Ég er búinn að eiga þennan grip í nærri 2 ár og 30Þ km og líkar vel.
Um er að ræða 99 árg af 100 cruiser 4.2 disel sjsk með leðri TEMS og 7 manna.
Hann er auðvitað keyrður langleiðina til tunglsins rétt 350Þ en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því. Nú í vetur braut ég framdrifið í léttri festu og átti ég svo sem von á því enda original drif og orðið slitið ég keypti bara nýtt original. Skipti um alla spindla í leiðinni og gúmmí í ballansstöng og sandblés og málaði olíupönnuna sem var ótrúlega ryðguð( sennilega vegna þess að hún er tvöföld).
Svo núna í sumar fórum við familían vestfjarðahring með fellihýsið(sem er bara gert fyrir teppi) og gekk bara vel í öllum holunum sveigjum og beigjum og bröttu brekkunum. Þetta var skemmtileg ferð með miklu burri og reyndi á.
Þegar heim var komið og reyndar komið að skoðun á bílnum hafði ég tekið eftir surgi í bremsunum að aftan og ákvað að líta á þetta sem snöggvast blasti við orsökin.
Bremsurnar orðnar fastar og allt komið í stálin stinn en þar sem ég var að skipta þessu öllu út sá ég mér til mikillar skelfingar haugryðguð bremsurör í hásinguni.
Mér var hugsað með hryllingi til vegslóðana sem ég hafði farið dagana áður sem voru jahh vægast sagt ekki fyrir bremsulausan bíl með fellihýsi í eftirdragi.
Ég hafði nefninlega einu sinni orðið bremsulaus á bíl í föstudagsumferð á Miklubraut vegna ryðgaðs bremsurörs sem gaf sig á versta tíma og ætlaði sko alls
ekki að lenda í því aftur. Allavega bíllinn fékk skoðun.
Við ákváðum að fara í aðra ferð með hýsið og nú tekinn leggur á Hvammstanga en þar var Eldur í Húnaþingi og mikil skemmtun fyrir alla familíuna. Þaðan leggur suður á Laugaland nærri Hellu og svo með krakkana í Slakka.
Þegar ég var búinn að leggja í Slakka seig bíllinn niður í lægstu stillingu og blikkaði bara Tems kerfið OFF á mig.
Nú voru góð ráð dýr því bíllinn var fulllestaður og alveg 500km að heiman. Ákveðið var að dóla á Selfoss og henda hýsinu upp þar. Daginn eftir var farið á
Toyota Selfossi en þeir voru mjög liðlegir og bilanagreindu fyrir mig það sem ég óttaðist, dælan ónýt og kostar nærri hálfa milljón. Mér var þó tjáð að væri óhætt að keyra heim án þess að skemma neitt en væri örugglega hastur sem er vægast sagt alveg rétt.
Keyrði heim í einum rikk ofan í götuni en krökkunum fanst voða gaman að hossast svona til tilbreytingar því þetta kerfi er mjög gott í akstri og heldur manni alveg stöðugum og góðum.
Jæja þið sem hafið nennt að lesa þetta nú er ég búinn að versla brettakanta á hann fyrir 38" á að halda í TEMS kerfið eða slíta það úr og setja hefðbundna dempara og gorma til þess að hækka hann eða verð ég bara að taka þetta kerfi í burtu?
Einnig skilst mér að þurfi að færa afturhásingu og þá hvernig hafa menn verið að færa hana og hve mikið??
set inn myndir um leið og ég kemst í það
Kv Aron