Jæja krakkar mínir. Kominn tími á uppfærslu hér. Hér hafa verið annasamir tímar að koma út felgum til þeirra sem hafa forpantað, og allra hinna. Ég hef engan heyrt kvarta undan þessu enn.
En það var skemmtileg stund að fá svona pakka!

- 20190226_112605.jpg (5.79 MiB) Viewed 28843 times
Verst að hann var hálftómur! (Ég átti krakkann fyrir!) (edit einhverra vegna kemur þetta á hlið, það verður bara að hafa það)

- 20190226_112847.jpg (2.9 MiB) Viewed 28843 times
Þetta lítur alltsaman ljómandi vel út

- 17x14 5x150 silver.jpg (1.27 MiB) Viewed 28843 times

- 17x14 8lug black.jpg (1.85 MiB) Viewed 28843 times

- 17x14 silver 2.jpg (1.29 MiB) Viewed 28843 times
Næsta mál á dagskrá er að panta meira! Mikið meira. Næst ætla ég að fá sem allra minnst af kínversku lofti. Eða allavega að hafa það lokað ofaní skemmtilegum pappakössum :)
Eftirspurnin er gífurleg. Ég er búinn að selja meira en 80% sem dugar til að skila mér smá í annan vasann :) Allt sem heitir 17" fyrir 6 gata er búið. Það sem ég á eftir er eftirfarandi
(hæð x breidd)
15x14 6x139.7 gráar einn gangur
16x14 6x139.7 gráar tveir gangar
17x14 8x165.1 gráar einn gangur
17x14 8x165.1 svartar einn gangur
17x14 8x170 gráar einn gangur
17x10 8x165.1 gráar þrír gangar
Til afhendingar strax.
Komandi tímar eru spennandi. Ég er búinn að ná helvíti góðu griphaldi á Kínverjanum með stórri rörtöng. Áður var 14" breitt max, nú er ég kominn með hann alveg uppí 18" breidd. Kannski jafnvel meira, ég hef bara ekki farið lengra með hann :)
Ég ætla því að eiga á lager 10-18" breiðar felgur í 17" fyrir 6 gata, og slatta af allskonar í öðrum deilingum.
Ég ætla ekki að taka neitt beadlock á lager, nú er ég að fjármagna þetta í samstarfi við bankann og beadlock er mun dýrara í innkaupum og lagerhaldi.
En þeir sem vilja forpanta jeppafelgur og fá það sem þeir vilja (beadlock er í boði í forpöntun) geta endilega sett sig í samband við mig, greitt helming í staðfestingu og eiga sínar felgur vísar þegar gámurinn kemur í ágúst.
Ég ætla að panta í mars, helst fyrir miðjan mars, þó ég sé ekki með neina sérstaka dagsetningu í huga.
Hægt er að senda mér tölvupóst á
jeppafelgur@jeppafelgur.is eða í gegnum formið á jeppafelgur.is eða hringt í mig í síma 8666443 ef menn vilja forvitnast. Best er þó fyrir mig ef um pantanir er að ræða að nota emailið, annars næ ég ekki að halda utanum þetta alltsaman.
Takk fyrir frábært samstarf með þetta hingað til!
http://www.jeppafelgur.is/