Felgustærðir


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 198
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Felgustærðir

Postfrá petrolhead » 30.jan 2018, 22:03

Sælir félagar.

Eftir að vera búinn að skoða talsvert af síðum þar sem menn eru að selja notuð dekk og felgur þá fór ég að velta fyrir mér hvað væri algengasta felgustærðin í dekkjum 38"og stærri, fyrir utan 15" sem mér virðist vera mest af í umferð. Hvað er mest notað 16", 16.5", 17" ?
Og er eitthvað sem menn telja að sé að detta út af þessum felgustærðum ?

Ástæðan fyrir að ég fór að velta þessu fyrir mér er sú að ef maður fer að fá sér breyðar felgur eða láta breykka fyrir sig þá þá kostar það sitt og kannski betra að fara í stærð sem er algeng eða líklegt að verði fáanleg til frambúðar.

MBK
Gæi
makker
Innlegg: 208
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Felgustærðir

Postfrá makker » 30.jan 2018, 23:23

Ég held að 38" og minna sé gagnslaust í snjójeppamensku ef það er stærri felga en 15" en ef maður er kominn í 40"+ sé það fínt

16,5 felgur eru mestmegnis undir amerískum trukkum og leiðindarstærð af mínu mati sem þarf ekki að endurspeigla mat þjóðarinnar

Flest 46" mt dekkinn eru á 16" en nokkur til á 15"

Það eru aðalega nýjustu dekkinn sem eru framleidd fyrir 17" felgur og flest öll 44"+

Persónulega myndi ég vilja fá fleiri 38" og 44" dekk á 15" felgur þar sem úrvalið er ekki merkilegt í þeim stærðum en kanski er ég fastur í gamla tímanum

User avatar

jongud
Innlegg: 2062
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Felgustærðir

Postfrá jongud » 31.jan 2018, 08:22

15-tommu felgur voru algengastar undir jeppum fyrir ca. 15 árum. En það var oft vandamál hvað það var erfitt að koma þeim undir suma bíla, sérstaklega nýrri sem voru með stærri bremsudiska. Land cruiser 90 er t.d. með of stóra diska að framan til að 15-tomma komist undir, en það er lítið mál að setja aðeins minni diska undir, enda algengir bílar og hlutirnir fyrir minnkunina eru til uppi í hillu hjá ArcticTrucks og fleiri fyrirtækjum.
16- og 17 tommu felgur eru að verða alsráðandi undir jeppum (trukkum) sem nota stærri dekk en 40-tommu. Og sum dekk eru ekki til fyrir 15-tommu eins og Iroc 41-tommu radial.
Og eftir að hætt var að framleiða radial Mudderinn og Ground-Hawg dekkin þá hefur framboðið af 38-tommu dekkjum fyrir 15-tommu varla verið neitt annað en AT-dekkin. :(


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 198
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Felgustærðir

Postfrá petrolhead » 31.jan 2018, 09:06

Ég er nú búinn að vera fjarverandi þetta jeppadót í nokkuð mörg ár, en "í den" voru þessir minni jeppar allir á 15" og svo voru Econoline og annað í þeim stærðar flokki á 16,5" en eftir þessa yfirferð mína á netinu þá fannst mér einmitt vera orðið lítið af 16,5" á ferðinni og kom mér líka á óvart að úrvalið í nýjum dekkjum fyrir 15" virðist hafa minnkað, t.d. Mickey Thompson 38x15,5/15 eins og er undir bílnum hjá mér í dag er ekki á listanum hjá MT dekk.
Ég er kannski fastur í gamla tímanum eins og Makker og er voðalega hrifinn af 15" en þar sem ég er að fara í hásingaskipti þá kem ég ekki til með að geta notað minna en 16" eftir það svo ég var í fljótu bragði búinn að sjá fyrir mér 16,5" en það er kannski ekki rétta stærðin til að festa sig í eftir á að hyggja???
Síðast breytt af petrolhead þann 31.jan 2018, 11:36, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

draugsii
Innlegg: 262
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Felgustærðir

Postfrá draugsii » 31.jan 2018, 09:44

ég myndi ekki fara í 16,5 það fylgir því bara vesen þær eru með skáhallandi kanti eins og vörubílafelgur og henta þessvegna ílla til úrhleipinga
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)

Kv Hilmar


sukkaturbo
Innlegg: 3116
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Felgustærðir

Postfrá sukkaturbo » 31.jan 2018, 12:18

Jamm framtíðin er 17" og stærra bremsur eru að stækka í öllum nýjum bílum finnst mér.

User avatar

jongud
Innlegg: 2062
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Felgustærðir

Postfrá jongud » 31.jan 2018, 13:21

draugsii wrote:ég myndi ekki fara í 16,5 það fylgir því bara vesen þær eru með skáhallandi kanti eins og vörubílafelgur og henta þessvegna ílla til úrhleipinga


Var einmitt að pæla í þessum mun, og fann þetta;
http://www.barrystiretech.com/165tires.html
Og þetta;
dekk-5-vs15gráðu.png
dekk-5-vs15gráðu.png (30.94 KiB) Viewed 2210 times


Munurinn er að 16,5 tommu dekkin eru með 15° halla á kanntinum í stað 5° á öðrum dekkjum. Þess vegna eru 16,5-tommu dekk ómöguleg í úrhleypingu, haldast mjög illa á felgunum.
Maður er að vísu að spá í hvort að það sé hægt að búa til kannt með völsun sem myndi halda við 16,5-tommu dekk?


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 198
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Felgustærðir

Postfrá petrolhead » 03.feb 2018, 08:01

Þannig að það væri líklega heppilegast að fara í 17" ef maður er að fara að koma sér upp góðum felgugang.
Takk fyrir fróðleikinn félagar.

MBK
Gæi


juddi
Innlegg: 1184
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Felgustærðir

Postfrá juddi » 04.feb 2018, 23:46

Samt eru bestu orginal felgur sem hægt er að fa fyrir úrhleypingar 16.5" eða Hummer felgur sem eru boltaðar saman svo ekki er hægt að affelga beadlock að innan og utan
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2062
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Felgustærðir

Postfrá jongud » 05.feb 2018, 08:04

juddi wrote:Samt eru bestu orginal felgur sem hægt er að fa fyrir úrhleypingar 16.5" eða Hummer felgur sem eru boltaðar saman svo ekki er hægt að affelga beadlock að innan og utan


Já, ef maður er með gömlu 8-bolta deilinguna á felguboltum. Er hægt að valsa þessar felgur fyrir 16 eða 17 tommu dekk, eða er skipt um kantinn?


grimur
Innlegg: 787
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Felgustærðir

Postfrá grimur » 08.feb 2018, 02:49

Er búinn að vera að gúggla slatta eftir 17x13" felgum fyrir 6gata. Finn bara andskotann ekki neitt!
Það breiðasta sem ég hef fundið er 10.5" í 17", og það álfelgur sem ég var svona ekkert endilega að leita að.
Vitið þið hvaða framleiðandi/merki gæti verið með svona í Ameríkuhrepp?
Ástæðan er sú að 40x13.5R17 er orðin algeng stærð og hlutföllin í þannig dekki held ég að henti ótrúlega vel, og samkvæmt mínum heimildum eru þannig radial dekk jafnvel næstum kringlótt og hæf til malbiksaksturs.

Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2062
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Felgustærðir

Postfrá jongud » 08.feb 2018, 08:14

grimur wrote:Er búinn að vera að gúggla slatta eftir 17x13" felgum fyrir 6gata. Finn bara andskotann ekki neitt!
Það breiðasta sem ég hef fundið er 10.5" í 17", og það álfelgur sem ég var svona ekkert endilega að leita að.
Vitið þið hvaða framleiðandi/merki gæti verið með svona í Ameríkuhrepp?
Ástæðan er sú að 40x13.5R17 er orðin algeng stærð og hlutföllin í þannig dekki held ég að henti ótrúlega vel, og samkvæmt mínum heimildum eru þannig radial dekk jafnvel næstum kringlótt og hæf til malbiksaksturs.

Kv
Grímur


Það er ekki hægt að fá neitt breiðara en 10-tommu. Allavega ekki úr stáli. Eitthvað til af breiðum álfelgum en þær kosta augun úr. Ég held að flestir ef ekki allir sem eru á breiðum 17-tommu felgum hér á klakanum hafi látið breikka eða smíða fyrir sig.


grimur
Innlegg: 787
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Felgustærðir

Postfrá grimur » 10.feb 2018, 04:17

Ég hélt áfram að gramsa með þetta innlegg bak við eyrað og komst að þeirri niðurstöðu að original 17" stálfelgur undan 2010-2017 4Runner, sem eru eitthvað um 7" breiðar séu skásti kosturinn í breikkun. Fást á $72 stykkið ónotaðar og eru pottþétt kringlóttar. Ekkert alltof efnismiklar en allt í lagi undir léttari bíla hugsa ég.
Var að vona að ég þyrfti ekki að breikka felgur eina ferðina enn...neibbb. Í gamla daga gerði maður það vegna þess að maður hafði ekki efni á öðru, en núna fæst bara ekki það sem mig langar í þó að ég væri til í að henda smá pening í þetta. Magnað.

Kv
Grímur


juddi
Innlegg: 1184
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Felgustærðir

Postfrá juddi » 10.feb 2018, 23:08

jongud wrote:
juddi wrote:Samt eru bestu orginal felgur sem hægt er að fa fyrir úrhleypingar 16.5" eða Hummer felgur sem eru boltaðar saman svo ekki er hægt að affelga beadlock að innan og utan


Já, ef maður er með gömlu 8-bolta deilinguna á felguboltum. Er hægt að valsa þessar felgur fyrir 16 eða 17 tommu dekk, eða er skipt um kantinn?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


juddi
Innlegg: 1184
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Felgustærðir

Postfrá juddi » 10.feb 2018, 23:10

Það er allavega hægt að breyta þeym með því að nota tunnur ur öðrum felgum það hefur verið gert her heima=16" svo er spurning hvort hægt vlri að setja þykkingu a kantinn og ná 17"
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


juddi
Innlegg: 1184
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Felgustærðir

Postfrá juddi » 13.feb 2018, 15:39

Veit að kanarnir hafa skipt grimt um botna i þessum felgum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: StefánDal og 6 gestir