Sælir.
Hefur einhver hér reynslu af þessu "Cyclone" hvirfil dæmi ?
http://www.snjokedjur.com/Cyclone.html
Cyclone fuel saver ?
Re: Cyclone fuel saver ?
Skrifaðu Hiclone í leitarvélina og lestu niðurstöðurnar, þetta er sama dæmi, veit bara ekki hvort er "orginallinn" og hvort er eftirlíkingin sem hermir eftir nafninu.
Mér þætti frábært ef eyðslan minnkaði um 5% en þeir tala um 7 til +27% sparnað sem auðvitað kjaftæði. Einnig er reynslusaga viðskiptavinar á forsíðunni. Sá segir eyðsluna hafa farið úr 17-20 niður í 11,9 með svona hólk, ég verð að viðurkenna að ég trúi því engan veginn. Annaðhvort er þetta skáldskapur söluaðilans eða þá viðskiptavinurinn er á villigötum og var með margar breytur í tilrauninni (hvass vindur með/móti, mismunandi loft í dekkjum, mishlaðinn bíll, með/án eftirvagns o.s.rfv.). Einnig felast villandi skilaboð í myndbandinu á forsíðunni sem sýnir heitt loft streyma jafnt inn í hólkinn en koma út sem kalt loft með snúningi (turbolance/hvirflar), vissulega kemur snúningur á loftstreymið en það kólnar ekki (er s.s. ekki nógu vel að mér í eðlisfræði til að fullyrða að enginn varmabreyting verði en hún er a.m.k. hverfandi).
Það eina sem þetta raunverulega hjálpar með er að koma túrbínunni fyrr inn þar sem loftið er komið á snúning þegar það lendir á blásturshjólinu og það auðveldar túrbínunni að komast á snúning. Það eykur aflið á lágum snúningi sem getur leitt til eitthvað minni eyðslu en farið varlega í að gleypa svona tölur hráar, ef eitthvað hljómar of vel til að geta verið satt þá er það oftast................................................... Segi ekki meira í bili.
Kv. Freyr
Mér þætti frábært ef eyðslan minnkaði um 5% en þeir tala um 7 til +27% sparnað sem auðvitað kjaftæði. Einnig er reynslusaga viðskiptavinar á forsíðunni. Sá segir eyðsluna hafa farið úr 17-20 niður í 11,9 með svona hólk, ég verð að viðurkenna að ég trúi því engan veginn. Annaðhvort er þetta skáldskapur söluaðilans eða þá viðskiptavinurinn er á villigötum og var með margar breytur í tilrauninni (hvass vindur með/móti, mismunandi loft í dekkjum, mishlaðinn bíll, með/án eftirvagns o.s.rfv.). Einnig felast villandi skilaboð í myndbandinu á forsíðunni sem sýnir heitt loft streyma jafnt inn í hólkinn en koma út sem kalt loft með snúningi (turbolance/hvirflar), vissulega kemur snúningur á loftstreymið en það kólnar ekki (er s.s. ekki nógu vel að mér í eðlisfræði til að fullyrða að enginn varmabreyting verði en hún er a.m.k. hverfandi).
Það eina sem þetta raunverulega hjálpar með er að koma túrbínunni fyrr inn þar sem loftið er komið á snúning þegar það lendir á blásturshjólinu og það auðveldar túrbínunni að komast á snúning. Það eykur aflið á lágum snúningi sem getur leitt til eitthvað minni eyðslu en farið varlega í að gleypa svona tölur hráar, ef eitthvað hljómar of vel til að geta verið satt þá er það oftast................................................... Segi ekki meira í bili.
Kv. Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 09.mar 2011, 23:10, breytt 1 sinni samtals.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Cyclone fuel saver ?
Fékk það á tilfinninguna að þessi umræða færi að skjóta upp kollinum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 477
- Skráður: 21.jún 2010, 12:29
- Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
- Bíltegund: LC90
Re: Cyclone fuel saver ?
Fékk það á tilfinninguna að þessi umræða færi að skjóta upp kollinum.
Nú skoðar maður öll trixin ;)
Hef heyrt bæði jákvæðar og neikvæðar sögur af þessu, svo mig langaði að kanna hvort einhver hér hafi prufað þetta.
Ég er sjálfur að mæla hjá mér bílinn núna, er að hugsa um að prufa svo að setja þetta í og gefa þessu séns. Í versta falli skilar maður þessu bara og fær endurgreitt.
(Ég er persónulega mikill efasemdamaður á svona hluti)
Menn eru að tala um að þetta auki stundum torkið líka og túrbínan komi fyrr inn á lágum snúningi ??
Ætla svo einnig að prufa K&N loftsíu og sjá hvað það gerir.
Toyota LC90 41" Irok
Re: Cyclone fuel saver ?
Ég heyrði að þetta væri bara sölutrix, það væri ekkert gagn í þessu.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 477
- Skráður: 21.jún 2010, 12:29
- Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
- Bíltegund: LC90
Re: Cyclone fuel saver ?
Ég heyrði að þetta væri bara sölutrix, það væri ekkert gagn í þessu.
Það er nefnilega málið.
Margir sem álykta strax að þetta sé drasl, (líkt og ég gerði reyndar sjálfur)
Væri gott að heyra frá mönnum sem hafa mælt bílinn fyrir og eftir.
Toyota LC90 41" Irok
Re: Cyclone fuel saver ?
Virkar í sumum bílum og öðrum ekki neitt
Re: Cyclone fuel saver ?
Vitið þið hvort þeir endurgreiða að fullu? Það væri fróðlegt að skella boostmæli á terranoinn minn sem er '98 módel 2,7 diesel og setja þetta svo í hann og gera nokkrar tilraunir fyrir og eftir. Myndi athuga á hvaða snúningi túrbínan kæmi inn, mæla eyðsluna, mæla snerpuna bæði með hraða og tímamælingum og gaman væri að komast í afgastæki til að athuga útblásturinn, þá vissi ég upp á hár hvað ég væri að segja en væri ekki fyrst og fremst með ágiskanir og getgátur um eitthvað sem ég get ekki rökstutt.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 477
- Skráður: 21.jún 2010, 12:29
- Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
- Bíltegund: LC90
Re: Cyclone fuel saver ?
Já. Þeir endurgreiða að fullu, þess vegna sé ég ekki ástæðu til að prufa þetta ekki.
Ég er að klára að tengja boostmæli í minn, ætla einmitt að athuga hvort það breytist eitthvað.
Á turbo diesel eru settir tveir hólkar. Annarsvegar fyrir túrbínu og hinn á eftir intercooler.
Quote af síðunni hjá þeim:
Ég er að klára að tengja boostmæli í minn, ætla einmitt að athuga hvort það breytist eitthvað.
Á turbo diesel eru settir tveir hólkar. Annarsvegar fyrir túrbínu og hinn á eftir intercooler.
Quote af síðunni hjá þeim:
Toyota LandCruser 90 breittur á 38" Var að eyða á milli 15-17L á 100km. fór
í 11-14L á 100km eða um 36% sparnaður!
Toyota LC90 41" Irok
Re: Cyclone fuel saver ?
MattiH wrote:Já. Þeir endurgreiða að fullu, þess vegna sé ég ekki ástæðu til að prufa þetta ekki.
Ég er að klára að tengja boostmæli í minn, ætla einmitt að athuga hvort það breytist eitthvað.
Á turbo diesel eru settir tveir hólkar. Annarsvegar fyrir túrbínu og hinn á eftir intercooler.
Quote af síðunni hjá þeim:
Toyota LandCruser 90 breittur á 38" Var að eyða á milli 15-17L á 100km. fór
í 11-14L á 100km eða um 36% sparnaður!
Getur alveg sleppt því að eyða peningunum þínum í hólk eftir cooler að mínu mati, hvirflarnir eru búnir að sundrast og hverfa eftir að hafa ferðast gegnum soggreinina og stoppað við ventlana og vera svo hleypt inn á vél í púlsum þegar ventlarnir opna. Ættir a.m.k. að prófa hólkana einn í einu og gera tilraunir með hvorn fyrir sig og vera viss um að þú getir skilað seinni hólknum þó þú haldir þeim sem er fyrir framan túrbínuna.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 06.apr 2010, 23:46
- Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
- Bíltegund: Mitsubishi Pajero
Re: Cyclone fuel saver ?
Settu þetta og svo vetnisdótið í bílinn. Þegar hann er farinn að framleiða dísel skal ég kaupa af þér umframolíuna á sanngjörnu verði :-)
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI
-
- Innlegg: 127
- Skráður: 01.feb 2010, 23:03
- Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
- Bíltegund: Trooper 35"
Re: Cyclone fuel saver ?
Ég er einn af þessum hálvitum sem er búin að kaupa þetta og hugsaði það sama(það er hægt að skila þessu) en það eru 2 ár síðan og ég er með þetta enn.Ég ætla ekkert að seiga að þetta virki eða ekki, enn mér fannst bíllinn minn terrano 2,7d virka betur held að túrbína komi fyrr inn. Kv Geiri
Re: Cyclone fuel saver ?
Ég setti þetta í Patrolinn minn fyrir um 2 eða 3 árum síðan og veit svosem ekki hvort að krafturinn varð meiri en eyðslan hjá mér fór ur 16 í 14+ hjá mér í inanbæjarakstri
edit: ég er með 2 st
edit: ég er með 2 st
Re: Cyclone fuel saver ?
afsakið hvað ég er vitlaus en úr 15 í 11 er ekki 36% nær 27% .... og 17 í 14 er nær 18% leiðrétið mig ef ég er að misskilja þetta eithvað :D
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 477
- Skráður: 21.jún 2010, 12:29
- Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
- Bíltegund: LC90
Re: Cyclone fuel saver ?
Ég er einn af þessum hálvitum sem er búin að kaupa þetta og hugsaði það sama(það er hægt að skila þessu) en það eru 2 ár síðan og ég er með þetta enn.Ég ætla ekkert að seiga að þetta virki eða ekki, enn mér fannst bíllinn minn terrano 2,7d virka betur held að túrbína komi fyrr inn. Kv Geiri
Ert þú með tvo hólka ?
Toyota LC90 41" Irok
-
- Innlegg: 127
- Skráður: 01.feb 2010, 23:03
- Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
- Bíltegund: Trooper 35"
Re: Cyclone fuel saver ?
Já er með 2 hólka.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur