Sælir séu lesendur, því þeir geta vonandi aðstoðað mig aðeins.
Mig langar í sjöttu kynslóðar Ford pickup, þeir voru framleiddir frá 1973 til 1979, gjarnan hefði ég samt viljað 77 eða eldri. F250 væri hentugastur upp á burðargetu en ég myndi skoða allt, tveggja dyra Supercab eða fjögurra dyra Crew cab.
Það er hægt að finna þá í ameríkuhreppi en mér hefur sýnst að flutningurinn sé frekar stór þáttur í kostnaðinum þannig að spurningin er hvað sé til af þessum bílum hérna á landinu, hvort einhverjir af þeim séu í sæmilegu ástandi (helst sæmilegt body, restin má alveg vera mjög döpur) og hvort þeir séu falir fyrir minna en hvað það kostar að flytja svona bíl inn.
Allar ábendingar vel þegnar :-)
Kveðja
Siggi
Ford F-x50 6th gen
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur