Góðann dag!
Getur einhver hjálpað mér hvernig á að tengja þennann spenni, koma 5 stk. leiðslur frá honum 3 stk. eru svartir 1 stk. hvítur og 1 stk. grænn, hvíti og græni eru tengdir saman í jörð og inn á spenni(spólur) og líka í spennahúsið. Vantar að ná 110 voltum út úr honum.
Reyni að láta fylgja mynd með af spenninum.
Spennir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Spennir
Það væri gott ef einhver gæti hjálpað mér að finna út hvernig ég næ 110 voltum úr þessum blessaða spenni, hvernig svona tengist og fræðina á bak við það.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Spennir
Ég myndi í þínum sporum tala við rafvirkja ef þú ætlar að tengja þetta við 220-volta kerfi. En síðan sé ég ekkert CE merki á honum þannig að rafvirki myndi líklega veigra sér við að koma nálægt þessu.
Re: Spennir
Þessi spennir er framleiddur í Bandaríkjunum, þar þurfa raftæki ekki að vera CE merkt. Afur á móti er á honum merki: "UL" listed, mun vera í ætt við evrópskar raftækjamerkingar.
Mér sýnist eftir myndinni að dæma, að primary sé 220 volt og secondary 110 volt. Ef mig misminnir ekki, þá er inngangsspenna 220 volt og útgangaspennan 110 volt. Fáðu einhvern rafvirkja til að segja þér til um þetta, það er öruggast.
Annars er fróðleikur um spenna hér: http://www.electronics-tutorials.ws/tra ... asics.html
Kv. Steinmar
Mér sýnist eftir myndinni að dæma, að primary sé 220 volt og secondary 110 volt. Ef mig misminnir ekki, þá er inngangsspenna 220 volt og útgangaspennan 110 volt. Fáðu einhvern rafvirkja til að segja þér til um þetta, það er öruggast.
Annars er fróðleikur um spenna hér: http://www.electronics-tutorials.ws/tra ... asics.html
Kv. Steinmar
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Spennir
Farðu eftir merkingunum.
Slá út eða aftengjast spennugjafa.
Undir myndinni stendur primary. = forvaf, fasi og núll,
Tengir saman það sem er við "interconnect" í spennunum við 240V línuna. H1 í H3. Og H2 í H4
Fasa í H1 og H3.
Núll í H2 og H4
Tengir saman við 120V línuna secondary. X1 og X3. Svo X2 og X4 í spenninum.
Tekur út fasa og núll á secondary = eftirvaf.
Fasi X1 og X3
Núll X2 og X4
Mældu svo útgangsspennuna áður en tengir notanda.
2kVA max
Mótor mun snúast hægar því hér er 50hz vs 60hz í U$A.
Þetta eru 4 vöf/spólur, 2 fyrir forvaf og 2 fyrir eftirvaf.
Ef þú notar bara 1 á móti 1 er 1kVA max.
Slá út eða aftengjast spennugjafa.
Undir myndinni stendur primary. = forvaf, fasi og núll,
Tengir saman það sem er við "interconnect" í spennunum við 240V línuna. H1 í H3. Og H2 í H4
Fasa í H1 og H3.
Núll í H2 og H4
Tengir saman við 120V línuna secondary. X1 og X3. Svo X2 og X4 í spenninum.
Tekur út fasa og núll á secondary = eftirvaf.
Fasi X1 og X3
Núll X2 og X4
Mældu svo útgangsspennuna áður en tengir notanda.
2kVA max
Mótor mun snúast hægar því hér er 50hz vs 60hz í U$A.
Þetta eru 4 vöf/spólur, 2 fyrir forvaf og 2 fyrir eftirvaf.
Ef þú notar bara 1 á móti 1 er 1kVA max.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Spennir
Takk fyrir þetta, það sem mér fannst skrítið að jörð og blár (núll) eru tengdir saman og boltast í spennahúsið og fer síðan inn á vöf. Takk skoða þetta!!
Ætla að nota þennann fyrir hitaeliment þannig að riðin skipta ekki máli.
Ætla að nota þennann fyrir hitaeliment þannig að riðin skipta ekki máli.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur