Kvöldið spjallverjar.
Ég var að spá hvað það stærsta væri sem ég gæti komið undir jimny án þess að skera né hækka.
Einnig, gæti ég náð 30" undir á orginal brettakönntum? Þá með hækkun/skera.
Dekk undir Jimny
Re: Dekk undir Jimny
Sæll er í sömu pælingum en er að hækka hann um 2 tommur. Held að 29 tomma passi undir með ca 1 tiln1.5 tommu hækkun án vandræða.
-
- Innlegg: 6
- Skráður: 28.mar 2018, 17:18
- Fullt nafn: Björn Snær
Re: Dekk undir Jimny
Hef séð jimny með 2" body hækkun á 32" dekkjum með original brettakanta.
Re: Dekk undir Jimny
það væri geggjað að fá eitthvern reynslubolta til að fara yfir þetta. Eina sem ég hef séð menn tala um á íslandi er 31" og þá er hækka og svo skera smá, lítið sem ekkert minnst á 30". Séð á netinu á erlendu síðum að 215-75-r15 sé það mesta sem menn mæla með, þó einstaka menn segja 235-70-r15.
Eins og ég segi þá er draumur að fá einstakling sem veit hvað hann er að tala um segja sína skoðun á þessu, er aðalega hugsa að gera bílinn aðeins vígalegri en þó að hann sé nothæfur í eitthvern djöflagang.
Eins og ég segi þá er draumur að fá einstakling sem veit hvað hann er að tala um segja sína skoðun á þessu, er aðalega hugsa að gera bílinn aðeins vígalegri en þó að hann sé nothæfur í eitthvern djöflagang.
-
- Innlegg: 17
- Skráður: 30.des 2012, 02:56
- Fullt nafn: Steinar Sigurðsson
- Bíltegund: Jimny
Re: Dekk undir Jimny
Ég átti jimny á 31" sem var með 4cm hækkunarklossa undir gormunum og 4cm framlengingar á dempurum. Ég sagaði úr brettaköntunum eftir brotinu sem er á þeim. Til þess að breikka kantana límdi ég ca. 1,5cm gúmmíborða utan á kantana. Þetta kom mjög snyrtilega út.
Hann var í fyrstu alveg ókeyrandi eftir þetta, en eftir að stífuturnarnir að framan voru síkkaðir, sem er einföld suðuvinna, var hann ljómandi góður. Það er alveg óþarfi að eiga við drif og hlutföll fyrir 31"
31" er akkúrat mátulegt undir þessa bíla. Aksturseiginleikar í bænum eru jafn góðir eða betri en original og á fjöllum fer hann allt. Hann var mjúkur og fínn á malarvegum með 8-10 pund og flaut á jöklum og snjó í 0,5-4.


Hann var í fyrstu alveg ókeyrandi eftir þetta, en eftir að stífuturnarnir að framan voru síkkaðir, sem er einföld suðuvinna, var hann ljómandi góður. Það er alveg óþarfi að eiga við drif og hlutföll fyrir 31"
31" er akkúrat mátulegt undir þessa bíla. Aksturseiginleikar í bænum eru jafn góðir eða betri en original og á fjöllum fer hann allt. Hann var mjúkur og fínn á malarvegum með 8-10 pund og flaut á jöklum og snjó í 0,5-4.


Re: Dekk undir Jimny
Sælir ég fæ að forvitnast aðeins hér. ef maður fer í 31" hvað þarf breiða og stórar felgur
Re: Dekk undir Jimny
Ég er að slást við að koma 33" undir, er með 2" hækkun í gormum og dempurum. Brettakanta frá Formverk og nýjar stífur frá http://www.raptor4x4.it/
Þær eru stillanlegar, ss hægt að færa hásingu framar. Þetta er við það að sleppa en betur má ef duga skal. Hendi í 1" upphækkun á bodý ef þetta verður ómögulegt svona. Vill ss hækka hann eins lítið og hægt er.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
Þær eru stillanlegar, ss hægt að færa hásingu framar. Þetta er við það að sleppa en betur má ef duga skal. Hendi í 1" upphækkun á bodý ef þetta verður ómögulegt svona. Vill ss hækka hann eins lítið og hægt er.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
-
- Innlegg: 66
- Skráður: 05.des 2010, 16:05
- Fullt nafn: Sveinn Elmar Magnússon
- Hafa samband:
Re: Dekk undir Jimny
Ég hækkaði minn um 2” á gormum. 2” upphækkunarset frá jimnybits, lengri gormar og lengri demparar. Setti nýjar fóðringar í stífur með hjámiðju til að leiðrétta hásingarhallan, fékk þær á jimnybits. Stýrisdempari frá jimnybits 10” breiðar felgur og 31”. Þurfti að skera flata kanntinn af orginal köntunum. Fjarlægja innri bretti skera svolítið innan úr brettum. Límdi svo 20mm gúmmíkant frá ali express utan á. Setti K&N loftsíu það lagar smá kraftleysið.
Nú þarf að leiðrétta hásingarhalla að aftan og lækka drif.
- Viðhengi
-
- Fyrir breytingu
- 0BAD203F-2CA7-4E18-8EE6-699477E33BCE.jpeg (2.6 MiB) Viewed 6295 times
Suzuki Jimny 1999 31”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur