já það var var nú eiginlega ekki í stöðuni, bíllinn stóð númerslaus á bóndabæ hinu meginn á landinu (m.v mína staðsetningu)
en vissulega hefði ég getað farið og skoðað bílinn og ákveðið mig svo.
ég vill ekki vera bauna neitt á fyrri eiganda, ég tel að hann hafi lýst bílnum heiðarlega og munurinn liggji frekar í misminandi gildismati á hvað sé gríðar heilt og hvað ekki.
bíllinn er í grunninn afar heill, og að mörgu leyti mun betri en gengur og gerist með þessa bíla orðið í dag. hann er mjög lítið ryðgaður og ekki ekinn nema 180þús km,
ég hefði engu síður viljað vita að það þyrfti að endurnýja hvern einasta slithlut sem hægt er í framfjöðrun á bílnum, dekkinn voru sögð í fínu lagi en eru vægast sagt handónýt, fúin og svo strigasprungin eftir að bíllinn hefur staðið á þeim loftlausum að þegar maður sér bílinn á ferð þá skjálfa dekkinn eins og hjólkoppur sem er við það af skúrrast af. allar bremsur eru svo meira og minna grónar fastar, auk annara atriða eins og að spegilill er brotinn öðru meginn, brotið afturljós og flr.
það var hálf ævintýralegt að keyra bílinn suður bíllinn skalf og hoppaði eins og ég veit ekki hvað, keyrði í aðra áttina og snarbeygði svo í hina áttina ef maður bremsaði. ég ók bílnum svo vestur á firði strax daginn eftir og á leiðini fór hann að skjálfa svo hrottalega að ég var að taka djúpið á 40-50km/h
þannig að núna þegar bíllinn átti að vera farinn að þjóna mér sem vinnutrukkur, þá er er hann að fara af númerum bara og inn í skúr fram á haustið.
ætla skipta um skástífur og spyrnur (linka) alla spindla, stýrisdempara, krossa og pakkdósir í liðhúsum, nýjir öxlar (rasunverulega nýjir) dempara. allar bremsur nýjar eins og þær leggja sig og jú dekk. þá ætti hann að fara keyra almennilega. stefni á að láta mála á honum framstæðuna, húddið á honum er skemmt eftir að hafa fokið upp en ég er með óskemmt húdd sem þarf að mála. það mætti líka mála á honum frambrettin og kantana.
gæti líka trúað að ég þurfi að smkipta um soggreinapakningu auk eþss sem hann er að að henda villukóðum á súrefnisskynjarana
svo veitir ekki af að held ég taka úre honum bæði teppi og sæti og hárþýsti þvo þetta hreinlega. menn hafa ekki verið að fara úr stígvélunum eða vinnugallanum áður en þeir sátust upp í hann.
þetta er náttúrulega bara væll í manni. en fúlt engu síður, eins og ég sagði að ofan, ég hefði hiklaust keypt bílinn eins og hann er, ég hefði bara viljað fá að vita að hverju ég geng.
tók smá session á mælaborðinu og flr plasflötum í gær með heitu vatni sápu og bursta. þetta er helvíti heilt undir drulluni.

1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra