Þetta er gripurinn, þetta er að vísu gömul mynd af gripnum.

Það var brotin hjólalegan framan farþega megin, legan hafði étið sig inní nafið og driflokan ónýt, sem betur fer fylgdi annað naf með ásamt fleiri varahlutum.
Fann loku í vöku undan hilux.
Er búinn að vera dunda mér í honum, búinn að skipta um nafið og lokun, diska og klossa og dempara að framan.
Eftir að ég var búinn að þessu öllu, þá lýtur út einsog að dekkið þar sem legan var brotinn sé innar við jörðu en að ofan.
Eftir að ég googlaði aðeins um þetta þá er hægt að stilla þetta með því að losa bolta á klafastellinu og trekkja þetta til, eru menn með einhverja reynslu hérna hvernig eigi að stilla þetta eða mæla með einhverjum sérstökum stað til að fara með bílinn? (hjólastillingu?)
Handbremsubarkinn er slitinn, ætla að prufa að festa hann saman með vírfestingum en það verður líklega sett útá það í skoðun.
Ég tók teppið úr bílnum þar sem að litlu hliðarrúðurnar leka var kominn raki í teppið. Botnin lýtur ótrúlega vel út, smá yfirborðsryð.
Ætla að slípa ryðið og mála botninn. En ég veit ekki hvaða málningu ég á að nota. Samkvæmt erlendum spjallsíðum er POR-15 besta efnið í bransanum og ALLIR nota það. Ég held að þetta sé ekki til hérna á íslandi þannig ég spyr hvort menn viti um einhvað sambærilegt efni?
Kem með fleiri myndir af gripnum við tækifæri.