þessi heldur áfram að fá smá uppfærslur hingað og þangað,
08+ fjaðrirnar eru komnar í, kominn á nýja gasdempara, þetta ásamt krossum og dekkjum virðist hafa lagað allt sem amaði af honum í akstri, nú keyrir hann þráðbeint, enginn titringur og ekkert klúnk og klonk þegar maður keyrir yfir holur/ójöfnur, sem var vel þegið,
vinstri afturfjöðurin var brotin í tvennt, og með gjör ónýta dempara þá var hann í raun bara fjaðrandi á einu fjaðrablaði og búið, enda var hann orðinn ansi rasssíður
skipti um spegil bílstjórameginn, skipti út flestum led ljósunum sem eru í stigbrettunum og hingað og þangað um bílinn, þau voru flest ónýt,
honum var sleppt lausum á snjóinn sem kom í reykjavík og stóð sig bara nokkuð vel, betur en ég bjóst við, en væntingarnar voru heldur ekki miklar, honum líkar vel að fá pedalinn í metalinn og fjarlægja svo skaflana,

náði nú samt að pikkfesta mig, en hann var búinn að ferðast töluverða vegalengd í þessa dýpt

smá pós

pikkaði svo upp dekk hjá einum spjallverja hérna, lítið slitin 35" dick cepek, hlakkar til að prufa þessi

1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra