2.8 steypujárnshedd
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
2.8 steypujárnshedd
Hefur einhver skipt út álheddinu á 2.8 Nissan-vélinni og sett pottjárnshedd í staðinn?
Nissan Laurel var með 2.8 með járnheddi og sá mótor þótti alveg ódrepandi, en hann kom minnir mig ekki með túrbínu.
En nú sýnist mér að það sé hægt að fá pottjárnshedd frá Kína...
Nissan Laurel var með 2.8 með járnheddi og sá mótor þótti alveg ódrepandi, en hann kom minnir mig ekki með túrbínu.
En nú sýnist mér að það sé hægt að fá pottjárnshedd frá Kína...
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 2.8 steypujárnshedd
Þarftu þá ekki að bora fyrir smurganginn í túrbínuna eða er þetta potthedd fyrir túrbó vél.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 2.8 steypujárnshedd
svarti sambo wrote:Þarftu þá ekki að bora fyrir smurganginn í túrbínuna eða er þetta potthedd fyrir túrbó vél.
Það er spurning, þess vegna er ég forvitinn um hvort þetta sé hægt og þá hvernig.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 2.8 steypujárnshedd
Ekki langar mig að fullyrða, en betur man ég ekki en að gamli laurel hafi verið með tímakeðju!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: 2.8 steypujárnshedd
Gamla vélin hét LD28, álheddsvélin heitir RD 28.
Olíuverkið er ekki á sama stað á þessum vélumÞær halla líka í sitthvora áttina minnir mig.
og götin fyrir kúplingshúsið eru ekki á sama stað, munar samt bara nokkrum mm á hverju gati
Olíuverkið er ekki á sama stað á þessum vélumÞær halla líka í sitthvora áttina minnir mig.
og götin fyrir kúplingshúsið eru ekki á sama stað, munar samt bara nokkrum mm á hverju gati
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 2.8 steypujárnshedd
Það gæti verið að ég vissi um vél úr laurel. En ef að knastásinn passar, þá er sennilega lítið mál að bora fyrir smurganginn í túrbínuna. Tók einu sinni non-túrbó vél úr Hyundai H-100 bíl og sameinaði við við vél í Hyundai H-1 sem var Túrbó vél, en báðar 2,4L. Þá boraði ég fyrir smurganginn í túrbínuna í heddið. Fór í endann á smurganginum fyrir knastásinn á hliðinni sem snéri að túrbínu. Ef þú getur notað sama knastásinn, þá ætti þetta ekki að vera mikið mál. Það getur líka verið sami endi á knastásnum, þó svo að önnur vélin hafi verið fyrir keðju. Þyrftir eiginlega að komast yfir slátur til að geta borið þetta saman. Ekki hægt að styðjast við partanúmer í svona tilfellum. Svo færðu nokkra auka hesta við að taka hedd af non-túrbó vél og setja á túrbó-vél, þar sem að ventlarnir eru aðeins stærri og þar af leiðandi meira loftmagn sem hressir. Svo er opnunartíminn á ventlunum aðeins lengri í non-túrbó vélinni. Knastarnir aðeins flatari. Ef þú villt auka olíumagnið. En þar sem að ég hef ekki borið þessar tvær vélar saman, þá get ég ekki sagt nákvæmlega til um hvað gangi upp og hvað ekki.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 2.8 steypujárnshedd
Jamm, hef fengið það staðfest annarsstaðar að Laurel-vélin var með keðju. Þetta eru aðallega pælingar hjá manni varðandi val á næsta jeppa. Það er auðvitað allt hægt, en aðstöðuleysi setur manni ansi mikil takmörk.
Hins vegar ef maður horfir ískalt á málið hagfræðilega séð þá er stór bílskúr á höfðurborgarsvæðinu bæði dýr í innkaupum og rekstri, og verkstæði eru mun fljótari að hlutunum en maður sjálfur (þegar maður fær tíma) og einnig (verð ég að viðurkenna) skila þau betri og vandaðri vinnu.
En nú fór ég út fyrir efnið. Nissan 2,8 vélarnar eru skv. áströlunum nokkuð áreiðanlegar ef það er passað upp á kælinguna, en aflið er alltaf takmarkað. Það þarf að passa vel boltann sem heldur trissunni á sveifarásnum af því að hann vill losna, og 14-15 psi í blástur er líklega hæsti skynsamlegi þrýstingur inn á hana.
Hins vegar ef maður horfir ískalt á málið hagfræðilega séð þá er stór bílskúr á höfðurborgarsvæðinu bæði dýr í innkaupum og rekstri, og verkstæði eru mun fljótari að hlutunum en maður sjálfur (þegar maður fær tíma) og einnig (verð ég að viðurkenna) skila þau betri og vandaðri vinnu.
En nú fór ég út fyrir efnið. Nissan 2,8 vélarnar eru skv. áströlunum nokkuð áreiðanlegar ef það er passað upp á kælinguna, en aflið er alltaf takmarkað. Það þarf að passa vel boltann sem heldur trissunni á sveifarásnum af því að hann vill losna, og 14-15 psi í blástur er líklega hæsti skynsamlegi þrýstingur inn á hana.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: 2.8 steypujárnshedd
Samkvæmt minni reynslu með RD 28 Non turbó, þá skiptir miklu máli að hettpakkningin sé stálpakkning, grafítpakkningarnar eyðileggja heddin á u.þ.b. 100 þús km
En mér finnst ótraustvekjandi í þessum vélum hvað heddboltarnir eru fáir
Varðandi það að setja hedd af vél sem var með keðju á vél sem er með reim, þá er líka smá fyrirstaða að olían á yfirleitt greiða leið milli ventla og keðju, þ.e. það er ekki lokað þarna á milli. Það er auka vesen við að föndra hedd af keðju vél yfir á reimar vél
En mér finnst ótraustvekjandi í þessum vélum hvað heddboltarnir eru fáir
Varðandi það að setja hedd af vél sem var með keðju á vél sem er með reim, þá er líka smá fyrirstaða að olían á yfirleitt greiða leið milli ventla og keðju, þ.e. það er ekki lokað þarna á milli. Það er auka vesen við að föndra hedd af keðju vél yfir á reimar vél
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 2.8 steypujárnshedd
Startarinn wrote:Samkvæmt minni reynslu með RD 28 Non turbó, þá skiptir miklu máli að hettpakkningin sé stálpakkning, grafítpakkningarnar eyðileggja heddin á u.þ.b. 100 þús km
En mér finnst ótraustvekjandi í þessum vélum hvað heddboltarnir eru fáir
Varðandi það að setja hedd af vél sem var með keðju á vél sem er með reim, þá er líka smá fyrirstaða að olían á yfirleitt greiða leið milli ventla og keðju, þ.e. það er ekki lokað þarna á milli. Það er auka vesen við að föndra hedd af keðju vél yfir á reimar vél
ÚFF,
Þá snýst maður enn einn hringinn varðandi leitina að næsta jeppa.
Y60 hljómar spennandi, en þeir eru allir orðnir eldgamlir og enginn er sjálfskiptur.
Y61 með 2.8 er þyngri, er með rafstýrt olíuverk (vesen) og krafturinn í 2.8 er varla nægur fyrir þessa auka þyngd og sjálfskiptingu.
Yngri Y61 er enn þyngri og með vandræðavélina ZD30. Að auki koma flestir með topplúgu eins og einhverjar snobbtíkur og það er meiri þyngd, ryðblettir og lekavesen.
Það væri þá helst að finna eitthvað eintak með TD42 eða toyota 4.2 en það eru rándýr helvíti, en þó ekkert þyngri en þeir sem eru með ZD30.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 2.8 steypujárnshedd
En að setja bara 6.2 í. Er ekki nóg til af þeim, eða hvað. er nokkuð mikill þyndarmunur á því.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 2.8 steypujárnshedd
svarti sambo wrote:En að setja bara 6.2 í. Er ekki nóg til af þeim, eða hvað. er nokkuð mikill þyndarmunur á því.
Ef ég hefði aðstöðu og nennu í að gera eitthvað svoleiðis þá færi maður í LS mótor.
-
- Innlegg: 51
- Skráður: 25.apr 2013, 15:36
- Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
- Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987
Re: 2.8 steypujárnshedd
Það er lítið orðið eftir af 6.2 (mjög margar fóru einmitt í patrola), plús að mjög margar þeirra þjást af brotnum blokkum, stykkin sem sveifaráslegurnar sitja í springa úr/frá blokkinni. Blokk sem er brotin getur virkað í mörg ár, eða hrunið á morgun, ekki hægt að treysta þeim. Brotin blokk þolir ekki mikið boost og 6.2 án turbo er frekar löt :-)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 2.8 steypujárnshedd
Startarinn wrote:Samkvæmt minni reynslu með RD 28 Non turbó, þá skiptir miklu máli að hettpakkningin sé stálpakkning, grafítpakkningarnar eyðileggja heddin á u.þ.b. 100 þús km
En mér finnst ótraustvekjandi í þessum vélum hvað heddboltarnir eru fáir
Varðandi það að setja hedd af vél sem var með keðju á vél sem er með reim, þá er líka smá fyrirstaða að olían á yfirleitt greiða leið milli ventla og keðju, þ.e. það er ekki lokað þarna á milli. Það er auka vesen við að föndra hedd af keðju vél yfir á reimar vél
Nú ætla ég að droppa bombu... Getur verið, að þetta með heddboltana sé stóra málið? Að álheddið skipti ekki máli í þessu? Er eitthvað að marka það að einhver gamall leigubíll hafi keyrt heillengi (undir engu álagi) með járnhedd án þess að eyðileggja hedd? Og fyrst ég er byrjaður í sprengjuárásunum, maður hefur nú séð auglýst eftir járnheddi í Isuzu 3.1...
Re: 2.8 steypujárnshedd
Það er nú ekki eins og álheddin séu einhver tímasprengja á þessum vélum. Ef þær eru með kælikerfi í lagi; kassi, vatnslás, reimar, viftukúpling, viftutrekkt og skipt um frostlög og olíu eins og á að gera endast þær bara mjög vel. Það má vera að þær séu viðkvæmari en aðrar fyrir lélegu viðhaldi en sé því sinnt eins og vera ber eru þetta áreiðanlegar vélar. Myndi sjálfur ekki nenna einhverjum æfingum með þetta. Þetta endar sennilega í dýrari og mun tímafrekari aðgerð en einföld heddskipti og nýtt hedd myndi endast bílinn og ríflega það nema með mjög einbeittum brotavilja.
Varðandi Laurel heddin þá held ég að það sé mikið til í því sem Kiddi nefnir með álag. Sennilega hefur vélin unnið mjög létt svona óblásin og í fólksbíl meðan að í Patrol er hún í bíl sem að jafnaði er ca. tonni þyngri, á stærri dekkjum, tekur á sig mun meiri vind og jafnvel notaður í drætti, allt þetta til viðbótar við að meira afl er kreist úr henni.
Varðandi Laurel heddin þá held ég að það sé mikið til í því sem Kiddi nefnir með álag. Sennilega hefur vélin unnið mjög létt svona óblásin og í fólksbíl meðan að í Patrol er hún í bíl sem að jafnaði er ca. tonni þyngri, á stærri dekkjum, tekur á sig mun meiri vind og jafnvel notaður í drætti, allt þetta til viðbótar við að meira afl er kreist úr henni.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: 2.8 steypujárnshedd
Eftir því sem mér skildist með patrol vélarnar þegar ég var að basla með Laurelinn, þá var málið að plana hedd og plana blokk og setja stálpakkningu, sem ég hefði betur gert strax í byrjun en hafði ekki efni á.
Nú fóru heddpakkningar í kringum 100 þús. bæði á patrol og Laurel (rámar mig) en ég kaupi minn ekinn 201 þús og búið aða skipta um hedd, það var komið aftermarket hedd á hann sem þurfti að plana um heilan millimeter í 230 þús (Heildar akstur á bílnum) útaf því að pakkningin (sem var grafítpakkning með málm þéttihringjum kringum strokka) var búin að grafa sig inn í álið.
Þetta hafði ekkert með kælingu að gera, álið gaf bara eftir smátt og smátt.
Eins og ég skildi þetta á verkstæðisköllum hjá Kistufelli, var málið að plana blokk og hedd og setja stálpakkningu til að bjarga þessu.
Ég þurfti að rífa þessa vél nokkrum sinnum, og þegar ég var loksins búinn að koma blokkinni í gott horf sá orðið of mikið á heddinu til að setja stálpakkningu. ég seldi bílinn þegar ég var búinn að keyra hann 80 þús eftir síðustu viðgerðina, ég sá hann standa nokkrum árum seinna, þá búinn að bæta við sig skitnum 30 þús, og ég frétti nýlega að heddpakkningin hefði verið farin.
Til gamans má geta að ég fór einusinni með vasahnífinn á aftermarket heddið og ég gat skorið úr því með hnífnum, álið var frekar deigt. Ég reyndi það sama við hedd úr 300E benz, sem við pabbi skiptum um heddpakkningu í fyrir vin hans, ég gat ekki markað í það hedd með hnífnum
Nú get ég ekki fullyrt að orginal Nissan heddin séu jafn léleg og þetta aftermarket dót sem ég var með, en einhver er ástæðan fyrir því að þau gáfu sig eftir svipaðan kílómetrafjölda
Nú fóru heddpakkningar í kringum 100 þús. bæði á patrol og Laurel (rámar mig) en ég kaupi minn ekinn 201 þús og búið aða skipta um hedd, það var komið aftermarket hedd á hann sem þurfti að plana um heilan millimeter í 230 þús (Heildar akstur á bílnum) útaf því að pakkningin (sem var grafítpakkning með málm þéttihringjum kringum strokka) var búin að grafa sig inn í álið.
Þetta hafði ekkert með kælingu að gera, álið gaf bara eftir smátt og smátt.
Eins og ég skildi þetta á verkstæðisköllum hjá Kistufelli, var málið að plana blokk og hedd og setja stálpakkningu til að bjarga þessu.
Ég þurfti að rífa þessa vél nokkrum sinnum, og þegar ég var loksins búinn að koma blokkinni í gott horf sá orðið of mikið á heddinu til að setja stálpakkningu. ég seldi bílinn þegar ég var búinn að keyra hann 80 þús eftir síðustu viðgerðina, ég sá hann standa nokkrum árum seinna, þá búinn að bæta við sig skitnum 30 þús, og ég frétti nýlega að heddpakkningin hefði verið farin.
Til gamans má geta að ég fór einusinni með vasahnífinn á aftermarket heddið og ég gat skorið úr því með hnífnum, álið var frekar deigt. Ég reyndi það sama við hedd úr 300E benz, sem við pabbi skiptum um heddpakkningu í fyrir vin hans, ég gat ekki markað í það hedd með hnífnum
Nú get ég ekki fullyrt að orginal Nissan heddin séu jafn léleg og þetta aftermarket dót sem ég var með, en einhver er ástæðan fyrir því að þau gáfu sig eftir svipaðan kílómetrafjölda
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 2.8 steypujárnshedd
Aðeins að taka upp þráðinn.
Hérna er einhver búinn að setja Mercedes olíuverk og túrbínu á LD28
https://www.youtube.com/watch?v=2hypG0f576c
Hérna er einhver búinn að setja Mercedes olíuverk og túrbínu á LD28
https://www.youtube.com/watch?v=2hypG0f576c
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: 2.8 steypujárnshedd
Áhugavert :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur