkið, setja millikassann í neutral, kríta á dekk og drifskaft og snúa og telja hringi.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur