Stjórnborð bílstjóra fyrir alla opnanlega glugga í bílnum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 8
- Skráður: 11.feb 2020, 19:48
- Fullt nafn: Davíð Bragason
Stjórnborð bílstjóra fyrir alla opnanlega glugga í bílnum
Gott kvöld, er að spá í bíl þar sem allar rúður (upp/niður) virka flott, nema ég sem bílstjóri virðist eingöngu geta sett niður mína rúðu en ekki hjá farþegum. Einnig virkar læsingarhappurinn fyrir farþegarúður ekki. Einhver sem hefur reynslu af slíku? Er ekki líklegast að þetta liggi í stjórnborðinu sjálfu hjá bílstjóra sem fengist notað hjá Japönskum vélum t.d.?
Re: Stjórnborð bílstjóra fyrir alla opnanlega glugga í bílnum
Vírarnir frá hurð og yfir í boddy geta líka verið ónýtir
Re: Stjórnborð bílstjóra fyrir alla opnanlega glugga í bílnum
Hljómar nú soldið eins og það sé ekki búið að resetta endastoppin á rúðunum eftir að geymirinn var aftengdur síðast.
Yfirleitt er það gert með því að opna hverja rúðu með rofanum í sömu hurð, þegar rúðan er komin alveg niður heldur þú rofanum niðri í fimm sekúndur og sleppir svo.
Svo lokar þú rúðunni og heldur rofanum uppi í fimm sek eftir að rúðan er komin upp.
Yfirleitt er það gert með því að opna hverja rúðu með rofanum í sömu hurð, þegar rúðan er komin alveg niður heldur þú rofanum niðri í fimm sekúndur og sleppir svo.
Svo lokar þú rúðunni og heldur rofanum uppi í fimm sek eftir að rúðan er komin upp.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 8
- Skráður: 11.feb 2020, 19:48
- Fullt nafn: Davíð Bragason
Re: Stjórnborð bílstjóra fyrir alla opnanlega glugga í bílnum
Skýringin með að resetta hljómar alveg líkleg þar sem það eru einmitt nýlegir rafgeymar í kagganum, held ég geri tilraun á þessu á morgun. Takk kærlega fyrir svörin asgeirh og haffij :)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur