stýristjakkur í stað millibilsstangar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 199
- Skráður: 25.okt 2010, 21:22
- Fullt nafn: Ísak Jansson
- Bíltegund: LC HJ61
stýristjakkur í stað millibilsstangar
Sælir. Langar að setja steering Ram tjakk í stað millibilsstangar.Veit einhver hvort þessi búnaður sé löglegur.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: stýristjakkur í stað millibilsstangar
engar breytingar á stýrisgangi eru beinlínis ólöglegar, allar samsuður á stýrisíhlutum þurfa hinsvegar að fara í prófun á verkfræðistofu og vottorð að fylgja hlutnum í skoðun
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: stýristjakkur í stað millibilsstangar
Nú er þetta orðið mjög algengt. Er stórmál að fá þetta skoðað?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: stýristjakkur í stað millibilsstangar
Þetta er löglegt ef að stýrismaskínan er notuð sem deilir fyrir tjakkinn
Re: stýristjakkur í stað millibilsstangar
Ég stend í þeirri meiningu að mekanísk tenging þurfi að vera(togstöng) til staðar ásamt vökvatengingunni, burtséð frá hvernig gengið er frá glussanum. Það þarf allt að uppfylla skilyrði um mekaníska burðargetu, sem er skoðað með tilliti til suðusamsetninga(myndun/vottun) og svo almennra tenginga með gengjum, boltum og kónum t.d.
Hvað raunverulegt álag/styrk varðar í þessu samhengi hef ég ekki séð almennilegar skilgreiningar, enda erfitt að setja fram almennar kröfur sem ættu að gilda í þeim efnum þar sem upphaflegur stýrisgangur hannaður af framleiðanda er jafnan að sjá töluvert breytt álag bara við stærri dekk með aðra miðjustaðsetningu en gert var ráð fyrir í hönnun. Reynslan hefur hins vegar sýnt að original búnaður sem klikkar í breyttum bílum á íslandi endar í innköllunarmálum á óbreyttum bílum innan fárra ára, ég þekki allnokkur dæmi um það. Búnaður sem þolir breytingarnar hjá okkur virðist ekki útsettur fyrir hinu sama.
Almenna reglan ætti því að vera mekanískur búnaður sem er að minnsta kosti sambærilegur í styrk og original fyrir sama bíl.
Ég hugsa að það sé í öllu falli skynsamlegt að hafa það að leiðarljósi sama hvað skoðun varðar, enginn vill missa stýrið við verstu aðstæður. Ég hef sjálfur tapað stýrinu vegna hönnunargalla í original búnaði(Galloper stýrisendi sem þreytusprungutærðist, þetta var held ég allavega innkallað erlendis í Mitsubishi en ekki Hyundai), það var ekki skemmtileg upplifun en sem betur fór gerðist þetta á litlum hraða í beygju eins og oftast þar sem álagið er jafnan mest við lítinn hraða í mikilli beygju.
kv
Grímur
Hvað raunverulegt álag/styrk varðar í þessu samhengi hef ég ekki séð almennilegar skilgreiningar, enda erfitt að setja fram almennar kröfur sem ættu að gilda í þeim efnum þar sem upphaflegur stýrisgangur hannaður af framleiðanda er jafnan að sjá töluvert breytt álag bara við stærri dekk með aðra miðjustaðsetningu en gert var ráð fyrir í hönnun. Reynslan hefur hins vegar sýnt að original búnaður sem klikkar í breyttum bílum á íslandi endar í innköllunarmálum á óbreyttum bílum innan fárra ára, ég þekki allnokkur dæmi um það. Búnaður sem þolir breytingarnar hjá okkur virðist ekki útsettur fyrir hinu sama.
Almenna reglan ætti því að vera mekanískur búnaður sem er að minnsta kosti sambærilegur í styrk og original fyrir sama bíl.
Ég hugsa að það sé í öllu falli skynsamlegt að hafa það að leiðarljósi sama hvað skoðun varðar, enginn vill missa stýrið við verstu aðstæður. Ég hef sjálfur tapað stýrinu vegna hönnunargalla í original búnaði(Galloper stýrisendi sem þreytusprungutærðist, þetta var held ég allavega innkallað erlendis í Mitsubishi en ekki Hyundai), það var ekki skemmtileg upplifun en sem betur fór gerðist þetta á litlum hraða í beygju eins og oftast þar sem álagið er jafnan mest við lítinn hraða í mikilli beygju.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: stýristjakkur í stað millibilsstangar
Sjáðu hérna;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=17319&p=163906&hilit=tjakkur#p163906
Það var settur svona tjakkur í Hulkinn og á þræðinum er rætt um 80 cruiser, patrol og ford 7,3.
Einnig veit ég um einn sem setti svona í 44" Hilux og jeppaveikin hvarf.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=17319&p=163906&hilit=tjakkur#p163906
Það var settur svona tjakkur í Hulkinn og á þræðinum er rætt um 80 cruiser, patrol og ford 7,3.
Einnig veit ég um einn sem setti svona í 44" Hilux og jeppaveikin hvarf.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur