gps og krakatindaleið

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
rettarnes
Innlegg: 4
Skráður: 28.maí 2017, 19:08
Fullt nafn: Gunnhildur Una Jónsdóttir
Bíltegund: Suzuki xl7

gps og krakatindaleið

Postfrá rettarnes » 28.maí 2017, 19:23

Ég er ný hér en er að plana ferðir í sumar. Þekki fjallabak mjög vel eftir að vinna sem göngugæd þar 1996-2004. En ég er að fara í fyrsta sinn á bíl og með börn. Langar að fara Krakatindaleið niður að Dalakofa og er að hugsa hvort ég þurfi að kaupa mér GPS. Á göngu notaði ég alltaf gamaldags áttavita og kort, svo ég hef aldrei sett mig inn í rafmagnsgræjurnar.

Er einhver hér sem getur gefið mér hugmynd um hvernig sé best að velja besta GPS tækið til að nota í bíl og líka sagt mér hvort kortin sem eru til af hálendinu séu almennileg fyrir þetta?

Eins með Krakatindaleið, það er mjög langt síðan ég hef verið á fjöllum og er að velta fyrir mér hvort slóðinn sé eitthvað greinilegri en áður?

ps Ég er að hugsa um ferðir að sumarlagi, með óbreyttan suzuki xl7User avatar

jongud
Innlegg: 2158
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá jongud » 29.maí 2017, 08:17

Krakatindleið er tiltölulega greinileg, og var stikuð fyrir nokkrum árum. Ég fór hana í hitteðfyrra og hún er vel greinileg, það eru bratta brekkur á henni og djúp för og rásir svo ég myndi ekki fara hana einbíla á óbreyttum jeppa.


Höfundur þráðar
rettarnes
Innlegg: 4
Skráður: 28.maí 2017, 19:08
Fullt nafn: Gunnhildur Una Jónsdóttir
Bíltegund: Suzuki xl7

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá rettarnes » 29.maí 2017, 09:21

ok takk, ég hef farið hana hálfa á bíl og svo gekk ég vestan vatnafjalla og þaðan yfir í Hungurfit. En það er langt síðan og ég man að trússarinn minn festi sig í lausum sandi í brekku, en hann hafði reyndar villst af leið og var í Mjóaskarði í staðin fyrir Breiðaskarð.

Er þá engin leið til að vippa sér af Dómadalsleið og austur fyrir Heklu niður á Fjallabak syðra einbíla?

og hefurðu einhverja skoðun á mikilvægi gps tækja í bíla? Er mjög vel læs á kort og þekki svæðið ágætlega, en oft frekar gönguleiðir en jeppaslóðana...

User avatar

jongud
Innlegg: 2158
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá jongud » 29.maí 2017, 11:30

rettarnes wrote:ok takk, ég hef farið hana hálfa á bíl og svo gekk ég vestan vatnafjalla og þaðan yfir í Hungurfit. En það er langt síðan og ég man að trússarinn minn festi sig í lausum sandi í brekku, en hann hafði reyndar villst af leið og var í Mjóaskarði í staðin fyrir Breiðaskarð.

Er þá engin leið til að vippa sér af Dómadalsleið og austur fyrir Heklu niður á Fjallabak syðra einbíla?

og hefurðu einhverja skoðun á mikilvægi gps tækja í bíla? Er mjög vel læs á kort og þekki svæðið ágætlega, en oft frekar gönguleiðir en jeppaslóðana...


GPS tæki eru mikilvæg í fjallabíla. En jafnvel bara snjallsími með GPS (og hleðslusnúru) er betra en ekkert GPS. Sjálfur nota ég 8-tommu Android spjaldtölvu og lítið eldgamalt handtæki til vara.
Ég myndi treysta mér einbíla eftir Krakatindsleiðinni á minnst 35-tommum, læstu framan og aftan með spil og akkeri.


Höfundur þráðar
rettarnes
Innlegg: 4
Skráður: 28.maí 2017, 19:08
Fullt nafn: Gunnhildur Una Jónsdóttir
Bíltegund: Suzuki xl7

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá rettarnes » 29.maí 2017, 18:01

takk kærlega fyrir svarið. Ég byrja á að athuga gps tækin og vel sennilega eitthvað sem ég gæti notað á göngu líka... og hinkra með Krakatinda þangað til ég er annað hvort betur út búin eða bara gangandi... :-) Trússarinn minn sem festi sig var á unimog og þurfti að hafa mikið fyrir að ná sér lausum, en var auðvitað vel útbúinn með græjur sem hjálpuðu. Ég spjallaði oft við skemmtilega bílstjóra þegar ég var að gæda en kann samt varla hvað er hvað í jeppaútbúnaði.. hm eða allavega ekki ennþá, þetta eru auðvitað bara hlutir og verkfæri. úff hvað mig langar samt út fyrir Dómadalsleiðina!

User avatar

jongud
Innlegg: 2158
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá jongud » 30.maí 2017, 08:16

rettarnes wrote:takk kærlega fyrir svarið. Ég byrja á að athuga gps tækin og vel sennilega eitthvað sem ég gæti notað á göngu líka... og hinkra með Krakatinda þangað til ég er annað hvort betur út búin eða bara gangandi... :-) Trússarinn minn sem festi sig var á unimog og þurfti að hafa mikið fyrir að ná sér lausum, en var auðvitað vel útbúinn með græjur sem hjálpuðu. Ég spjallaði oft við skemmtilega bílstjóra þegar ég var að gæda en kann samt varla hvað er hvað í jeppaútbúnaði.. hm eða allavega ekki ennþá, þetta eru auðvitað bara hlutir og verkfæri. úff hvað mig langar samt út fyrir Dómadalsleiðina!


Hvað með að rúlla upp að Langasjó? Það er auðveld leið fyrir óbreytta jeppa.


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá Einfari » 30.maí 2017, 09:47

rettarnes wrote:ok takk, ég hef farið hana hálfa á bíl og svo gekk ég vestan vatnafjalla og þaðan yfir í Hungurfit. En það er langt síðan og ég man að trússarinn minn festi sig í lausum sandi í brekku, en hann hafði reyndar villst af leið og var í Mjóaskarði í staðin fyrir Breiðaskarð.

Er þá engin leið til að vippa sér af Dómadalsleið og austur fyrir Heklu niður á Fjallabak syðra einbíla?

og hefurðu einhverja skoðun á mikilvægi gps tækja í bíla? Er mjög vel læs á kort og þekki svæðið ágætlega, en oft frekar gönguleiðir en jeppaslóðana...


Sælir. Leiðin frá Dómadal fyrir austan Heklu og suður með Vatnafjöllum er mjög þægileg og skemmtileg leið fyrir næstum allar gerðir af bílum.


Höfundur þráðar
rettarnes
Innlegg: 4
Skráður: 28.maí 2017, 19:08
Fullt nafn: Gunnhildur Una Jónsdóttir
Bíltegund: Suzuki xl7

Re: gps og krakatindaleið

Postfrá rettarnes » 30.maí 2017, 13:23

Takk, er það leiðin sem fer fyrst inn að Skjólkvíarhrauni og Rauðuskál? og svo austan við Rauðkembinga og suður að Breiðaskarði? Yfir þar og keyrt í suðvestur austan megin við Vatnafjöll? og svo loks inná F210 í austur að Hungursfit eða í vestur í átt að Keldum??

-ég er greinilega eitthvað að ruglast þá, því ég hélt að það væri Krakatindaleið, en ætli Krakatindaleið sé þá ekki inn hjá Rauðufossafjöllum? Eins gott að maður hafi þetta á hreinu þegar maður er að biðja um ráð...


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur