Daginn félagar,
Var að versla lc90 á 38", ágætistrukk en það eru ryðgöt á báðum sílsum sem fara í taugarnar á mér.
Bíllinn er nýlega skoðaður með þessu en hvernig er best að lagfæra þetta svo sómi sé að ?
Götin eru aftarlega á úthliðum, eitt hvoru megin, varla lófastór.
Svo annað atriði, það er front mounted millikælir og sýndist standa "tölvustýrður millikælir" á reikningnum, þekkir það einhver ?
Þetta er lc90 1997 módel, LZ455.
Kv. Jón Ingi
Sílsar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur