Langar til að starta umræðu hér um loftgegndræp hjólnöf, án portalgíra eða utanáslanga. Safna saman dæmum, reynslu og þekkingu. Tilefnið er að ég gæti verið í aðstöðu til að útvega fjármögnun til þróunar loft-í-hjól nafs, að öllum skilyrðum uppfylltum. Eins og að finna ekki upp hjólið.
Endanlegt markmið er að úr verði framleiðslu- og söluhæf vara, ekki bara á hérlendan markað.
Úrval er gott af loftstýringum, en þær eru til lítils gagns nema loftið komist alla leið, helst alltaf.
Flestir hertrukkar heims eru með loftnöf, en ekkert þeirra er raunhæft fyrir jeppamenn að nota í sína bíla, það ég veit.
Rússar eru með áratugareynslu í loftnöfum, en fáir nýtt þau nöf í nútíma túttujeppasmíði.
Veit um leguframleiðanda sem þróaði "loftlegur", sem bíða umbúnaðar og viðskiptavina.
Menn hafa smíðað loftnöf sem ekki náðu útbreiðslu vegna allskonar skavanka.
Hvað hafa Jeppaspjallarar um þetta mál að segja?
Loft-út-í-hjól naf
Re: Loft-út-í-hjól naf
Líst svona mátulega illa á að blanda þessu saman við legur, ef ekki er kostur á að skipta út þéttingum án þess að skipta út legum líka. Það yrðu hálfgerðar leiðinlegur.
Að setja þettingarnar á milli leganna, sama konsept svosem, væri alveg hægt. Aldrei skemmtilegt í viðhaldi samt, sem er nær óhjákvæmilegt með þrýsting frá þurru hliðinni, þar sem loftið ýtir smurefnunum alltaf frá sér.
Einhverskonar teflon yfirborð kæmi til greina til að yfirvinna þennan innbyggða galla í konseptinu. Það verður samt alltaf að henta á móti efninu í þéttinu, og af fenginni reynslu af teflon efnum er það alveg svakalega hrekkjótt í hönnun.
Universal lausn er erfið þar sem legubúnaður er svo mismunandi. Utanáliggjandi loft er að mínu viti allra skásta lausnin, það þarf smá útsjónarsemi við að leggja slöngurnar þannig að þær séu til friðs, en það er ekkert óyfirstíganlegt. Mér hefur jafnvel dottið í hug að smíða brakket, svipað og festingar fyrir frambretti á traktorum, sem fylgja hjólinu og festast á liðhúsið, fyrir framhjólin. Þannig væri málið leyst að framan. Að aftan er utanáliggjandi ekkert mál, næstum hver einasti steypubíll í USA er með þannig.
Kv
Grimur
Að setja þettingarnar á milli leganna, sama konsept svosem, væri alveg hægt. Aldrei skemmtilegt í viðhaldi samt, sem er nær óhjákvæmilegt með þrýsting frá þurru hliðinni, þar sem loftið ýtir smurefnunum alltaf frá sér.
Einhverskonar teflon yfirborð kæmi til greina til að yfirvinna þennan innbyggða galla í konseptinu. Það verður samt alltaf að henta á móti efninu í þéttinu, og af fenginni reynslu af teflon efnum er það alveg svakalega hrekkjótt í hönnun.
Universal lausn er erfið þar sem legubúnaður er svo mismunandi. Utanáliggjandi loft er að mínu viti allra skásta lausnin, það þarf smá útsjónarsemi við að leggja slöngurnar þannig að þær séu til friðs, en það er ekkert óyfirstíganlegt. Mér hefur jafnvel dottið í hug að smíða brakket, svipað og festingar fyrir frambretti á traktorum, sem fylgja hjólinu og festast á liðhúsið, fyrir framhjólin. Þannig væri málið leyst að framan. Að aftan er utanáliggjandi ekkert mál, næstum hver einasti steypubíll í USA er með þannig.
Kv
Grimur
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Loft-út-í-hjól naf
Ég er sammála Grími. Utanáliggjandi búnaður eins og sá sem hefur rutt sér til rúms síðustu árin meðal jeppamanna hefur þann kost að vera ekki að þvælast með legunum inni í nafinu. Allt viðhald á búnaðinum er hægt að framkvæma án þess að rífa hjólnaf í burtu sem er mikill kostur. Það hafa að vísu komið upp vandamál með stirð eða frosin snúningshné, en það virðist vera búið að leysa þau vandamál.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Loft-út-í-hjól naf
Datt í hug að setja eina mynd hérna inn;
Myndin sýnir vel hversu allt er þröng er í hringum hjólnafið. Nafstúturinn er málaður appelsínugulur á myndinni.
Þetta er dæmigerður toyota liður á heilli hásingu.
Það er líklega helst að bora einhver göng í nafstútinn og setja pakkdósir (jafnvel tvöfaldar) þar sem rauða X-ið er og bora Í miðjan öxulinn alla leið út.
Eitt gat þarf þá í öxulin á milli pakkdósanna sem gengur inn að miðju öxlulsins. Svoleiðis gat veikir reyndar öxulinn eitthvað.
Á endanum snýst svona búnaður um tvennt. Verð og vesen :)
Myndin sýnir vel hversu allt er þröng er í hringum hjólnafið. Nafstúturinn er málaður appelsínugulur á myndinni.
Þetta er dæmigerður toyota liður á heilli hásingu.
Það er líklega helst að bora einhver göng í nafstútinn og setja pakkdósir (jafnvel tvöfaldar) þar sem rauða X-ið er og bora Í miðjan öxulinn alla leið út.
Eitt gat þarf þá í öxulin á milli pakkdósanna sem gengur inn að miðju öxlulsins. Svoleiðis gat veikir reyndar öxulinn eitthvað.
Á endanum snýst svona búnaður um tvennt. Verð og vesen :)
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Loft-út-í-hjól naf
Þetta hefur verið tekið milli pakkdósa frá nafstút, sem er boraður í L þannig að það blæs á milli dósanna, svo út á milli þeirra út í hjolnafið. Öxullinn alveg látinn vera.
Það er liklega einna skásta leiðin í þessu, hægt að kippa nafinu framaf án þess að tæta legurnar þegar skipta þarf im dósir. Helsti gallinn er að ferilhraðinn er leiðinlega mikill vegna þess hvað þvermálið er stórt, sem alla jafna er ekki vesen með pakkdósir, en undir þrýstingi er það annað mál. Pakkdósir henta ekkert voðalega vel undir þrýstingi, hvað þá þegar það er þurrt loft sem þrýstir...
Kv
G
Það er liklega einna skásta leiðin í þessu, hægt að kippa nafinu framaf án þess að tæta legurnar þegar skipta þarf im dósir. Helsti gallinn er að ferilhraðinn er leiðinlega mikill vegna þess hvað þvermálið er stórt, sem alla jafna er ekki vesen með pakkdósir, en undir þrýstingi er það annað mál. Pakkdósir henta ekkert voðalega vel undir þrýstingi, hvað þá þegar það er þurrt loft sem þrýstir...
Kv
G
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Loft-út-í-hjól naf
Jamm hef verið með þetta í toyota dobulcab disel með framhásingu og ford 350 alltaf pakkdósa vesen og ég veit til að stútarnir hafa brotnað og svo í Unimog eða Hulkinum. Í Hulkinum fór þetta eftir öxlinum og var það alltaf í lagi og virkaði fínt 8 mm flæði. Kann best við þetta utaná liggjandi með Snilla hnjám. Líst mjög vel á spöngina hjá Baldri Páls og ætla að fá mér sett hjá honum
Re: Loft-út-í-hjól naf
Þetta er líka hægt að gera með því að setja pakkdósir utan á (um) nafið að innanverðu. Bracket fyrir þær smíðað og fest undir boltana sem halda nafstútnum, nafði stingst síðan inn í þær - þarf náttúrulega að útbúa pakkdósasæti á nafið. Nafstútur og öxull haldast óbreyttir, loftið tekið gegnum liðhús og síðan nafið sjálft þar sem er nóg kjöt til að bora og föndra eitthvað.
Óvist um pláss fyrir þetta, misjafnt náttúrulega milli tegunda. Erfitt að búa til praktískt "kit" sem hægt er að selja sýnist mér, nema kannski fyrir einstökar tegundir bíla. Hverjar sem þær nú eru í dag?
Óvist um pláss fyrir þetta, misjafnt náttúrulega milli tegunda. Erfitt að búa til praktískt "kit" sem hægt er að selja sýnist mér, nema kannski fyrir einstökar tegundir bíla. Hverjar sem þær nú eru í dag?
Re: Loft-út-í-hjól naf
Það má vel vera að utanáliggjandi búnaðurinn sé einfaldari og betri en þessi innbyggði, en það er ekkert gaman af einföldum lausnum :)
Ég er að reyna að átta mig á þessu, og eins og ég skil þetta eru pakkdósirnar annað hvort innan við báðar legur eða á milli þeirra, sjá myndir að neðan.
Er almennt pláss fyrir pakkdósirnar innan við báðar legur eða hafa menn verið að færa legur, eða lengja/breyta nafi/nafstút til að koma þeim fyrir þar?
Það væri líka gaman að vita hvaða pakkdósir menn hafa verið að nota og hvort eitthvað sérstakt sé gert við nafstútinn til að fá betri þéttingu á móti pakkdósinni t.d nafstútur póleraður eða sett slíf úr einvherju sérstöku efni?
Þessar pakkdósir sem Óskar -Einfari linkar á virðast stórsniðugar og frá sama framleiðanda má finna ýmsar pakkdósir sem m.a. eru ætlaðar fyrir loft og hannaðar til að ganga ósmurðar.
Endilega ausið úr viskubrunninum :)
Ég er að reyna að átta mig á þessu, og eins og ég skil þetta eru pakkdósirnar annað hvort innan við báðar legur eða á milli þeirra, sjá myndir að neðan.
Er almennt pláss fyrir pakkdósirnar innan við báðar legur eða hafa menn verið að færa legur, eða lengja/breyta nafi/nafstút til að koma þeim fyrir þar?
Það væri líka gaman að vita hvaða pakkdósir menn hafa verið að nota og hvort eitthvað sérstakt sé gert við nafstútinn til að fá betri þéttingu á móti pakkdósinni t.d nafstútur póleraður eða sett slíf úr einvherju sérstöku efni?
Þessar pakkdósir sem Óskar -Einfari linkar á virðast stórsniðugar og frá sama framleiðanda má finna ýmsar pakkdósir sem m.a. eru ætlaðar fyrir loft og hannaðar til að ganga ósmurðar.
Endilega ausið úr viskubrunninum :)
- Viðhengi
-
- milli.png (229.21 KiB) Viewed 6795 times
-
- innan.png (228.64 KiB) Viewed 6795 times
Re: Loft-út-í-hjól naf
Svo er spurning hvort ekki megi snúa við búnaði sem er orginal í bílum með vacum drilokur eins og td F350 og Suzuki Jimny
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Loft-út-í-hjól naf
Var að pæla í þessu með Jimny um daginn, skv. manual er þessi búnaður að vinna á u.þ.b. 5psi, en bara ein leið til að komast að því hvort það þoli meira. Annars er Súkka á 5psi svo gott sem harðpumpuð.
-GS
-GS
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur