44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Til hamingju með þetta, þetta er mun betra svona :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Hvað ætlaru að koma stórum dekkjum í allt þetta pláss? :)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Flottur þessi... Verður svakalegur... Þessi á hálfslitnum 46" vel skornum gæti ég trúað að eigi eftir að stríða mörgum... Þá sérstaklega í bröttum brekkum og hliða halla...
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
já sæll flottur hjá þér... þó það nauðsynlega þurfi að færa framhásing framar til að fylla betur upp í hjá þér :)
í mínum draumaheimi vona ég að ég muni lakka minn hilux í næsta mánuði svo það er aldeilis hvað það fara að verða flottir luxar á götunum :)
í mínum draumaheimi vona ég að ég muni lakka minn hilux í næsta mánuði svo það er aldeilis hvað það fara að verða flottir luxar á götunum :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Jamm það verður gaman að sjá þessa gömlu birtast aftur. Þessum bíl mínum var mjög vel breytt upphaflega og synd að sjá svona öflugan bíl grotna niður. Sem betur fer eru endalaus verkefni eftir, en núna ætla ég að raða honum saman og nota út veturinn, næstu stóru project verða ekki fyrr en í sumar :-)
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
flottur verkefni.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Jæja, það kom pakki í gær ... það á að gefa greyinu nýja súrefnisskynjara, kerti og þræði. Þegar ég loggaði bílinn síðast sá ég að hann er of ríkur á lágum snúningi. Ein ástæðan getur verið lélegir súrefnisskynjarar eða mikið "sótaðir". Í ljósi þess að hann var lengi með ónýtann hitaskynjara og því alltof ríkur ákvað ég að setja nýja O2 skynjara og kerti í bílinn.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Hvað er að frétta, eru komin ný sæti í hann ;) ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Hr.Cummins wrote:Hvað er að frétta, eru komin ný sæti í hann ;) ?
Nei, ekki enn, það hefur verið svo djöfull mikið af endum að hnýta eftir sprautunina :)
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Þessi er magnaður, Skemmtinlegt verkefni :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Jæja félagar.
Löngu kominn tími á update. Ég var búinn að brasa mikið við sjálfskiptinguna þar sem hún fór aldrei i lock-up. Allar tilraunir voru árangurslausar og ég endaði á því að fá Ljónsstaðamenn til að skoða málið. Eftir skoðun hjá þeim dæmdu þeir hana það lélega (enda verið slippandi síðan hún fór í bílinn) að ekki væri verjandi annað en taka hana upp. Að auki kom í ljós að skiptingin var '94 árg. meðan vélin (og tölvan eru '95 árg), það útskýrði lockup-vandamálið, því rafkerfið í 94 og 95 er ekki það sama skv. Ljónstaðamönnum. Ég þóttist hafa himinn höndum tekið þegar mér var bent á HP Transmission á Akureyri og Einar þar var ekkert nema ljúfmennið meðan hann seldi mér skiptinguna, nýupptekna og búið að fjölga í henni diskum til að hún þyldi betur álag. Skiptingin var send beint á Ljónstaði, þeir breyttu rafkerfinu þannig að 95' vélatölvan gæti stýrt henni og settu í bílinn. Okkur öllum til "mikillar" gleði var skiptingin biluð, slippaði og með ónýtan converter. Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná í svikahrappinn Einar hjá HP transmission í síma í 6 vikur ákvað ég að láta Ljónsstaðamenn laga hana enda bíllinn búinn að vera hjá þeim í biðstöðu í nærri 3 mánuði. Þeir rifu skiptinguna aftur úr og gerðu upp. Á langkeyrslu hafði hún skv. loggun hjá mér verið að slippa (munur á snúningi vélar og því sem fer út í hjól) um ca. 400 snúninga, breytilegt eftir álagi. Með "nýju" skiptingunni fer hann fljótt í lockup og á keyrslu heim frá Selfossi var bíllinn í ca. 1200 snúningum á rétt um 80km hraða. Gjörbreytt ástand :-)
Búinn að vera að brasa helling í bílnum síðan, stefni á að smella inn myndum og fríska aðeins uppá þennan þráð á næstu dögum.
Löngu kominn tími á update. Ég var búinn að brasa mikið við sjálfskiptinguna þar sem hún fór aldrei i lock-up. Allar tilraunir voru árangurslausar og ég endaði á því að fá Ljónsstaðamenn til að skoða málið. Eftir skoðun hjá þeim dæmdu þeir hana það lélega (enda verið slippandi síðan hún fór í bílinn) að ekki væri verjandi annað en taka hana upp. Að auki kom í ljós að skiptingin var '94 árg. meðan vélin (og tölvan eru '95 árg), það útskýrði lockup-vandamálið, því rafkerfið í 94 og 95 er ekki það sama skv. Ljónstaðamönnum. Ég þóttist hafa himinn höndum tekið þegar mér var bent á HP Transmission á Akureyri og Einar þar var ekkert nema ljúfmennið meðan hann seldi mér skiptinguna, nýupptekna og búið að fjölga í henni diskum til að hún þyldi betur álag. Skiptingin var send beint á Ljónstaði, þeir breyttu rafkerfinu þannig að 95' vélatölvan gæti stýrt henni og settu í bílinn. Okkur öllum til "mikillar" gleði var skiptingin biluð, slippaði og með ónýtan converter. Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná í svikahrappinn Einar hjá HP transmission í síma í 6 vikur ákvað ég að láta Ljónsstaðamenn laga hana enda bíllinn búinn að vera hjá þeim í biðstöðu í nærri 3 mánuði. Þeir rifu skiptinguna aftur úr og gerðu upp. Á langkeyrslu hafði hún skv. loggun hjá mér verið að slippa (munur á snúningi vélar og því sem fer út í hjól) um ca. 400 snúninga, breytilegt eftir álagi. Með "nýju" skiptingunni fer hann fljótt í lockup og á keyrslu heim frá Selfossi var bíllinn í ca. 1200 snúningum á rétt um 80km hraða. Gjörbreytt ástand :-)
Búinn að vera að brasa helling í bílnum síðan, stefni á að smella inn myndum og fríska aðeins uppá þennan þráð á næstu dögum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Sennilega er þetta aðeins farið fram úr budgeti hjá þér... :)
Leiðinlegt að lenda í svikahröppum, og líka leiðinlegt fyrir mann með orðspor eins og Einar að standa ekki við orð sín. Það er mjög slæmt fyrir báða.
Þetta er að verða gjörsamlega tip top bíll hjá þér, glæsilegt :)
Leiðinlegt að lenda í svikahröppum, og líka leiðinlegt fyrir mann með orðspor eins og Einar að standa ekki við orð sín. Það er mjög slæmt fyrir báða.
Þetta er að verða gjörsamlega tip top bíll hjá þér, glæsilegt :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Já já, langt umfram budget. En þetta er svo ægilega gaman að maður verður bara að spara við sig í öðru í staðin. Það er vissulega fúlt að lenda í manni eins og Einari, en það eru alltaf undantekningar sem sanna regluna. Ég er búinn að kaupa (og selja) varahluti/aukahluti á þessum vef eða 4x4 í meira en 10 ár og átt tugi viðskipta. Þetta er eina undantekningin þar sem menn hafa ekki staðið 100% við sitt (enda trúi ég því að 98% af fólki sé gott fólk og heiðarlegt). Ég læt þetta því ekki hafa nokkur áhrif og held áfram að treysta mönnum, kaupa og selja hluti hér á spjallinu og hafa gaman af hobbí:inu okkar :-)
Er annars búinn að taka meira til í rafkerfinu og fann alveg nýja útfærslu af fúski. Jarðsamband hafði verið græjað með því að draghnoða rafmagnstengi við málaðan hlut. Þetta dugði greinilega ekki, því yfir tengið var búið að setja skinnu og festa með borskrúfu :-) Ég hlýt að fara að komast yfir draugaganginn mv. hvað ég er búinn að afleggja mikið. Ég held að ég sé að gera þetta nokuð rétt, en eflaust gætu fagmenn tekið mig á beinið og bent á að ég gæti farið betri leiðir, en ég reyni amk að taka aflfrekustu hlutina beint fram í aukarafkerfi, þó ég leyfi mér að sækja jörð í boddíið hér og þar fyrir tæki sem draga lítinn straum, eins og lúm í rofum eða mælum. Þarf að fara að drattast til að setja inn myndir af ævintýrum síðustu vikna :-)
Er annars búinn að taka meira til í rafkerfinu og fann alveg nýja útfærslu af fúski. Jarðsamband hafði verið græjað með því að draghnoða rafmagnstengi við málaðan hlut. Þetta dugði greinilega ekki, því yfir tengið var búið að setja skinnu og festa með borskrúfu :-) Ég hlýt að fara að komast yfir draugaganginn mv. hvað ég er búinn að afleggja mikið. Ég held að ég sé að gera þetta nokuð rétt, en eflaust gætu fagmenn tekið mig á beinið og bent á að ég gæti farið betri leiðir, en ég reyni amk að taka aflfrekustu hlutina beint fram í aukarafkerfi, þó ég leyfi mér að sækja jörð í boddíið hér og þar fyrir tæki sem draga lítinn straum, eins og lúm í rofum eða mælum. Þarf að fara að drattast til að setja inn myndir af ævintýrum síðustu vikna :-)
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 11.des 2011, 17:46
- Fullt nafn: Atli Geir Ragnarsson
- Bíltegund: 4runner 44" 3.0tdi
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
gaman að fá að fylgjast svona með hvað er í gangi.. en enþá flottara væri að fá myndir af gripnum!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Jæja, ætla loksins að koma inn nokkrum myndum í viðbót. Þar sem ég var búinn að gera svo óskaplega mikið af hlutum sem ég þurfti að gera ákvað ég að verðlauna mig með einhverju skemmtilegu eins og hengja ljósadrasl utaná bílinn. Ég var búinn að eiga leitarljós í sennilega 10 ár án þess að setja það á bíl - því var smellt á pallhúsið þar sem það stendur hátt. Ég sá þetta alltaf fyrir mér til að skoða til hliðar við bílinn þar sem framljósin lýsa ekki, en eftir á að hyggja hefði verið betra að setja þetta framar til að geta lýst fram fyrir bílinn ...
- Viðhengi
-
- Ég setti stýrshnappana á boxið milli sætanna
- 2014-09-28 17.50.38.jpg (275.23 KiB) Viewed 14349 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Næst var að koma þessum fína ljósaboga á bílinn. Orginal leggst þetta ofaní rennuna á toppnum og gúmmíhlífar eiga að hlífa lakkinu. Þetta hafði hinsvegar fyrir löngu verið búið að éta sig í gegnum gúmmíið og niður í járn. Þaðan komst síðan vatn og súrefni að járninu og rennurnar voru haugrygðaðar. Þetta var lagað þegar ég sprautaði bílinn en til að koma í veg fyrir að þett gerðist aftur smíðaði ég festingar sem ég lími með límkítti ofaná toppinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Ég þurfti að leysa einhvernveginn gatið milli gangbretta og framkantanna. Gerði það með "gönguáli" og skrúfaði fast við gangbrettin.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Fyrir veturinn ákvað ég líka að skoða allar legur og smyrja þær uppá nýtt. Í gegnum tíðina hefur maður verið að þjarma feiti inn í legurnar með lúkunum, en í síðustu heimsókn til amríkuhrepps keypti ég forláta græju á 5 dollara til að smyrja í legur. Þetta er dýrindis hönnun sem virkar nærri því 100%. Efnið er aðeins of hart þannig að feiti nær að leka aðeins með þessu, en ef gúmmípakkning eða samskonar græja úr málmi sem herða mætti almennilega uppá væri til þá steinliggur þetta ...
Það er ótrúlega auðvelt að þrýsta út gömlu feitinni með þessu og ef maður hefur prófað að gera þetta með lúkunum er maður enn þakklátari fyrir þessa græju.
Það er ótrúlega auðvelt að þrýsta út gömlu feitinni með þessu og ef maður hefur prófað að gera þetta með lúkunum er maður enn þakklátari fyrir þessa græju.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Ofaná þakbogann setti ég HID punktkastara. Þeir eru ekki að gleðja mig neitt of mikið þar sem það er glertopplúga á bílnum og allt inni verður flóðlýst. Annaðhvort þurfa þeir að fara framar, en það sem mér hugnast betur þar sem ég þoli ekki glerþak fyrir ofan hausinn á mér verður að setja dökka filmu yfir rúðuna þannig að hvorki ljós né gula fíflið (lesist sólin) trufli mann.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Ég fór síðan í prufutúr fyrir 2 vikum og tengdi tölvu við vélatölvuna til að geta skoðað hvað var að gerast í bílnum. Við fengum færi með hægan vind í bakið, nákvæmlega samskonar aðstæður og orsökuðu að bíllinn ofhitnaði í fyrstu ferðinni minni. Vélin og skiptingin voru allan tímann í fínu lagi og kælingin meiri en nóg, en hinsvegar hitnaði ansi vel frammi í vélarrými. Ég sá á tölvunni að bíllinn var að fá allt upp í 75 stiga heitt loft inná sig. Ég veit ekki hvaða vísindi liggja að baki en menn segja að heitara loft kosti um 1% af vélarafli fyrir hverjar 10 gráður á fahernheit. Mig vantaði svosum aldrei afl, en svona mikill hiti fer ílla með raflagnir, relay og annað þannig að ég ákvað að smíða mér "cold air intake" prótótýpu. Ef hún virkar þá geri ég þetta betur síðar. Ég velti því fyrir mér að búa til græju til að taka bara loft inn um hood skópið, en ég er skíthræddur um að maður geti lent í því að moka inn snjó eða vatni ef maður lendir í þannig færi þannig að mér hugnaðist betur aðtaka þetta að hluta úr innrabretti, þar sem loftið kemur inn með rifu milli hurðar og innrabrettis og síðan fram hjá framljósinu.
Ég ætlaði fyrst að leggja þetta í silikon barka frá vinum okkar í Barka, en verðmiðinn var mér ekki að skapi. Græjaði því bara plaströr í staðinn.
Síðasta verkefnið í bili verður síðan að fá framlásinn í lag. Ég er löngu búinn að gefast upp á að reyna að fá orginal stýriboxið til að virka þannig að ég espaði snillinginn hann Sölva vin minn sem var að eiga við sama vandamál að hengja saman relay:a sett eftir teikningu sem er inni á marlin-crawler vefsíðunni. Þetta virkar eins og draumur, þrjú relay, einn rofi og málið dautt.
Ég ætlaði fyrst að leggja þetta í silikon barka frá vinum okkar í Barka, en verðmiðinn var mér ekki að skapi. Græjaði því bara plaströr í staðinn.
Síðasta verkefnið í bili verður síðan að fá framlásinn í lag. Ég er löngu búinn að gefast upp á að reyna að fá orginal stýriboxið til að virka þannig að ég espaði snillinginn hann Sölva vin minn sem var að eiga við sama vandamál að hengja saman relay:a sett eftir teikningu sem er inni á marlin-crawler vefsíðunni. Þetta virkar eins og draumur, þrjú relay, einn rofi og málið dautt.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Og hér er loksins mynd af Toy-let eða Chevr-ota á fjöllum. Tekið fyrir 2 vikum inn við þorp (undir Tjaldfelli). Siggi vinur minn að prófa græjuna og ég fékk að vera co-ari :)
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
- Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
- Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
- Staðsetning: þingeyri - isafjörður
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
þetta er alveg griðaleg flótt hjá þér kall hlaka til að filgjast meyra með :D
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Mikið ofboðslega er þetta að verða eigulegur bíll. Virkilega flott alltsaman, takk fyrir að fá að fylgjast með.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Takk fyrir það strákar. Ég hef svo hrikalega gaman að því að fylgjast með öðrum þráðum svo maður verður að reyna að skila einhverju í "púkkið" líka svona til að reyna að borga fyrir sig:-)
-
- Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Ég sé að við Sölvi verðum að fara taka okkur á í ,,pimpinu." Við verðum að fara skrúfa einhver ljós eða jólaseríur á okkar Hiluxa fyrir næsta túr, svo við verðum í stíl.... kv, kári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Jebbs, það verður að vera eitthvert bling á þessu ...
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Sæll og takk fyrir frábæran þráð. Ein smá spurning. Á myndinni sem er af vatnskassanum í komnum eru tveir minni kælar og þú segir kælar fyrir skiptingu og stýri. Ertu með annan þennan kæli bara fyrir stýrið? Og er þörf á svona mikilli kælingu fyrir það?
Bkv Stefán
Bkv Stefán
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
sæll.
Ég hef hreinlega ekki hugmynd um hversu mikla kælingu þarf á stýrið. Ég er með tjakk í bílnum líka sem léttir á stýrismaskínunni, en þessi kælir var í bílnum svo ég breytti því ekkert. Fór annars í prufutúr í dag og átti hamingjustund með stýrismaskínunni minni ... lausri ... meira um það síðar :)
Ég hef hreinlega ekki hugmynd um hversu mikla kælingu þarf á stýrið. Ég er með tjakk í bílnum líka sem léttir á stýrismaskínunni, en þessi kælir var í bílnum svo ég breytti því ekkert. Fór annars í prufutúr í dag og átti hamingjustund með stýrismaskínunni minni ... lausri ... meira um það síðar :)
Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?
Hvað er að frétta
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur