Góðan daginn,
Er með Grand Cherokee 3.1 TD 1999 með 44RE sjálfskiptingu sem er að nýbyrjaður að stríða mér með því fyrst að kveikja Overdrive ljósið. Nægir að setja í Neutral og aftur í Drive þá er hægt að keyra áfram án vandræða í einhvern tíma.
Svo kveikti hann um síðustu helgi overdrive og "Trans over Temp" ljósið á keyrslu, setti í N og aftur í D og það virkaði í 30-50 km svo kom þetta aftur en gat haldið áfram með sama "fiffi".
Það er nýbúið að skipta um síu og olíu og kvarðinn segir nánast MAX þegar bílinn er heitur eftir keyrslu (N og í gangi þegar ég mæli).
Kannast einhver við þessa veiki í 44RE skiptingunni, hef aðeins verið að "googla" og margir segja að þetta gætu verið Solinoid og Govenor sensor-ar í skiptingunni.
Kveðja,
Þórir
Sjálfskiptivandamál - Grand Cherokee 3.1 TD 1999 44RE
Re: Sjálfskiptivandamál - Grand Cherokee 3.1 TD 1999 44RE
Smá uppfærsla,
Eftir að taka tæpan lítra af sjálfskiptingunni þá hætti Overdrive og Trans over temp að kvikna saman. Núna þegar maður keyrir bílinn í smá tíma, hvort sem er langkeyrslu eða innanbæjarskjökkt þá kveikir hann Overdrive ljósið (tekur over drive af), nægir sama trix að setja í N og til baka í D, einnig gerist stundum að hann kveikir og slekkur sjálfur Overdrive ljósið.
Er einhver sem kannast við þetta, Þetta er ægilega hvimleit vandamál þegar enginn virðist vita hvað þetta er.
Kv,
Þórir
Eftir að taka tæpan lítra af sjálfskiptingunni þá hætti Overdrive og Trans over temp að kvikna saman. Núna þegar maður keyrir bílinn í smá tíma, hvort sem er langkeyrslu eða innanbæjarskjökkt þá kveikir hann Overdrive ljósið (tekur over drive af), nægir sama trix að setja í N og til baka í D, einnig gerist stundum að hann kveikir og slekkur sjálfur Overdrive ljósið.
Er einhver sem kannast við þetta, Þetta er ægilega hvimleit vandamál þegar enginn virðist vita hvað þetta er.
Kv,
Þórir
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur